Íslenski boltinn

Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snædís María Jörundsdóttir í leik með FH.
Snædís María Jörundsdóttir í leik með FH. vísir/anton

Fótboltakonan Snædís María Jörundsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna á ný eftir eitt og hálft tímabil í herbúðum FH.

Snædís hóf ferilinn í Stjörnunni en var lánuð til Keflavíkur sumarið 2022 og FH 2023. Hún samdi svo alfarið við FH í febrúar 2024.

Á síðasta tímabili lék Snædís tuttugu leiki fyrir FH í Bestu deildinni og skoraði fimm mörk. Alls hefur hún spilað 75 leiki í efstu deild og skorað tólf mörk.

Snædís, sem er 21 árs sóknarmaður, hefur skorað átján mörk í þrjátíu leikjum fyrir yngri landslið Íslands.

Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í Bestu deildinni þegar liðið lagði Tindastól að velli, 1-2, á Sauðárkróki á sunnudaginn.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn bikarmeisturum Vals á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×