Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. maí 2025 09:33 Jóhann Páll Jóhannsson úmhverfis-, orku- og loftslagsráðherra gengur hér inn á fund ríkisstjórnar. Vísir/Anton Brink Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. Um 40 manns á öllum aldri hafa síðan fyrir klukkan níu í morgun staðið á Hverfisgötu og mótmælt brottvísun Oscars. Mótmælendur kyrjuðu meðal annars setninguna „Óskar á heima hér“ þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður á Stöð 2 mætti á svæðið. Í hópi mótmælenda má þá sjá nokkur þekkt andlit. Þeirra á meðal er söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem mótmælir ásamt eiginmanni sínum Edgari Antonio Lucena Angarita. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, var einnig í hópi mótmælenda. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af vettvangi sem Anton Brink tók. „Flóttamenn eru velkomnir.“Vísir/Anton Brink Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson gerðust fósturforeldrar hans. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogotá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Hjónin Edgar Antonio og Páll Óskar voru mættir til að mótmæla.Vísir/Anton Brink Einföld skilaboð.Vísir/Anton Brink Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Um 40 manns á öllum aldri hafa síðan fyrir klukkan níu í morgun staðið á Hverfisgötu og mótmælt brottvísun Oscars. Mótmælendur kyrjuðu meðal annars setninguna „Óskar á heima hér“ þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður á Stöð 2 mætti á svæðið. Í hópi mótmælenda má þá sjá nokkur þekkt andlit. Þeirra á meðal er söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem mótmælir ásamt eiginmanni sínum Edgari Antonio Lucena Angarita. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, var einnig í hópi mótmælenda. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af vettvangi sem Anton Brink tók. „Flóttamenn eru velkomnir.“Vísir/Anton Brink Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson gerðust fósturforeldrar hans. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogotá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Hjónin Edgar Antonio og Páll Óskar voru mættir til að mótmæla.Vísir/Anton Brink Einföld skilaboð.Vísir/Anton Brink
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira