Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 11:55 Foreldrarnir sæta gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndaryfirvalda í héraðinu. EPA/Paco Paredes Hjón hafa verið handtekin í Oviedo á Spáni fyrir að hafa haldið þremur börnum sínum læstum á heimili þeirra frá árinu 2021. Lögregla segir aðstæður á heimilinu heilsuspillandi og að börnunum hafi verið haldið frá skóla og látin sofa í rimlarúmum. Fjölmiðlar á Spáni hafa gefið húsinu nafnbótina „hryllingshúsið.“ Tvö barnanna eru tvíburar á níunda ári og hitt er tíu ára. Þeim hefur verið haldið innilokuðum í einbýlishúsi í Oviedo í Astúríashéraði í norðurhluta Spánar. El País og aðrir miðlar á Spáni hafa fjallað um málið síðustu daga en þar er greint frá því að börnin hafi búið við hreint hrottafengnar aðstæður, umkringd úrgangi, saur, dýrum. Þar að auki voru þau látin ganga um með bleyjur. Nágrannakonu grunaði að börn byggju í húsinu Börnin höfðu verið innilokuð frá því að sjötta bylgja faraldurs kórónuveirunnar reið yfir Spán árið 2021. Heimilisfaðirinn er rúmlega fimmtugur Þjóðverji og móðirin tæplega fimmtugur Bandaríkjamaður sem er einnig þýskur ríkisborgari. Bæði sæta þau gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndar héraðsyfirvalda. Samkvæmt umfjöllun El País barst lögreglu tilkynning þann fjórtánda apríl síðastliðinn þegar nágrannakona gerði barnaverndaryfirvöldum í héraðinu viðvart um mögulega vanrækslu. Nágrannakonan sagðist vera næstum viss um að börn ættu heima á heimilinu, hún hefði heyrt raddir þeirra og séð þeim bregða fyrir í gegnum gluggana, en að hún hefði aldrei séð þau stíga út fyrir dyr hússins. Lögregla hóf eftirlit með húsinu og urðu þess áskynja að dyrnar voru aðeins opnaðar til þess að sækja mat sem fékkst sendur heim að dyrum frá matvöruverslun í nágrenninu. Börnin í engu sambandi við raunveruleikann Lögreglumenn höfðu sterkan grun um að ekki væri allt með felldu því að magn matar sem pantaður var heim var umfangsmikið og kom ekki heim og saman við það að heimilisfaðirinn byggi þar einn. Lögreglan ákvað að kanna aðstæður. „Það var hann sem hleypti okkur inn, en hann bað okkur um að bíða svo hann gæti sett sóttvarnargrímur á börnin. Þau voru mjög hrædd og földu sig á bak við móður sína sem sagði okkur að börnin ættu við geðræn vandamál að stríða og að við ættum ekki að koma of nálægt þeim. Þau höfðu á sér þrjár sóttvarnargrímur, eina ofan á annarri. Þau voru í engu sambandi við raunveruleikann,“ hefur La Nueva España eftir ónafngreindum lögreglumanni. „Eitt þeirra strauk grasið með höndunum, mjög hissa. Um leið og við fórum með þau út fóru þau að draga andann djúpt líkt og þau hefðu aldrei staðið undir beru lofti,“ sagði hann svo. Francisco Javier Lozano, lögreglustjóri lögreglunnar í Oviedo, dró aðgerðina saman í einni setningu í samtali við héraðsmiðil: „Við höfum rifið hryllingshúsið niður.“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Tvö barnanna eru tvíburar á níunda ári og hitt er tíu ára. Þeim hefur verið haldið innilokuðum í einbýlishúsi í Oviedo í Astúríashéraði í norðurhluta Spánar. El País og aðrir miðlar á Spáni hafa fjallað um málið síðustu daga en þar er greint frá því að börnin hafi búið við hreint hrottafengnar aðstæður, umkringd úrgangi, saur, dýrum. Þar að auki voru þau látin ganga um með bleyjur. Nágrannakonu grunaði að börn byggju í húsinu Börnin höfðu verið innilokuð frá því að sjötta bylgja faraldurs kórónuveirunnar reið yfir Spán árið 2021. Heimilisfaðirinn er rúmlega fimmtugur Þjóðverji og móðirin tæplega fimmtugur Bandaríkjamaður sem er einnig þýskur ríkisborgari. Bæði sæta þau gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndar héraðsyfirvalda. Samkvæmt umfjöllun El País barst lögreglu tilkynning þann fjórtánda apríl síðastliðinn þegar nágrannakona gerði barnaverndaryfirvöldum í héraðinu viðvart um mögulega vanrækslu. Nágrannakonan sagðist vera næstum viss um að börn ættu heima á heimilinu, hún hefði heyrt raddir þeirra og séð þeim bregða fyrir í gegnum gluggana, en að hún hefði aldrei séð þau stíga út fyrir dyr hússins. Lögregla hóf eftirlit með húsinu og urðu þess áskynja að dyrnar voru aðeins opnaðar til þess að sækja mat sem fékkst sendur heim að dyrum frá matvöruverslun í nágrenninu. Börnin í engu sambandi við raunveruleikann Lögreglumenn höfðu sterkan grun um að ekki væri allt með felldu því að magn matar sem pantaður var heim var umfangsmikið og kom ekki heim og saman við það að heimilisfaðirinn byggi þar einn. Lögreglan ákvað að kanna aðstæður. „Það var hann sem hleypti okkur inn, en hann bað okkur um að bíða svo hann gæti sett sóttvarnargrímur á börnin. Þau voru mjög hrædd og földu sig á bak við móður sína sem sagði okkur að börnin ættu við geðræn vandamál að stríða og að við ættum ekki að koma of nálægt þeim. Þau höfðu á sér þrjár sóttvarnargrímur, eina ofan á annarri. Þau voru í engu sambandi við raunveruleikann,“ hefur La Nueva España eftir ónafngreindum lögreglumanni. „Eitt þeirra strauk grasið með höndunum, mjög hissa. Um leið og við fórum með þau út fóru þau að draga andann djúpt líkt og þau hefðu aldrei staðið undir beru lofti,“ sagði hann svo. Francisco Javier Lozano, lögreglustjóri lögreglunnar í Oviedo, dró aðgerðina saman í einni setningu í samtali við héraðsmiðil: „Við höfum rifið hryllingshúsið niður.“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira