Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2025 14:05 Bragi fékk fjölmargar spurningar frá fundargestum vegna fjármálanna og svaraði þeim skýrt og vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill viðsnúningur hefur orðið á fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar til hins betra en sveitarfélagið hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum síðustu ár. Nú lítur hins vegar allt miklu betur út. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar var gestur á opnum fundi D-listans á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir stöðu bæjarmálanna og ekki síst fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en samkvæmt nýjum ársreikningi vegna 2024 er rekstur Árborgar í miklu betra standi en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Bragi veit allt um málið. „Heyrðu, niðurstaðan er að samstæðan hjá okkur, A og B hlutinn er að skila ríflega þriggja milljarða rekstrarafgangi,” segir Bragi. Hann segir að sveitarfélagið sé búið að vera í mjög krefjandi aðgerðum síðustu tvö til þrjú ár til að spara og spara, auk þess að selja lóðir og lönd til að fá pening í kassann. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á opnum fundi á Selfossi í gær hjá D-listanum. En hverju þakkar hann þennan góða árangur? „Ég vil bæði þakka öllum kjörnum fulltrúum, sem hafa unnið í bæjarstjórninni og starfsmönnum og íbúum fyrir þær hugmyndir, sem hafa komið frá þeim. Þannig að allt þetta hefur unnið sig saman af þeim góða árangri, sem við erum að sjá hér í dag,” segir bæjarstjórinn. Ein af glærunum, frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segir að það hafi reynt mikið á íbúa í öllum sparnaðargerðunum, hann sé fyrstur til að viðurkenna það. „Við náttúrulega þurftum að setja álag á útsvar og við höfum hækkað gjaldskrár, þannig að allt þetta bítur í en við viljum ekki fara dýpra í vasa íbúanna heldur en við þurfum,” segir Bragi. Og Bragi segir að vegna góðrar fjárhagsstöðu þá standi jafnvel til að lækka fasteignagjöld í Árborg. Og íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga en fjölgunin var upp á 4,3% á síðasta ári en í dag eru þeir um 12.400 manns. „Það er bjart framundan hér í Árborg, það er nóg að gera í sumar. Við segjum bara gleðilegt sumar til allra og allir þeir hátíðarviðburðir, sem verða í gangi hérna, vonandi verður fólk á ferðinni og nýtur þeirra með okkur,” segir Bragi að endingu. Enn ein glæran frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar var gestur á opnum fundi D-listans á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir stöðu bæjarmálanna og ekki síst fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en samkvæmt nýjum ársreikningi vegna 2024 er rekstur Árborgar í miklu betra standi en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Bragi veit allt um málið. „Heyrðu, niðurstaðan er að samstæðan hjá okkur, A og B hlutinn er að skila ríflega þriggja milljarða rekstrarafgangi,” segir Bragi. Hann segir að sveitarfélagið sé búið að vera í mjög krefjandi aðgerðum síðustu tvö til þrjú ár til að spara og spara, auk þess að selja lóðir og lönd til að fá pening í kassann. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á opnum fundi á Selfossi í gær hjá D-listanum. En hverju þakkar hann þennan góða árangur? „Ég vil bæði þakka öllum kjörnum fulltrúum, sem hafa unnið í bæjarstjórninni og starfsmönnum og íbúum fyrir þær hugmyndir, sem hafa komið frá þeim. Þannig að allt þetta hefur unnið sig saman af þeim góða árangri, sem við erum að sjá hér í dag,” segir bæjarstjórinn. Ein af glærunum, frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segir að það hafi reynt mikið á íbúa í öllum sparnaðargerðunum, hann sé fyrstur til að viðurkenna það. „Við náttúrulega þurftum að setja álag á útsvar og við höfum hækkað gjaldskrár, þannig að allt þetta bítur í en við viljum ekki fara dýpra í vasa íbúanna heldur en við þurfum,” segir Bragi. Og Bragi segir að vegna góðrar fjárhagsstöðu þá standi jafnvel til að lækka fasteignagjöld í Árborg. Og íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga en fjölgunin var upp á 4,3% á síðasta ári en í dag eru þeir um 12.400 manns. „Það er bjart framundan hér í Árborg, það er nóg að gera í sumar. Við segjum bara gleðilegt sumar til allra og allir þeir hátíðarviðburðir, sem verða í gangi hérna, vonandi verður fólk á ferðinni og nýtur þeirra með okkur,” segir Bragi að endingu. Enn ein glæran frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira