Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2025 14:05 Bragi fékk fjölmargar spurningar frá fundargestum vegna fjármálanna og svaraði þeim skýrt og vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill viðsnúningur hefur orðið á fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar til hins betra en sveitarfélagið hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum síðustu ár. Nú lítur hins vegar allt miklu betur út. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar var gestur á opnum fundi D-listans á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir stöðu bæjarmálanna og ekki síst fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en samkvæmt nýjum ársreikningi vegna 2024 er rekstur Árborgar í miklu betra standi en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Bragi veit allt um málið. „Heyrðu, niðurstaðan er að samstæðan hjá okkur, A og B hlutinn er að skila ríflega þriggja milljarða rekstrarafgangi,” segir Bragi. Hann segir að sveitarfélagið sé búið að vera í mjög krefjandi aðgerðum síðustu tvö til þrjú ár til að spara og spara, auk þess að selja lóðir og lönd til að fá pening í kassann. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á opnum fundi á Selfossi í gær hjá D-listanum. En hverju þakkar hann þennan góða árangur? „Ég vil bæði þakka öllum kjörnum fulltrúum, sem hafa unnið í bæjarstjórninni og starfsmönnum og íbúum fyrir þær hugmyndir, sem hafa komið frá þeim. Þannig að allt þetta hefur unnið sig saman af þeim góða árangri, sem við erum að sjá hér í dag,” segir bæjarstjórinn. Ein af glærunum, frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segir að það hafi reynt mikið á íbúa í öllum sparnaðargerðunum, hann sé fyrstur til að viðurkenna það. „Við náttúrulega þurftum að setja álag á útsvar og við höfum hækkað gjaldskrár, þannig að allt þetta bítur í en við viljum ekki fara dýpra í vasa íbúanna heldur en við þurfum,” segir Bragi. Og Bragi segir að vegna góðrar fjárhagsstöðu þá standi jafnvel til að lækka fasteignagjöld í Árborg. Og íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga en fjölgunin var upp á 4,3% á síðasta ári en í dag eru þeir um 12.400 manns. „Það er bjart framundan hér í Árborg, það er nóg að gera í sumar. Við segjum bara gleðilegt sumar til allra og allir þeir hátíðarviðburðir, sem verða í gangi hérna, vonandi verður fólk á ferðinni og nýtur þeirra með okkur,” segir Bragi að endingu. Enn ein glæran frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar var gestur á opnum fundi D-listans á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir stöðu bæjarmálanna og ekki síst fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en samkvæmt nýjum ársreikningi vegna 2024 er rekstur Árborgar í miklu betra standi en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Bragi veit allt um málið. „Heyrðu, niðurstaðan er að samstæðan hjá okkur, A og B hlutinn er að skila ríflega þriggja milljarða rekstrarafgangi,” segir Bragi. Hann segir að sveitarfélagið sé búið að vera í mjög krefjandi aðgerðum síðustu tvö til þrjú ár til að spara og spara, auk þess að selja lóðir og lönd til að fá pening í kassann. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á opnum fundi á Selfossi í gær hjá D-listanum. En hverju þakkar hann þennan góða árangur? „Ég vil bæði þakka öllum kjörnum fulltrúum, sem hafa unnið í bæjarstjórninni og starfsmönnum og íbúum fyrir þær hugmyndir, sem hafa komið frá þeim. Þannig að allt þetta hefur unnið sig saman af þeim góða árangri, sem við erum að sjá hér í dag,” segir bæjarstjórinn. Ein af glærunum, frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segir að það hafi reynt mikið á íbúa í öllum sparnaðargerðunum, hann sé fyrstur til að viðurkenna það. „Við náttúrulega þurftum að setja álag á útsvar og við höfum hækkað gjaldskrár, þannig að allt þetta bítur í en við viljum ekki fara dýpra í vasa íbúanna heldur en við þurfum,” segir Bragi. Og Bragi segir að vegna góðrar fjárhagsstöðu þá standi jafnvel til að lækka fasteignagjöld í Árborg. Og íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga en fjölgunin var upp á 4,3% á síðasta ári en í dag eru þeir um 12.400 manns. „Það er bjart framundan hér í Árborg, það er nóg að gera í sumar. Við segjum bara gleðilegt sumar til allra og allir þeir hátíðarviðburðir, sem verða í gangi hérna, vonandi verður fólk á ferðinni og nýtur þeirra með okkur,” segir Bragi að endingu. Enn ein glæran frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira