„Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Hinrik Wöhler skrifar 27. apríl 2025 23:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram, fór með sigur af hólmi eftir hádramatískan leik. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki alveg búinn að ná sér niður á jörðina eftir ótrúlegan sigur á FH í tvíframlengdum leik þegar hann var gripinn í viðtal eftir leik. Ertu búinn að jafna þig? „Ég veit það ekki, þetta var svakalegur leikur. Það mun taka smá tíma að ná þessu niður. Þetta var frábært.“ Framarar leiddu allan leikinn í venjulegum leiktíma og voru með fimm marka forskot um tíma í seinni hálfleik. Einar segir að innkoma Birkis Fannars Bragasonar í marki FH hafi skipt sköpum. „Markvarsla dettur rosalega niður hjá okkur á meðan þeir fá svakalega markvörslu. Ég hélt að Birkir ætlaði að fara vinna þetta fyrir þá, ég veit ekki hvað hann varði, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í fyrri framlengingu.“ „Mér fannst við betri allan leikinn en þeir náðu aðeins að koma sér inn í þetta með að fara sjö á sex og svo fer Birkir í markið síðustu fimmtán og lokar búrinu. Við förum með vítaköst og dauðafæri sem getur gerst í þessu og Birkir er góður markmaður,“ sagði Einar eftir leikinn. Þetta var fjórði leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu og segir Einar að það hafi farið að draga af leikmönnum Fram þegar leið á. „Mér fannst við spila mjög vel, satt að segja. Að einhverju leyti var óþarfi að fara með þetta svona langt en þetta er rosalegur karakter. Það er erfitt að spila á móti FH, þeir eru með frábæra vörn, þunga og sterka leikmenn. Það var auðvitað farið að draga af þessum ungu leikmönnum, þeir eru að spila fjórða leikinn á nokkrum dögum.“ Arnór Máni skuldaði einn bolta Arnór Máni Daðason, markvörður Fram, var hetja liðsins eftir að hann varði víti á síðustu augnablikum leiksins. Einar segir hann hafa skuldað liðinu markvörslu í framlengingunni. Arnór Máni Daðason valdi sér rétta augnablikið til að verja víti.Vísir/Vilhelm „Ég held að við vorum með þrjá eða fjóra bolta varða í seinni hálfleik og framlengingunni. Markvarslan datt mjög mikið niður fyrir okkur, ég hugsaði það í vítinu, ég vildi ekki leyfa mér að hugsa það, en ég hugsaði að þú skuldar okkur einn bolta og svo tók hann vítið,“ sagði Einar. Rétt áður en dómarar leiksins dæmdu vítið rann leiktíminn út og Einar hljóp eins og óður maður inn á völlinn og fagnaði sigri. Sigurinn var þó ekki kominn í hús og Einar var aðeins of fljótur á sér. „Ég hélt að það væri ekki neitt á þetta og svo kemur útidómarinn og dæmir víti. Leiktíminn var búinn og þeir dæma vítið mjög seint þannig mér fannst þetta ekki vera víti en það má vel vera að þetta hafi verið víti.“ Framarar eru ekki búnir Fram hefur átt frábært tímabil en þeir urðu bikarmeistarar og er nú komnir í úrslitaeinvígið, í fyrsta sinn síðan 2013. Er þetta framar vonum? „Nei, ekki fram úr okkar vonum. Ég hugsa að fáir á Íslandi voru að spá því að við værum bikarmeistarar og þeim stað sem við erum í dag. Við erum ekkert búnir, við ætlum að verða Íslandsmeistarar og bikarinn var svona smá bónus. Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Ertu búinn að jafna þig? „Ég veit það ekki, þetta var svakalegur leikur. Það mun taka smá tíma að ná þessu niður. Þetta var frábært.“ Framarar leiddu allan leikinn í venjulegum leiktíma og voru með fimm marka forskot um tíma í seinni hálfleik. Einar segir að innkoma Birkis Fannars Bragasonar í marki FH hafi skipt sköpum. „Markvarsla dettur rosalega niður hjá okkur á meðan þeir fá svakalega markvörslu. Ég hélt að Birkir ætlaði að fara vinna þetta fyrir þá, ég veit ekki hvað hann varði, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í fyrri framlengingu.“ „Mér fannst við betri allan leikinn en þeir náðu aðeins að koma sér inn í þetta með að fara sjö á sex og svo fer Birkir í markið síðustu fimmtán og lokar búrinu. Við förum með vítaköst og dauðafæri sem getur gerst í þessu og Birkir er góður markmaður,“ sagði Einar eftir leikinn. Þetta var fjórði leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu og segir Einar að það hafi farið að draga af leikmönnum Fram þegar leið á. „Mér fannst við spila mjög vel, satt að segja. Að einhverju leyti var óþarfi að fara með þetta svona langt en þetta er rosalegur karakter. Það er erfitt að spila á móti FH, þeir eru með frábæra vörn, þunga og sterka leikmenn. Það var auðvitað farið að draga af þessum ungu leikmönnum, þeir eru að spila fjórða leikinn á nokkrum dögum.“ Arnór Máni skuldaði einn bolta Arnór Máni Daðason, markvörður Fram, var hetja liðsins eftir að hann varði víti á síðustu augnablikum leiksins. Einar segir hann hafa skuldað liðinu markvörslu í framlengingunni. Arnór Máni Daðason valdi sér rétta augnablikið til að verja víti.Vísir/Vilhelm „Ég held að við vorum með þrjá eða fjóra bolta varða í seinni hálfleik og framlengingunni. Markvarslan datt mjög mikið niður fyrir okkur, ég hugsaði það í vítinu, ég vildi ekki leyfa mér að hugsa það, en ég hugsaði að þú skuldar okkur einn bolta og svo tók hann vítið,“ sagði Einar. Rétt áður en dómarar leiksins dæmdu vítið rann leiktíminn út og Einar hljóp eins og óður maður inn á völlinn og fagnaði sigri. Sigurinn var þó ekki kominn í hús og Einar var aðeins of fljótur á sér. „Ég hélt að það væri ekki neitt á þetta og svo kemur útidómarinn og dæmir víti. Leiktíminn var búinn og þeir dæma vítið mjög seint þannig mér fannst þetta ekki vera víti en það má vel vera að þetta hafi verið víti.“ Framarar eru ekki búnir Fram hefur átt frábært tímabil en þeir urðu bikarmeistarar og er nú komnir í úrslitaeinvígið, í fyrsta sinn síðan 2013. Er þetta framar vonum? „Nei, ekki fram úr okkar vonum. Ég hugsa að fáir á Íslandi voru að spá því að við værum bikarmeistarar og þeim stað sem við erum í dag. Við erum ekkert búnir, við ætlum að verða Íslandsmeistarar og bikarinn var svona smá bónus. Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira