Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 20:19 Andrea Rói Sigurbjörns forstöðumaður og Hildur Helgadóttir aðstoðarforstöðukona Reykjadals. Vísir Sund og leikir hafa alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals þar sem starfræktar hafa verið sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni í yfir sextíu ár. Sundlaug sumarbúðanna þarf nú verulega á viðgerðum að halda og ýttu forsvarsmenn sumarbúðanna sérstakri söfnun úr vör fyrir tveimur dögum síðan. Forstöðumenn sumarbúðanna Andrea Rói Sigurbjörns og Hildur Helgadóttir segja að markmiðið hafi fyrst verið að safna um sjö þúsund sundferðum, hver á 1390 krónur líkt og fram kemur á vef söfnunarinnar. „Við náðum því bara strax á þessum tveimur sólarhringum og þetta var semsagt markmiðið til þess að laga sundlaugina þannig að það yrði hægt að standsetja hana fyrir sumarið og gestirnir okkar gætu komið í sund en draumamarkmiðið okkar er stærra og okkur langar að laga hana alveg.“ Ísland allt í liði með Reykjadal Til þess þurfi fjórtán þúsund sundferðir, eða því sem nemur tuttugu milljónum króna. Vonir standa til að það náist enda hafa þegar safnast ellefu milljónir króna. „Ég allavega held í vonina og það er svo frábært þegar allir leggjast á eitt, maður hefur séð allir að deila á miðlum og Facebook. Við erum komin með Tik Tok aðgang og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá,“ segir Hildur. Andrea segist hafa vitað að það væri stórt samfélag í kringum Reykjadal. „Þetta eru ömmur og afar, frænkur og frændur og gestir okkar sem eru að styrkja en svo sjáum við líka að Ísland er dálítið að taka utan um þetta verkefni og samfélagið okkar er greinilega bara allt Ísland og við sjáum að það eru allir að deila og sumir sem við héldum að hefðu enga tengingu við Reykjadal og það er eitthvað sem er svo frábært að sjá bara þennan kraft í samfélaginu okkar.“ @reykjadalur1 Langar þig að gefa sundferð í sumargjöf? Kíktu á linkinn í bio🤝🏻☀️ ♬ original sound - Reykjadalur Sundlaugin ómissandi Fyrsti hópur ungmenna mætir í lok maí og er von á tvö hundruð krökkum í sumar. Þær segja að vonir standi til að sundlaugin verði klár fyrir þennan tíma. Hún sé ómissandi hluti af Reykjadal. „Það eru gestir sem koma og fara í sund kannski tvisvar, þrisvar á dag og svo höldum við líka kvöldvökur í sundlauginni og köllum þetta sundlaugapartý, höfum verið með DJ á bakkanum og leynigest í lauginni og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Hildur og Andrea tekur undir. „Já, froðu og snakkpartý í sundi, það er allt í boði í Reykjadal.“ @reykjadalur1 Ætlar þú að gefa sundferð í sumargjöf?☀️🎁 ♬ original sound - Reykjadalur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Forstöðumenn sumarbúðanna Andrea Rói Sigurbjörns og Hildur Helgadóttir segja að markmiðið hafi fyrst verið að safna um sjö þúsund sundferðum, hver á 1390 krónur líkt og fram kemur á vef söfnunarinnar. „Við náðum því bara strax á þessum tveimur sólarhringum og þetta var semsagt markmiðið til þess að laga sundlaugina þannig að það yrði hægt að standsetja hana fyrir sumarið og gestirnir okkar gætu komið í sund en draumamarkmiðið okkar er stærra og okkur langar að laga hana alveg.“ Ísland allt í liði með Reykjadal Til þess þurfi fjórtán þúsund sundferðir, eða því sem nemur tuttugu milljónum króna. Vonir standa til að það náist enda hafa þegar safnast ellefu milljónir króna. „Ég allavega held í vonina og það er svo frábært þegar allir leggjast á eitt, maður hefur séð allir að deila á miðlum og Facebook. Við erum komin með Tik Tok aðgang og það er ótrúlega skemmtilegt að sjá,“ segir Hildur. Andrea segist hafa vitað að það væri stórt samfélag í kringum Reykjadal. „Þetta eru ömmur og afar, frænkur og frændur og gestir okkar sem eru að styrkja en svo sjáum við líka að Ísland er dálítið að taka utan um þetta verkefni og samfélagið okkar er greinilega bara allt Ísland og við sjáum að það eru allir að deila og sumir sem við héldum að hefðu enga tengingu við Reykjadal og það er eitthvað sem er svo frábært að sjá bara þennan kraft í samfélaginu okkar.“ @reykjadalur1 Langar þig að gefa sundferð í sumargjöf? Kíktu á linkinn í bio🤝🏻☀️ ♬ original sound - Reykjadalur Sundlaugin ómissandi Fyrsti hópur ungmenna mætir í lok maí og er von á tvö hundruð krökkum í sumar. Þær segja að vonir standi til að sundlaugin verði klár fyrir þennan tíma. Hún sé ómissandi hluti af Reykjadal. „Það eru gestir sem koma og fara í sund kannski tvisvar, þrisvar á dag og svo höldum við líka kvöldvökur í sundlauginni og köllum þetta sundlaugapartý, höfum verið með DJ á bakkanum og leynigest í lauginni og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Hildur og Andrea tekur undir. „Já, froðu og snakkpartý í sundi, það er allt í boði í Reykjadal.“ @reykjadalur1 Ætlar þú að gefa sundferð í sumargjöf?☀️🎁 ♬ original sound - Reykjadalur
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira