Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. maí 2025 09:33 Jóhann Páll Jóhannsson úmhverfis-, orku- og loftslagsráðherra gengur hér inn á fund ríkisstjórnar. Vísir/Anton Brink Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. Um 40 manns á öllum aldri hafa síðan fyrir klukkan níu í morgun staðið á Hverfisgötu og mótmælt brottvísun Oscars. Mótmælendur kyrjuðu meðal annars setninguna „Óskar á heima hér“ þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður á Stöð 2 mætti á svæðið. Í hópi mótmælenda má þá sjá nokkur þekkt andlit. Þeirra á meðal er söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem mótmælir ásamt eiginmanni sínum Edgari Antonio Lucena Angarita. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, var einnig í hópi mótmælenda. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af vettvangi sem Anton Brink tók. „Flóttamenn eru velkomnir.“Vísir/Anton Brink Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson gerðust fósturforeldrar hans. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogotá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Hjónin Edgar Antonio og Páll Óskar voru mættir til að mótmæla.Vísir/Anton Brink Einföld skilaboð.Vísir/Anton Brink Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Um 40 manns á öllum aldri hafa síðan fyrir klukkan níu í morgun staðið á Hverfisgötu og mótmælt brottvísun Oscars. Mótmælendur kyrjuðu meðal annars setninguna „Óskar á heima hér“ þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður á Stöð 2 mætti á svæðið. Í hópi mótmælenda má þá sjá nokkur þekkt andlit. Þeirra á meðal er söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem mótmælir ásamt eiginmanni sínum Edgari Antonio Lucena Angarita. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, var einnig í hópi mótmælenda. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af vettvangi sem Anton Brink tók. „Flóttamenn eru velkomnir.“Vísir/Anton Brink Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson gerðust fósturforeldrar hans. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogotá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Hjónin Edgar Antonio og Páll Óskar voru mættir til að mótmæla.Vísir/Anton Brink Einföld skilaboð.Vísir/Anton Brink
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira