„Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Hinrik Wöhler skrifar 27. apríl 2025 23:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram, fór með sigur af hólmi eftir hádramatískan leik. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki alveg búinn að ná sér niður á jörðina eftir ótrúlegan sigur á FH í tvíframlengdum leik þegar hann var gripinn í viðtal eftir leik. Ertu búinn að jafna þig? „Ég veit það ekki, þetta var svakalegur leikur. Það mun taka smá tíma að ná þessu niður. Þetta var frábært.“ Framarar leiddu allan leikinn í venjulegum leiktíma og voru með fimm marka forskot um tíma í seinni hálfleik. Einar segir að innkoma Birkis Fannars Bragasonar í marki FH hafi skipt sköpum. „Markvarsla dettur rosalega niður hjá okkur á meðan þeir fá svakalega markvörslu. Ég hélt að Birkir ætlaði að fara vinna þetta fyrir þá, ég veit ekki hvað hann varði, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í fyrri framlengingu.“ „Mér fannst við betri allan leikinn en þeir náðu aðeins að koma sér inn í þetta með að fara sjö á sex og svo fer Birkir í markið síðustu fimmtán og lokar búrinu. Við förum með vítaköst og dauðafæri sem getur gerst í þessu og Birkir er góður markmaður,“ sagði Einar eftir leikinn. Þetta var fjórði leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu og segir Einar að það hafi farið að draga af leikmönnum Fram þegar leið á. „Mér fannst við spila mjög vel, satt að segja. Að einhverju leyti var óþarfi að fara með þetta svona langt en þetta er rosalegur karakter. Það er erfitt að spila á móti FH, þeir eru með frábæra vörn, þunga og sterka leikmenn. Það var auðvitað farið að draga af þessum ungu leikmönnum, þeir eru að spila fjórða leikinn á nokkrum dögum.“ Arnór Máni skuldaði einn bolta Arnór Máni Daðason, markvörður Fram, var hetja liðsins eftir að hann varði víti á síðustu augnablikum leiksins. Einar segir hann hafa skuldað liðinu markvörslu í framlengingunni. Arnór Máni Daðason valdi sér rétta augnablikið til að verja víti.Vísir/Vilhelm „Ég held að við vorum með þrjá eða fjóra bolta varða í seinni hálfleik og framlengingunni. Markvarslan datt mjög mikið niður fyrir okkur, ég hugsaði það í vítinu, ég vildi ekki leyfa mér að hugsa það, en ég hugsaði að þú skuldar okkur einn bolta og svo tók hann vítið,“ sagði Einar. Rétt áður en dómarar leiksins dæmdu vítið rann leiktíminn út og Einar hljóp eins og óður maður inn á völlinn og fagnaði sigri. Sigurinn var þó ekki kominn í hús og Einar var aðeins of fljótur á sér. „Ég hélt að það væri ekki neitt á þetta og svo kemur útidómarinn og dæmir víti. Leiktíminn var búinn og þeir dæma vítið mjög seint þannig mér fannst þetta ekki vera víti en það má vel vera að þetta hafi verið víti.“ Framarar eru ekki búnir Fram hefur átt frábært tímabil en þeir urðu bikarmeistarar og er nú komnir í úrslitaeinvígið, í fyrsta sinn síðan 2013. Er þetta framar vonum? „Nei, ekki fram úr okkar vonum. Ég hugsa að fáir á Íslandi voru að spá því að við værum bikarmeistarar og þeim stað sem við erum í dag. Við erum ekkert búnir, við ætlum að verða Íslandsmeistarar og bikarinn var svona smá bónus. Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Sjá meira
Ertu búinn að jafna þig? „Ég veit það ekki, þetta var svakalegur leikur. Það mun taka smá tíma að ná þessu niður. Þetta var frábært.“ Framarar leiddu allan leikinn í venjulegum leiktíma og voru með fimm marka forskot um tíma í seinni hálfleik. Einar segir að innkoma Birkis Fannars Bragasonar í marki FH hafi skipt sköpum. „Markvarsla dettur rosalega niður hjá okkur á meðan þeir fá svakalega markvörslu. Ég hélt að Birkir ætlaði að fara vinna þetta fyrir þá, ég veit ekki hvað hann varði, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í fyrri framlengingu.“ „Mér fannst við betri allan leikinn en þeir náðu aðeins að koma sér inn í þetta með að fara sjö á sex og svo fer Birkir í markið síðustu fimmtán og lokar búrinu. Við förum með vítaköst og dauðafæri sem getur gerst í þessu og Birkir er góður markmaður,“ sagði Einar eftir leikinn. Þetta var fjórði leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu og segir Einar að það hafi farið að draga af leikmönnum Fram þegar leið á. „Mér fannst við spila mjög vel, satt að segja. Að einhverju leyti var óþarfi að fara með þetta svona langt en þetta er rosalegur karakter. Það er erfitt að spila á móti FH, þeir eru með frábæra vörn, þunga og sterka leikmenn. Það var auðvitað farið að draga af þessum ungu leikmönnum, þeir eru að spila fjórða leikinn á nokkrum dögum.“ Arnór Máni skuldaði einn bolta Arnór Máni Daðason, markvörður Fram, var hetja liðsins eftir að hann varði víti á síðustu augnablikum leiksins. Einar segir hann hafa skuldað liðinu markvörslu í framlengingunni. Arnór Máni Daðason valdi sér rétta augnablikið til að verja víti.Vísir/Vilhelm „Ég held að við vorum með þrjá eða fjóra bolta varða í seinni hálfleik og framlengingunni. Markvarslan datt mjög mikið niður fyrir okkur, ég hugsaði það í vítinu, ég vildi ekki leyfa mér að hugsa það, en ég hugsaði að þú skuldar okkur einn bolta og svo tók hann vítið,“ sagði Einar. Rétt áður en dómarar leiksins dæmdu vítið rann leiktíminn út og Einar hljóp eins og óður maður inn á völlinn og fagnaði sigri. Sigurinn var þó ekki kominn í hús og Einar var aðeins of fljótur á sér. „Ég hélt að það væri ekki neitt á þetta og svo kemur útidómarinn og dæmir víti. Leiktíminn var búinn og þeir dæma vítið mjög seint þannig mér fannst þetta ekki vera víti en það má vel vera að þetta hafi verið víti.“ Framarar eru ekki búnir Fram hefur átt frábært tímabil en þeir urðu bikarmeistarar og er nú komnir í úrslitaeinvígið, í fyrsta sinn síðan 2013. Er þetta framar vonum? „Nei, ekki fram úr okkar vonum. Ég hugsa að fáir á Íslandi voru að spá því að við værum bikarmeistarar og þeim stað sem við erum í dag. Við erum ekkert búnir, við ætlum að verða Íslandsmeistarar og bikarinn var svona smá bónus. Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Sjá meira