Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2025 06:33 Hinn sextugi Mark Carney fagnaði sigri í nótt. Allt bendir til að hann verði áfram forsætisráðherra Kanada. AP Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. Í sigurræðu sinni í nótt sagði Carney, sem er nýtekinn við stjórnartaumunum í flokknum af Justin Trudeau, að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi reynt sitt ítrasta til þess að hafa áhrif á kosningarnar en að það hafi ekki tekist og að það muni aldrei takast. Niðurstaðan er talin ótrúlega góð fyrir Frjálslynda flokkinn sem var í frjálsu falli samkvæmt könnunum fyrir fáeinum mánuðum síðan. Það leiddi til afsagnar Justins Trudeau sem hafði leitt flokkinn og Kanada um tæpt áratugaskeið. Um svipað leyti hóf Trump tollastríð sitt við Kanada og fór einnig að tala um að landið ætti að verða hluti af Bandaríkjunum. Þetta hjálpaði nýja leiðtoganum Carney við að berja í brestina og fá landsmenn til liðs við sig í kosningabaráttunni. Stóru flokkarnir bættu við sig Endanleg úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir en spár gera ráð fyrir að Frjálslyndir hafi náð 167 þingsætum, en 172 þarf til að ná hreinum meirihluta. Sömu spár gera ráð fyrir að Íhaldsmenn hafi náð 145 þingsætum, Bloc Québécois 23 þingsætum og Nýi lýðræðisflokkurinn sjö. Í kosningunum 2021 fengu Frjálslyndir 151 þingsæti, Íhaldsmenn 120, Bloc Québécois 33 og Nýi lýðræðisflokkurinn 24. Stóru flokkarnir, það er Frjálslyndir og Íhaldsmenn, bættu því báðir við sig fylgi en hinir minni misstu mikið fylgi, sér í lagi Nýi lýðræðisflokkurinn. Leiðtogi Íhaldsmanna, Pierre Poilievre, hefur þegar viðurkennt ósigur. Hér er hann með eiginkonu sinni Anaida.AP Hefur viðurkennt ósigur Helsti keppinautur Carney, Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, hefur þegar játað ósigur sinn þrátt fyrir að flokkur hans hafi bætt töluvert við sig. Það dugði ekki til þar sem kjósendur minni flokka fóru á vagn Frjálslynda flokksins og Carney, sem er nýliði í kanadískum stjórnmálum en hann er hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada og Bretlands. Frjálsyndi flokkurinn hefur stýrt minnihlutastjórn síðustu tvö kjörtímabil, með stuðningi frá minni flokkum. Kanada Tengdar fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47 Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Í sigurræðu sinni í nótt sagði Carney, sem er nýtekinn við stjórnartaumunum í flokknum af Justin Trudeau, að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi reynt sitt ítrasta til þess að hafa áhrif á kosningarnar en að það hafi ekki tekist og að það muni aldrei takast. Niðurstaðan er talin ótrúlega góð fyrir Frjálslynda flokkinn sem var í frjálsu falli samkvæmt könnunum fyrir fáeinum mánuðum síðan. Það leiddi til afsagnar Justins Trudeau sem hafði leitt flokkinn og Kanada um tæpt áratugaskeið. Um svipað leyti hóf Trump tollastríð sitt við Kanada og fór einnig að tala um að landið ætti að verða hluti af Bandaríkjunum. Þetta hjálpaði nýja leiðtoganum Carney við að berja í brestina og fá landsmenn til liðs við sig í kosningabaráttunni. Stóru flokkarnir bættu við sig Endanleg úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir en spár gera ráð fyrir að Frjálslyndir hafi náð 167 þingsætum, en 172 þarf til að ná hreinum meirihluta. Sömu spár gera ráð fyrir að Íhaldsmenn hafi náð 145 þingsætum, Bloc Québécois 23 þingsætum og Nýi lýðræðisflokkurinn sjö. Í kosningunum 2021 fengu Frjálslyndir 151 þingsæti, Íhaldsmenn 120, Bloc Québécois 33 og Nýi lýðræðisflokkurinn 24. Stóru flokkarnir, það er Frjálslyndir og Íhaldsmenn, bættu því báðir við sig fylgi en hinir minni misstu mikið fylgi, sér í lagi Nýi lýðræðisflokkurinn. Leiðtogi Íhaldsmanna, Pierre Poilievre, hefur þegar viðurkennt ósigur. Hér er hann með eiginkonu sinni Anaida.AP Hefur viðurkennt ósigur Helsti keppinautur Carney, Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, hefur þegar játað ósigur sinn þrátt fyrir að flokkur hans hafi bætt töluvert við sig. Það dugði ekki til þar sem kjósendur minni flokka fóru á vagn Frjálslynda flokksins og Carney, sem er nýliði í kanadískum stjórnmálum en hann er hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada og Bretlands. Frjálsyndi flokkurinn hefur stýrt minnihlutastjórn síðustu tvö kjörtímabil, með stuðningi frá minni flokkum.
Kanada Tengdar fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47 Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47
Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58