Mjöll Snæsdóttir er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2025 12:45 Mjöll Snæsdóttir. Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl 2025 sl., sjötíu og fimm ára að aldri, í kjölfar skammvinnra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Mjöll fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1950, einkadóttir hjónanna Snæs Jóhannessonar (1925-2006) frá Haga í Aðaldal, bókbindara og fornbóksala, og Birnu Ólafsdóttur (1917-2017) frá Ferjubakka í Öxarfirði, sem lengstaf vann hjá prentsmiðjunni Eddu. Mjöll var ógift og barnlaus. Mjöll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Samhliða þjóðhátta- og fornleifafræðinámi við Háskólann í Uppsölum vann hún við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og Reykjavík, ásamt því að starfa við uppgröft miðaldarbæjarins í Túnsbergi í Noregi og bronsaldarminja í Málmey í Svíþjóð. Fljótlega eftir að hún sneri heim tók hún að sér að stýra uppgreftri á Stóruborg, sem er ein viðamesta og flóknasta fornleifarannsókn Íslandssögunnar. Rannsóknin stóð yfir í þrettán sumur, frá árinu 1978 til 1990, og störfuðu undir handleiðslu hennar margir af næstu kynslóð fornleifafræðinga. Mjöll var einn af stofnendum Fornleifastofnunar Íslands árið 1995, og tók þátt í rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit frá upphafi þeirra árið 1990. Hún kenndi við vettvangsskólann á Hofsstöðum og síðar í Vatnsfirði frá 1997-2010, og þjálfaði þar marga árganga af ungum fornleifafræðingum í vísindalegum vinnubrögðum og verktækni. Hún leiddi einnig í samstarfi rannsóknir í fornleifafræði í Aðalstræti og Skálholti á fyrsta áratug 21. aldar. Ítarleg bók um uppgröftinn í Skálholti, eftir Mjöll og Gavin Lucas, kom út í tveimur bindum árið 2022 og 2024. Mjöll starfaði einnig að og tengdist ótal mörgum öðrum rannsóknarverkefnum á sviði fornleifafræði hérlendis. Mjöll var sömuleiðis ritstjóri Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í um tæplega tvo áratugi. Mjöll markaði í störfum sínum djúp spor í íslensku fræðasamfélagi um áratuga skeið og var í tilefni sjötugsafmælis hennar árið 2020 gefin út bókin Minjaþing henni til heiðurs, sem inniheldur úrval fræðigreina. Andlát Fornminjar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Mjöll fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1950, einkadóttir hjónanna Snæs Jóhannessonar (1925-2006) frá Haga í Aðaldal, bókbindara og fornbóksala, og Birnu Ólafsdóttur (1917-2017) frá Ferjubakka í Öxarfirði, sem lengstaf vann hjá prentsmiðjunni Eddu. Mjöll var ógift og barnlaus. Mjöll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Samhliða þjóðhátta- og fornleifafræðinámi við Háskólann í Uppsölum vann hún við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og Reykjavík, ásamt því að starfa við uppgröft miðaldarbæjarins í Túnsbergi í Noregi og bronsaldarminja í Málmey í Svíþjóð. Fljótlega eftir að hún sneri heim tók hún að sér að stýra uppgreftri á Stóruborg, sem er ein viðamesta og flóknasta fornleifarannsókn Íslandssögunnar. Rannsóknin stóð yfir í þrettán sumur, frá árinu 1978 til 1990, og störfuðu undir handleiðslu hennar margir af næstu kynslóð fornleifafræðinga. Mjöll var einn af stofnendum Fornleifastofnunar Íslands árið 1995, og tók þátt í rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit frá upphafi þeirra árið 1990. Hún kenndi við vettvangsskólann á Hofsstöðum og síðar í Vatnsfirði frá 1997-2010, og þjálfaði þar marga árganga af ungum fornleifafræðingum í vísindalegum vinnubrögðum og verktækni. Hún leiddi einnig í samstarfi rannsóknir í fornleifafræði í Aðalstræti og Skálholti á fyrsta áratug 21. aldar. Ítarleg bók um uppgröftinn í Skálholti, eftir Mjöll og Gavin Lucas, kom út í tveimur bindum árið 2022 og 2024. Mjöll starfaði einnig að og tengdist ótal mörgum öðrum rannsóknarverkefnum á sviði fornleifafræði hérlendis. Mjöll var sömuleiðis ritstjóri Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í um tæplega tvo áratugi. Mjöll markaði í störfum sínum djúp spor í íslensku fræðasamfélagi um áratuga skeið og var í tilefni sjötugsafmælis hennar árið 2020 gefin út bókin Minjaþing henni til heiðurs, sem inniheldur úrval fræðigreina.
Andlát Fornminjar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira