Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2025 13:51 Jón Óttar Ólafsson, annar eiganda PPP, virðist hafa haldið því fram að Grímur Sigurðsson, lögmaður hjá Landslögum, hafi óskað eftir þjónustu fyrirtækis hans við undirbúning málsóknar á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni. Vísir/Pjetur/Vilhelm Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun. Ítarlega hefur verið fjallað um njósnir sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stunduðu fyrir hönd Björgólfs Thors árið 2012 eftir að Kveikur sagði fyrst frá þeim í vikunni. Njósnirnar tengdust málsókn á hendur Björgólfi sem þá var í undirbúningi og tengdist Landsbankanum. Á meðal þeirra sem njósnað var um var Vilhjálmur Bjarnason sem síðar varð þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann átti frumkvæðið að undirbúningi málsóknarinnar. Í gögnum sem sáust í umfjöllun Kveiks var meðal annars útprentun á glæru um aðdraganda þess að lögreglumennirnir fyrrverandi hófu störf fyrir Björgólf. Hún virðist stafa frá lögreglumönnunum. Þar stendur að þeir hafi fyrst rætt við lögmenn hjá Landslögum um að afla gagna í komandi dómsmáli gegn Björgólfi. Jón Óttar Ólafsson (t.v.) og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn (t.h.) voru starfsmenn sérstaks saksóknara en ráku einnig ráðgjafarfyrirtækið PPP. Á milli þeirra situr Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari hjá sérstökum saksóknara sem Jón Óttar sagði að hefði lagt blessun yfir að þeir störfuðu samhliða fyrir slitastjórn Milestone.Vísir/Anton Samkomulag hefði ekki náðst við Landslög en í framhaldinu hafi þeir haft samband við Birgi Má Ragnarsson, þáverandi framkvæmdastjóra Novators, fjárfestingarfélags sem var að stærstum hluta í eigu Björgólfs. Þeir hefðu svo afhent honum endurgjaldslaust gögn sem þeir teldu nýtast til varnar í málsókninni sem lögmenn Landslaga undirbjuggu á þeim tíma. Tveir lögmenn hjá Landslögum staðfesta við Vísi að það hafi komið til tals að Pars per Pars (PPP slf.), ráðgjafarfyrirtæki lögreglumannanna, ynni að undirbúningi málsóknarinnar gegn Björgólfi. Niðurstaðan hefði verið að óska ekki eftir þjónustu fyrirtækisins. Töldu sig miklu betri í að afla gagna sjálfir Pars per Pars hafði unnið fyrir slitastjórn Milestone sem Grímur Sigurðsson, lögmaður hjá Landslögum, stýrði á sama tíma og þeir unnu í hlutastarfi fyrir embætti sérstaks saksóknara. Þeir unnu skýrslu fyrir slitastjórnina upp úr gögnum sem þrotabúið átti rétt á frá embætti sérstaks saksóknara. Lögreglumennirnir tveir voru síðar kærðir fyrir brot á þagnarskyldu í starfi þegar þeir létu Grím skiptastjóra fá rannsóknargögn um Milestone. Málið var síðar fellt niður. Í skjali Pars per Pars sem sást í umfjöllun Kveiks segir að Grímur hafi farið þess á leit við lögreglumennina að þeir beittu „aðferðarfræði“ sinni til þess að afla gagna í dómsmáli gegn Björgólfi, meðal annars með því að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni. Grímur segir að það hafi komið til tals að Pars per Pars tæki að sér svipuð verkefni og það vann fyrir þrotabú Milestone, að safna gögnum og greina þau. Forsenda þess væri að það væru gögn sem aðstandendur málsóknarinnar ættu rétt á að fá aðgang að. „Ef það á að skilja þessa glæru þannig að ég hafi beðið þá um að gera eitthvað ólöglegt þá er það með öllu rangt,“ segir Grímur við Vísi. Vilhjálmur Bjarnason varð fyrir njósnum fyrrverandi og þáverandi lögreglumanna árið 2012.Stöð 2 Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður hjá Landslögum sem stýrði því sem varð síðar hópmálsókn gegn Björgólfi, segir að Landslög hafi ekki falast eftir þjónustu Pars per Pars og ekki talið hana gagnast sér. „Það snýst bara um að safna saman gögnum sem þeir töldu sig vera einhverja sérfræðinga í en við töldum okkur nú vera miklu betri í sjálfir,“ segir Jóhannes Bjarni. Málsóknin ekki hafin þegar njósnirnar áttu sér stað Þegar njósnir Pars per Pars um Vilhjálm Bjarnason áttu sér stað haustið 2012 var eiginleg málsókn fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum gegn Björgólfi, stærsta eiganda hans, ekki hafin. Landslög unnu þá fyrir Vilhjálm að svonefndu vitnamáli þar sem krafist var skýrslutaka af hópi manna í kringum Björgólf til undirbúnings málsóknar. Í umfjöllun Kveiks kom fram að Björgólfur hefði haft áhuga á að leiða í ljós hverjir stæðu að málsókn gegn honum með Vilhjálmi. Sjálfur hefði hann verið sannfærður um að Róbert Wessmann, fyrrverandi samherji hans og síðar keppinautur, stæði að baki mögulegum málaferlum vegna falls Landsbankans. Hópmálsókn gegn Björgólfi vegna meintra blekkinga hans í garð hluthafa var síðan þingfest árið 2015. Málinu lauk með sátt sem Björgólfur gerði við fyrrverandi hluthafana þar sem hann gekkst þó ekki við ábyrgð á falli bankans. Pars per Pars starfaði einnig fyrir slitastjórn Glitnis eftir að lögreglumennirnir tveir hættu störfum hjá sérstökum saksóknara. Eftir að eigendur félagsins voru kærðir fyrir brot á þagnarskyldu kannaði slitastjórnin hvort að þeir hefðu nýtt sér upplýsingar frá embættinu en taldi ekkert benda til þess, samkvæmt umfjöllun mbl.is frá þessum tíma. Félaginu PPP var slitið haustið 2013, um ári eftir að njósnirnar á vegum Björgólfs áttu sér stað. Fjórum árum síðar var nafni annars ráðgjafarfyrirtækis sem Jón Óttar átti í félagi við Svein Guðmundsson, hæstaréttarlögmann, breytt í PPP slf. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom Sveinn þó aldrei að starfi ráðgjafafyrirtækisins heldur aðstoðaði Jón Óttar aðeins við að koma því á fót sem greiði vegna þáverandi fjölskyldutengsla. Fréttin hefur verið uppfærð. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Landsbankinn Lögreglan Tengdar fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir að mál Lúðvíks Kristinssonar lögreglumanns sem leystur hefur verið frá störfum vegna njósna sé litið alvarlegum augum. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að endurskoða reglur um aukastörf lögreglumanna en forstjóri Persónuverndar segist ekki telja að heimildir til slíks eftirlits yrðu gefnar. F 30. apríl 2025 20:21 Lítur málið mjög alvarlegum augum Þegar lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um efni umfjöllunar Kveiks í gær var málið sent þá þegar, að frumkvæði embættisins, til meðferðar hjá embætti ríkissaksóknara. Í beinu framhaldi var viðkomandi lögreglumaður sendur í leyfi á meðan rannsókn þess fer fram. 30. apríl 2025 16:14 Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum. 30. apríl 2025 13:58 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Ítarlega hefur verið fjallað um njósnir sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stunduðu fyrir hönd Björgólfs Thors árið 2012 eftir að Kveikur sagði fyrst frá þeim í vikunni. Njósnirnar tengdust málsókn á hendur Björgólfi sem þá var í undirbúningi og tengdist Landsbankanum. Á meðal þeirra sem njósnað var um var Vilhjálmur Bjarnason sem síðar varð þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann átti frumkvæðið að undirbúningi málsóknarinnar. Í gögnum sem sáust í umfjöllun Kveiks var meðal annars útprentun á glæru um aðdraganda þess að lögreglumennirnir fyrrverandi hófu störf fyrir Björgólf. Hún virðist stafa frá lögreglumönnunum. Þar stendur að þeir hafi fyrst rætt við lögmenn hjá Landslögum um að afla gagna í komandi dómsmáli gegn Björgólfi. Jón Óttar Ólafsson (t.v.) og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn (t.h.) voru starfsmenn sérstaks saksóknara en ráku einnig ráðgjafarfyrirtækið PPP. Á milli þeirra situr Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari hjá sérstökum saksóknara sem Jón Óttar sagði að hefði lagt blessun yfir að þeir störfuðu samhliða fyrir slitastjórn Milestone.Vísir/Anton Samkomulag hefði ekki náðst við Landslög en í framhaldinu hafi þeir haft samband við Birgi Má Ragnarsson, þáverandi framkvæmdastjóra Novators, fjárfestingarfélags sem var að stærstum hluta í eigu Björgólfs. Þeir hefðu svo afhent honum endurgjaldslaust gögn sem þeir teldu nýtast til varnar í málsókninni sem lögmenn Landslaga undirbjuggu á þeim tíma. Tveir lögmenn hjá Landslögum staðfesta við Vísi að það hafi komið til tals að Pars per Pars (PPP slf.), ráðgjafarfyrirtæki lögreglumannanna, ynni að undirbúningi málsóknarinnar gegn Björgólfi. Niðurstaðan hefði verið að óska ekki eftir þjónustu fyrirtækisins. Töldu sig miklu betri í að afla gagna sjálfir Pars per Pars hafði unnið fyrir slitastjórn Milestone sem Grímur Sigurðsson, lögmaður hjá Landslögum, stýrði á sama tíma og þeir unnu í hlutastarfi fyrir embætti sérstaks saksóknara. Þeir unnu skýrslu fyrir slitastjórnina upp úr gögnum sem þrotabúið átti rétt á frá embætti sérstaks saksóknara. Lögreglumennirnir tveir voru síðar kærðir fyrir brot á þagnarskyldu í starfi þegar þeir létu Grím skiptastjóra fá rannsóknargögn um Milestone. Málið var síðar fellt niður. Í skjali Pars per Pars sem sást í umfjöllun Kveiks segir að Grímur hafi farið þess á leit við lögreglumennina að þeir beittu „aðferðarfræði“ sinni til þess að afla gagna í dómsmáli gegn Björgólfi, meðal annars með því að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni. Grímur segir að það hafi komið til tals að Pars per Pars tæki að sér svipuð verkefni og það vann fyrir þrotabú Milestone, að safna gögnum og greina þau. Forsenda þess væri að það væru gögn sem aðstandendur málsóknarinnar ættu rétt á að fá aðgang að. „Ef það á að skilja þessa glæru þannig að ég hafi beðið þá um að gera eitthvað ólöglegt þá er það með öllu rangt,“ segir Grímur við Vísi. Vilhjálmur Bjarnason varð fyrir njósnum fyrrverandi og þáverandi lögreglumanna árið 2012.Stöð 2 Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður hjá Landslögum sem stýrði því sem varð síðar hópmálsókn gegn Björgólfi, segir að Landslög hafi ekki falast eftir þjónustu Pars per Pars og ekki talið hana gagnast sér. „Það snýst bara um að safna saman gögnum sem þeir töldu sig vera einhverja sérfræðinga í en við töldum okkur nú vera miklu betri í sjálfir,“ segir Jóhannes Bjarni. Málsóknin ekki hafin þegar njósnirnar áttu sér stað Þegar njósnir Pars per Pars um Vilhjálm Bjarnason áttu sér stað haustið 2012 var eiginleg málsókn fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum gegn Björgólfi, stærsta eiganda hans, ekki hafin. Landslög unnu þá fyrir Vilhjálm að svonefndu vitnamáli þar sem krafist var skýrslutaka af hópi manna í kringum Björgólf til undirbúnings málsóknar. Í umfjöllun Kveiks kom fram að Björgólfur hefði haft áhuga á að leiða í ljós hverjir stæðu að málsókn gegn honum með Vilhjálmi. Sjálfur hefði hann verið sannfærður um að Róbert Wessmann, fyrrverandi samherji hans og síðar keppinautur, stæði að baki mögulegum málaferlum vegna falls Landsbankans. Hópmálsókn gegn Björgólfi vegna meintra blekkinga hans í garð hluthafa var síðan þingfest árið 2015. Málinu lauk með sátt sem Björgólfur gerði við fyrrverandi hluthafana þar sem hann gekkst þó ekki við ábyrgð á falli bankans. Pars per Pars starfaði einnig fyrir slitastjórn Glitnis eftir að lögreglumennirnir tveir hættu störfum hjá sérstökum saksóknara. Eftir að eigendur félagsins voru kærðir fyrir brot á þagnarskyldu kannaði slitastjórnin hvort að þeir hefðu nýtt sér upplýsingar frá embættinu en taldi ekkert benda til þess, samkvæmt umfjöllun mbl.is frá þessum tíma. Félaginu PPP var slitið haustið 2013, um ári eftir að njósnirnar á vegum Björgólfs áttu sér stað. Fjórum árum síðar var nafni annars ráðgjafarfyrirtækis sem Jón Óttar átti í félagi við Svein Guðmundsson, hæstaréttarlögmann, breytt í PPP slf. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom Sveinn þó aldrei að starfi ráðgjafafyrirtækisins heldur aðstoðaði Jón Óttar aðeins við að koma því á fót sem greiði vegna þáverandi fjölskyldutengsla. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Landsbankinn Lögreglan Tengdar fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir að mál Lúðvíks Kristinssonar lögreglumanns sem leystur hefur verið frá störfum vegna njósna sé litið alvarlegum augum. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að endurskoða reglur um aukastörf lögreglumanna en forstjóri Persónuverndar segist ekki telja að heimildir til slíks eftirlits yrðu gefnar. F 30. apríl 2025 20:21 Lítur málið mjög alvarlegum augum Þegar lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um efni umfjöllunar Kveiks í gær var málið sent þá þegar, að frumkvæði embættisins, til meðferðar hjá embætti ríkissaksóknara. Í beinu framhaldi var viðkomandi lögreglumaður sendur í leyfi á meðan rannsókn þess fer fram. 30. apríl 2025 16:14 Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum. 30. apríl 2025 13:58 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir að mál Lúðvíks Kristinssonar lögreglumanns sem leystur hefur verið frá störfum vegna njósna sé litið alvarlegum augum. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að endurskoða reglur um aukastörf lögreglumanna en forstjóri Persónuverndar segist ekki telja að heimildir til slíks eftirlits yrðu gefnar. F 30. apríl 2025 20:21
Lítur málið mjög alvarlegum augum Þegar lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um efni umfjöllunar Kveiks í gær var málið sent þá þegar, að frumkvæði embættisins, til meðferðar hjá embætti ríkissaksóknara. Í beinu framhaldi var viðkomandi lögreglumaður sendur í leyfi á meðan rannsókn þess fer fram. 30. apríl 2025 16:14
Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum. 30. apríl 2025 13:58