„Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2025 12:56 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag. Af því tilefni verða kröfugöngur og dagskrá um land allt. Verkalýðsleiðtogi segir enn ýmislegt til að berjast fyrir og að dagurinn sé gríðarlega mikilvægur. Í Reykjavík verður safnast saman við Hallgrímskirkju klukkan eitt og hálftíma síðar gengið niður á Ingólfstorg þar sem verður haldinn útifundur. Þar verða ræður, tónlistaratriði og samsöngur. Á Akureyri verður gengið frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö í áttina að Hofi. Á sama tíma ganga Ísfirðingar frá sínu Alþýðuhúsi og að Edinborgarhúsinu þar sem verður hátíðardagskrá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir daginn virkilega mikilvægan fyrir hennar félaga og hreyfinguna í heild sinni. „Það er auðvitað fullt af Eflingarfólki sem þarf að vera í vinnunni í dag þó að í dag sé þessi hátíðardagur verkafólks. Við erum að tala um þennan risastóra hóp fólks sem starfar á hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum. Auðvitað er mjög mikilvægt fyrir okkur í samfélagslegum skilningi að taka þátt í 1. maí. Við sem getum það, að minna á okkur og kröfur okkar. Sýna að við ætlum okkur að vera í framvarðarsveit íslenskrar verkalýðsbaráttu, bæði fyrir konur og karla,“ segir Sólveig. Hjúkrunarheimili ekki staðið við sitt Það hafi gengið ýmislegt á síðasta ár. „Við stöndum til dæmis frammi fyrir því að atvinnurekendur telja sig geta stofnað sín eigin svikafélög til að hafa af verka- og láglaunafólki laun og réttindi. Það er það sem við höfum verið að berjast gegn síðastliðna mánuði. Við erum líka með lausa samninga fyrir ristastóran hóp, mestmegnis kvenna, sem starfar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Þar átti að framkvæma úrbætur í mönnun en ekki var staðið við það. Þannig við þurfum að sjá hvað við þurfum að gera til að ná árangri í þeim kjarasamningum,“ segir Sólveig. Þá sé þetta mikill merkisdagur fyrir Eflingarfólk. „Vegna þess að félagi okkar í stjórn Eflingar, Karla Esperanza Barralaga Ocón, mun flytja ræðu á Ingólfstorgi. Ég held það sé í fyrsta skiptið sem aðflutt verkakona ávarpar fundinn á 1. maí í Reykjavík. Þannig þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur,“ segir Sólveig. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Í Reykjavík verður safnast saman við Hallgrímskirkju klukkan eitt og hálftíma síðar gengið niður á Ingólfstorg þar sem verður haldinn útifundur. Þar verða ræður, tónlistaratriði og samsöngur. Á Akureyri verður gengið frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö í áttina að Hofi. Á sama tíma ganga Ísfirðingar frá sínu Alþýðuhúsi og að Edinborgarhúsinu þar sem verður hátíðardagskrá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir daginn virkilega mikilvægan fyrir hennar félaga og hreyfinguna í heild sinni. „Það er auðvitað fullt af Eflingarfólki sem þarf að vera í vinnunni í dag þó að í dag sé þessi hátíðardagur verkafólks. Við erum að tala um þennan risastóra hóp fólks sem starfar á hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum. Auðvitað er mjög mikilvægt fyrir okkur í samfélagslegum skilningi að taka þátt í 1. maí. Við sem getum það, að minna á okkur og kröfur okkar. Sýna að við ætlum okkur að vera í framvarðarsveit íslenskrar verkalýðsbaráttu, bæði fyrir konur og karla,“ segir Sólveig. Hjúkrunarheimili ekki staðið við sitt Það hafi gengið ýmislegt á síðasta ár. „Við stöndum til dæmis frammi fyrir því að atvinnurekendur telja sig geta stofnað sín eigin svikafélög til að hafa af verka- og láglaunafólki laun og réttindi. Það er það sem við höfum verið að berjast gegn síðastliðna mánuði. Við erum líka með lausa samninga fyrir ristastóran hóp, mestmegnis kvenna, sem starfar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Þar átti að framkvæma úrbætur í mönnun en ekki var staðið við það. Þannig við þurfum að sjá hvað við þurfum að gera til að ná árangri í þeim kjarasamningum,“ segir Sólveig. Þá sé þetta mikill merkisdagur fyrir Eflingarfólk. „Vegna þess að félagi okkar í stjórn Eflingar, Karla Esperanza Barralaga Ocón, mun flytja ræðu á Ingólfstorgi. Ég held það sé í fyrsta skiptið sem aðflutt verkakona ávarpar fundinn á 1. maí í Reykjavík. Þannig þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur,“ segir Sólveig.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira