Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 2. maí 2025 11:30 Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, á hátíðinni í Grindavík í gær þar sem ungir sem aldnir nutu þess í botn að geta leikið sér að nýju í íþróttum í bænum. Stöð 2 Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Íþróttasalurinn í Grindavík hafði verið lokaður almenningi frá því í nóvember 2023 en þar mátti í gær sjá fjölda Grindvíkinga njóta sín í íþróttum, á mikilli hátíðarstund. Á sama tíma var fótboltaæfing í gangi utandyra, á Stakkavíkurvelli, og mætingin í sundlaugina eins og frábærum sumardegi fyrir rýmingu, eins og fjallað var um í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Eins og fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu UMFG og Grindavíkurbæjar í gær er róið að því öllum árum að Grindvíkingar fái nú loks aftur að styðja liðin sín í sínum heimabæ. „Þetta er mjög gleðileg stund. Gaman að það sé opið og gaman að sjá alla krakkana mætta. Þetta er bara eins og þetta var fyrir rýmingu og þetta var gott þá,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í körfubolta, við Aron Guðmundsson sem mætti á afmælishátíðina í gær. „Það er mjög góð tilfinning að sjá líf koma ekki bara í húsið heldur í bæinn. Þetta er vonandi stórt skref í átt að uppbyggingu samfélagsins og bæjarins í heild sinni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, aðalþjálfari karlaliðsins í körfubolta. Samkvæmt yfirlýsingunni í gær mun knattspyrnudeild UMFG spila í Grindavík í sumar og körfuboltaliðin munu svo, ef allt gengur upp, einnig spila í Grindavík á næsta tímabili. Fótboltaæfingin á Stakkavíkurvelli í gær var fyrsta fría æfing Grindvíkinga í töluverðan tíma því félagið hefur þurft að leigja velli og æfingatíma þar sem það hefur boðist. Grindvíkingar munu þó klára yfirstandandi körfuboltaleiktíð í Smáranum í Kópavogi og mæta þar Stjörnunni í afar spennandi undanúrslitaeinvígi í kvöld. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í gær. „Íþróttalífið er stór hluti af þessu góða og geggjaða samfélagi sem við eigum. Það að íþróttaliðin snúi aftur heim verður vonandi stórt skref í átt að því að hér rísi bærinn aftur,“ sagði Jóhann Þór. Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Íþróttasalurinn í Grindavík hafði verið lokaður almenningi frá því í nóvember 2023 en þar mátti í gær sjá fjölda Grindvíkinga njóta sín í íþróttum, á mikilli hátíðarstund. Á sama tíma var fótboltaæfing í gangi utandyra, á Stakkavíkurvelli, og mætingin í sundlaugina eins og frábærum sumardegi fyrir rýmingu, eins og fjallað var um í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Eins og fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu UMFG og Grindavíkurbæjar í gær er róið að því öllum árum að Grindvíkingar fái nú loks aftur að styðja liðin sín í sínum heimabæ. „Þetta er mjög gleðileg stund. Gaman að það sé opið og gaman að sjá alla krakkana mætta. Þetta er bara eins og þetta var fyrir rýmingu og þetta var gott þá,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í körfubolta, við Aron Guðmundsson sem mætti á afmælishátíðina í gær. „Það er mjög góð tilfinning að sjá líf koma ekki bara í húsið heldur í bæinn. Þetta er vonandi stórt skref í átt að uppbyggingu samfélagsins og bæjarins í heild sinni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, aðalþjálfari karlaliðsins í körfubolta. Samkvæmt yfirlýsingunni í gær mun knattspyrnudeild UMFG spila í Grindavík í sumar og körfuboltaliðin munu svo, ef allt gengur upp, einnig spila í Grindavík á næsta tímabili. Fótboltaæfingin á Stakkavíkurvelli í gær var fyrsta fría æfing Grindvíkinga í töluverðan tíma því félagið hefur þurft að leigja velli og æfingatíma þar sem það hefur boðist. Grindvíkingar munu þó klára yfirstandandi körfuboltaleiktíð í Smáranum í Kópavogi og mæta þar Stjörnunni í afar spennandi undanúrslitaeinvígi í kvöld. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í gær. „Íþróttalífið er stór hluti af þessu góða og geggjaða samfélagi sem við eigum. Það að íþróttaliðin snúi aftur heim verður vonandi stórt skref í átt að því að hér rísi bærinn aftur,“ sagði Jóhann Þór.
Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira