Íslenski boltinn

Bjarki um gjald­þrotið: „Þú ert niður­lægður á á­kveðinn hátt“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Gunnlaugsson varð gjaldþrota 2015.
Bjarki Gunnlaugsson varð gjaldþrota 2015. stöð 2 sport

Bjarki Gunnlaugsson segir að það hafi verið högg þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni. Hann sagði nánasta samstarfsmanni sínum hjá umboðsskrifstofunni Total Football ekki frá gjaldþrotinu fyrr en eftir að fréttir af því birtust í fjölmiðlum.

Bjarki og Arnar, tvíburabróðir hans, voru umfangsmikill í viðskiptum eftir að þeir sneru heim úr atvinnumennsku. Þeir voru hins vegar báðir úrskurðaðir gjaldþrota; Arnar 2019 og Bjarki fjórum árum fyrr.

„Fljótlega eftir að Total Football fór að rúlla vildi ég einbeita mér að því og vera hundrað prósent í fótboltaheiminum. Það var búin að vera ákveðin barátta við banka varðandi persónuleg mál og svo framvegis. Mér fannst þessi fortíð vera hangandi yfir mér endalaust og ég ákvað bara að fara í gjaldþrot,“ rifjaði Bjarki upp í lokaþætti A&B, þáttaraðar um tvíburana.

„Manni finnst maður vera að bregðast fólki í fjölskyldu og annað slíkt. Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt. Maður var lemstraður, bitur og allt þar á milli,“ bætti Bjarki við.

Hunsaði Bjarka í þrjá mánuði

Magnús Agnar Magnússon, félagi Bjarka hjá Total Football, frétti af gjaldþrotinu í fjölmiðlum.

„Ég held að hann hafi sagt mér það einhverjum dögum eftir að það gerðist. Ég var mjög fúll út í hann, síðan sár því ég vissi ekki af þessu og hunsaði hann eiginlega í þrjá mánuði,“ sagði Magnús Agnar.

Klippa: A&B - Bjarki um gjaldþrotið

„Það voru mikil mistök að segja honum ekki frá þessu. Ég var líka kannski barnalegur að halda að þetta myndi ekki koma í fjölmiðlum. Það að hann hafi frétt þetta þar var ekki „smart move“ frá mér,“ sagði Bjarki.

Magnús Agnar ennfremur að þeir hafi orðið nánari eftir þessa uppákomu og byrjað treysta hvor öðrum betur.

Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Þáttaröðina A&B má finna í heild sinni á efnisveitunni Stöð 2+.


Tengdar fréttir

„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“

Bjarki Gunnlaugsson vildi ljúka fótboltaferli sínum, ferli sem honum þótti sjálfum ekkert sérstakur, með sem allra bestum hætti og lagði allt í sölurnar fyrir sumarið 2012. Um þetta ræddi hann í þáttaröðinni A&B sem fjallar um Skagatvíburana Arnar og Bjarka.

Snéru heim eins og rokk­stjörnur og komust á súluna á Astró

„Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×