Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2025 12:03 Drífa Snædal talskona Stígamóta spyr hvers vegna mennirnir, sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir, gangi lausir. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir undarlegt að þrír menn sem eru sakaðir um tvær hópnauðganir gangi lausir. Umræða um þjóðerni mannanna sé afvegaleiðing, það sem máli skiptir sé að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum. Sex hópnauðganir hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári. Það er talsverð fjölgun frá fyrri árum, en undanfarin fimm ár hafa milli sex og tíu mál verið tilkynnt til lögreglu á ári. „Það koma fleiri slík tilvik til okkar en til lögreglunnar. Það voru tólf einstaklingar sem komu til Stígamóta í fyrra sem afleiðingu af hópnauðgun en þetta hefur farið upp í þrjátíu á ári áður,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. „Þetta er að sjálfsögðu rosalegt og ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki merki um að hópnauðgunum sé að fjölga svona hressilega.“ Hún bendir á að þolendur kynferðisbrota leiti gjarnan til Stígamóta nokkuð eftir að þeir verða fyrir ofbeldinu. Því nemi Stígamót ekki fjölgun í svona málum strax. „Þetta virðast vera stórhættulegir menn“ Í tveimur málanna eru sömu þrír mennirnir grunaðir gerendur. Mennirnir eru sagðir hafa byrlað fyrir konunum á skemmtistaðnum English pub í miðborginni og flutt þær í sömu íbúðina í vesturbæ Reykjavíkur, þar sem meint brot voru framin. Mennirnir eru ekki í gæsluvarðhaldi en einn er í farbanni. „Þetta virðast vera stórhættulegir menn og það er mjög undarlegt að þeir gangi lausir. Lögreglan þarf að svara því hvers vegna það er. Þegar þetta varðar öryggi og öryggistilfinningu kvenna, þá er „af því bara“ ekkert svar frá lögreglu. Hún þarf að skilgreina það frekar og skýra frá því hvers vegna stórhættulegir menn ganga hér lausir,“ segir Drífa. Arnar Þór Gíslason, eigandi English pub sagði í samtali við RÚV í gær að mennirnir séu bannaðir á staðnum og aðrir skemmtistaðaeigendur hafi verið varaðir við mönnunum. „Það er mjög mikilvægt að starfsfólk skemmtistaða sé mjög vel vakandi. Auðvitað þarf að mennta allt starfsfólk skemmtistaða í viðbrögðum við því ef eitthvað grunsamlegt atvik á sér stað eða ef þau verða þess áskynja að eitthvað sé í uppsiglingu. Þannig að það er gott og ég held að það hafi orðið betra með árunum þó að því miður hafi ekki tekist að afstýra afbrotum þarna.“ Þjóðerni skipti ekki máli hér Mikil umræða hefur farið af stað um málin og sagði móðir annars brotaþolans í færslu á samfélagsmiðlum í gær að það sé sorglegt að horfa upp á fólk nýta sér málið til að kynda undir múslimaandúð. Enginn gerenda sé múslimi, allir kristnir og flestir frá Evrópu. „Kynferðisbrot er kynferðisbrot og það skiptir ekki máli hver fremur það. Það þarf að viðurkenna kynferðisbrot og láta þá sem beita þeim axla ábyrgð. Og það þarf forvarnir. Þjóðerni skiptir ekki öllu máli hérna tel ég. Það sem skiptir máli er að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum,“ segir Drífa. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. 25. apríl 2025 08:23 Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir hafa verið bannaðir á English Pub, skemmtistað sem þeir eru sagðir hafa sótt. Þá hafa aðrir skemmtistaðaeigendur verið varaðir við mönnunum. 24. apríl 2025 19:50 Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Sjá meira
Sex hópnauðganir hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári. Það er talsverð fjölgun frá fyrri árum, en undanfarin fimm ár hafa milli sex og tíu mál verið tilkynnt til lögreglu á ári. „Það koma fleiri slík tilvik til okkar en til lögreglunnar. Það voru tólf einstaklingar sem komu til Stígamóta í fyrra sem afleiðingu af hópnauðgun en þetta hefur farið upp í þrjátíu á ári áður,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. „Þetta er að sjálfsögðu rosalegt og ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki merki um að hópnauðgunum sé að fjölga svona hressilega.“ Hún bendir á að þolendur kynferðisbrota leiti gjarnan til Stígamóta nokkuð eftir að þeir verða fyrir ofbeldinu. Því nemi Stígamót ekki fjölgun í svona málum strax. „Þetta virðast vera stórhættulegir menn“ Í tveimur málanna eru sömu þrír mennirnir grunaðir gerendur. Mennirnir eru sagðir hafa byrlað fyrir konunum á skemmtistaðnum English pub í miðborginni og flutt þær í sömu íbúðina í vesturbæ Reykjavíkur, þar sem meint brot voru framin. Mennirnir eru ekki í gæsluvarðhaldi en einn er í farbanni. „Þetta virðast vera stórhættulegir menn og það er mjög undarlegt að þeir gangi lausir. Lögreglan þarf að svara því hvers vegna það er. Þegar þetta varðar öryggi og öryggistilfinningu kvenna, þá er „af því bara“ ekkert svar frá lögreglu. Hún þarf að skilgreina það frekar og skýra frá því hvers vegna stórhættulegir menn ganga hér lausir,“ segir Drífa. Arnar Þór Gíslason, eigandi English pub sagði í samtali við RÚV í gær að mennirnir séu bannaðir á staðnum og aðrir skemmtistaðaeigendur hafi verið varaðir við mönnunum. „Það er mjög mikilvægt að starfsfólk skemmtistaða sé mjög vel vakandi. Auðvitað þarf að mennta allt starfsfólk skemmtistaða í viðbrögðum við því ef eitthvað grunsamlegt atvik á sér stað eða ef þau verða þess áskynja að eitthvað sé í uppsiglingu. Þannig að það er gott og ég held að það hafi orðið betra með árunum þó að því miður hafi ekki tekist að afstýra afbrotum þarna.“ Þjóðerni skipti ekki máli hér Mikil umræða hefur farið af stað um málin og sagði móðir annars brotaþolans í færslu á samfélagsmiðlum í gær að það sé sorglegt að horfa upp á fólk nýta sér málið til að kynda undir múslimaandúð. Enginn gerenda sé múslimi, allir kristnir og flestir frá Evrópu. „Kynferðisbrot er kynferðisbrot og það skiptir ekki máli hver fremur það. Það þarf að viðurkenna kynferðisbrot og láta þá sem beita þeim axla ábyrgð. Og það þarf forvarnir. Þjóðerni skiptir ekki öllu máli hérna tel ég. Það sem skiptir máli er að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum,“ segir Drífa.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. 25. apríl 2025 08:23 Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir hafa verið bannaðir á English Pub, skemmtistað sem þeir eru sagðir hafa sótt. Þá hafa aðrir skemmtistaðaeigendur verið varaðir við mönnunum. 24. apríl 2025 19:50 Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Sjá meira
Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. 25. apríl 2025 08:23
Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir hafa verið bannaðir á English Pub, skemmtistað sem þeir eru sagðir hafa sótt. Þá hafa aðrir skemmtistaðaeigendur verið varaðir við mönnunum. 24. apríl 2025 19:50
Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23