Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2025 23:16 Nafnarnir hjá Hopp Leigubílum og Frama eru misvissir um gagnsemi stöðvaskyldu vegna öryggi farþega leigubíla. Vísir/Sigurjón Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. Í frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubílaakstur sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag er meðal annars lagt til að svokölluð stöðvarskylda verði aftur tekin upp en sú skylda var afnumin með lögum árið 2023. Ekki verði leyfilegt að aka leigubíl án þess að tengast leigubílastöð og þá skuli stöðvar skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum og varðveita upplýsingarnar í minnst sextíu daga. Auk þess verður leigubílastöðvum gert skylt að bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir. Spyr sig spurninga um stöðvaskylduna Daníel Thors framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segir eðlilegt að yfirvöld vilji tryggja gæði þjónustunnar.„Við veltum því þó fyrir okkur hverju stöðvarskylda muni bæta við, hvort það muni auka gæði og öryggi neytenda, ég ætla ekki að segja að við sjáum það ekki en við veltum fyrir okkur hverju það eigi að skila.“ Ótímabært sé að segja til um hvort frumvarpið muni skerða þjónustu Hopp en Daníel segir að tæknin sé besta leiðin til að tryggja rétt neytenda. „Við erum ekki mjög hrifin af því að auka aðgangshindranir að leigubílamarkaði, þvert á móti viljum við auka framboð almennings á leigubílaþjónustu. Það þarf ekki að spóla nema þrjú ár aftur í tímann þar sem var í raun nær ómögulegt að fá leigubíl á pressupunktum þannig að ég held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand.“ Sé fyrsta skref í rétt átt Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags Leigubílstjóra segist heilt yfir ánægður með frumvarpið þó ganga hefði mátt lengra að hans mati. Ótvírætt sé að stöðvaskylda stuðli að öryggi farþega. Stöðvarnar hafa aðhald, það er sameiginlegur hagur þeirra sem eru á stöðinni að bílstjórar séu til fyrirmyndar og þjónustan sé í lagi þannig að þegar einhverjir brestir eru á, þá er það lagað samstundis því brestirnir bitna á öllum. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02 Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Í frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubílaakstur sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag er meðal annars lagt til að svokölluð stöðvarskylda verði aftur tekin upp en sú skylda var afnumin með lögum árið 2023. Ekki verði leyfilegt að aka leigubíl án þess að tengast leigubílastöð og þá skuli stöðvar skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum og varðveita upplýsingarnar í minnst sextíu daga. Auk þess verður leigubílastöðvum gert skylt að bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir. Spyr sig spurninga um stöðvaskylduna Daníel Thors framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segir eðlilegt að yfirvöld vilji tryggja gæði þjónustunnar.„Við veltum því þó fyrir okkur hverju stöðvarskylda muni bæta við, hvort það muni auka gæði og öryggi neytenda, ég ætla ekki að segja að við sjáum það ekki en við veltum fyrir okkur hverju það eigi að skila.“ Ótímabært sé að segja til um hvort frumvarpið muni skerða þjónustu Hopp en Daníel segir að tæknin sé besta leiðin til að tryggja rétt neytenda. „Við erum ekki mjög hrifin af því að auka aðgangshindranir að leigubílamarkaði, þvert á móti viljum við auka framboð almennings á leigubílaþjónustu. Það þarf ekki að spóla nema þrjú ár aftur í tímann þar sem var í raun nær ómögulegt að fá leigubíl á pressupunktum þannig að ég held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand.“ Sé fyrsta skref í rétt átt Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags Leigubílstjóra segist heilt yfir ánægður með frumvarpið þó ganga hefði mátt lengra að hans mati. Ótvírætt sé að stöðvaskylda stuðli að öryggi farþega. Stöðvarnar hafa aðhald, það er sameiginlegur hagur þeirra sem eru á stöðinni að bílstjórar séu til fyrirmyndar og þjónustan sé í lagi þannig að þegar einhverjir brestir eru á, þá er það lagað samstundis því brestirnir bitna á öllum.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02 Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02
Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59