Handbolti

Blomberg-Lippe í undan­úr­slit og Metzingen tryggði odda­leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Metzingen í dag.
Sandra Erlingsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Metzingen í dag. Metzingen

Íslendingaliðin Metzingen og Blomberg-Lippe unnu sterka sigra í átta liða úrslitum um þýska meistaratitilinn í handbolta í dag.

Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í Metzingen þurftu á sigri að halda gegn Dortmund eftir tap í fyrsta leik liðanna. Liðið var marki undir eftir fyrri hálfleikinn, en að venjulegum leiktíma loknum var allt jafnt, 28-28, og því þurfti að grípa til framlengingar.

Heimakonur í Metzingen skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum framlengingarinnar og hleyptu gestunum aldrei nálægt sér eftir það. Sandra var næstmarkahæst í liði Metzingen með fimm mörk í fjögurra marka sigri, 36-32, og liðin mætast því í oddaleik um sæti í undanúrslitum.

Þá vann Blomberg-Lippe, með þær Andreu Jacobsen og Díönu Dögg Magnúsdóttur innanborðs, þriggja marka sigur gegn Oldenburg fyrr í dag, 29-26.

Andrea skoraði fimm mörk fyrir Blomberg-Lippe og Díana skoraði þrjú, en sigurinn þýðir að liðið er búið að vinna einvígið 2-0 og er á leið í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×