Lífið

Snorri og Nadine eignuðust son

Jón Þór Stefánsson skrifar
Nadine og Snorri kynntust þegar þau störfuðu sem fréttamenn á Stöð 2.
Nadine og Snorri kynntust þegar þau störfuðu sem fréttamenn á Stöð 2. Vísir/Vilhelm

Hjónin Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs flugfélagsins Play, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hafa eignast son.

„Jón Snorrason loksins mættur,“ skrifar Nadine á Facebook.

Fyrir eiga þau son sem fæddist í fyrra, en Nadine á einn dreng úr fyrra sambandi.

„Í augum okkar er hann engum líkur, nema að vísu ef til vill bræðrum sínum, sem eru reyndar misáhugasamir um Nonna litla á þessari stundu,“ segir Nadine.

Snorri og Nadine kynntust á fréttagólfinu hjá Stöð 2 þegar þau störfuðu bæði sem fréttamenn. Þau gengu í það heilaga síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.