Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 10:27 Fiskimenn komu að flakinu í mýri í regnskóginum. Getty Fimm manns var komið til bjargar eftir að hafa nauðlent í mýri í Amasonfrumskóginum. Þau höfðu setið föst á baki flugvélar í 36 klukkustundir umsetin af krókódílum sem eru ófáir í mýrum og fljótum regnskógarins. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fiskveiðimenn í Beni-héraði Bólivíu hafi komið að rellunni þar sem hún sat föst í mýri. Hennar og farþeganna hafði verið saknað í tvo sólarhringa og björgunarsveitir höfðu leitað að henni víða en án árangurs. Flugmaður, þrjár konur og eitt barn voru um borð í vélinni þegar hún nauðlenti í mýrinni. Að sögn flugmannsins Andres Velarde bilaði mótor vélarinnar en hún var á leið sinni frá Baures í norðurhluta Bólivíu til Trinidad-borgar. Hann segir vélina hafa skyndilega lækkað flugið og að hann hafi neyðst til að brotlenda í mýri í nágrenni Itanomas-fljóts. Í kjölfar nauðlendingarinnar komu flugmaðurinn og farþegarnir sér fyrir ofan á vélinni en urðu fljótlega vör við fjölda krókódíla sem gerðu sig líklega til að ráðast á þá. Haft er eftir þeim að krókódílar hafi beinlínis umkringt vélina og verið innan við þremur metrum frá þeim þar sem þau sátu föst á baki vélarinnar. Haft er eftir Velarde flugmanni að hann tryði því að bensín sem lak úr tanki vélarinnar hefði haldið krókódílunum í þægilegri fjarlægð og þannig bjargað þeim frá því að eiga nánari kynni við þá. Eiturslöngur hafi jafnframt verið tíðir gestir í mýrinni en hættu sér ekki í bensínmengað vatnið í kringum flakið. „Við gátum ekki drukkið vatn og við gátum ekkert farið vegna krókódílanna,“ er haft eftir honum í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Í kjölfar þess að fiskveiðimenn komu að vélinni var þyrla kölluð út til að bjarga þeim sem föst voru. Þau voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Bólivía Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fiskveiðimenn í Beni-héraði Bólivíu hafi komið að rellunni þar sem hún sat föst í mýri. Hennar og farþeganna hafði verið saknað í tvo sólarhringa og björgunarsveitir höfðu leitað að henni víða en án árangurs. Flugmaður, þrjár konur og eitt barn voru um borð í vélinni þegar hún nauðlenti í mýrinni. Að sögn flugmannsins Andres Velarde bilaði mótor vélarinnar en hún var á leið sinni frá Baures í norðurhluta Bólivíu til Trinidad-borgar. Hann segir vélina hafa skyndilega lækkað flugið og að hann hafi neyðst til að brotlenda í mýri í nágrenni Itanomas-fljóts. Í kjölfar nauðlendingarinnar komu flugmaðurinn og farþegarnir sér fyrir ofan á vélinni en urðu fljótlega vör við fjölda krókódíla sem gerðu sig líklega til að ráðast á þá. Haft er eftir þeim að krókódílar hafi beinlínis umkringt vélina og verið innan við þremur metrum frá þeim þar sem þau sátu föst á baki vélarinnar. Haft er eftir Velarde flugmanni að hann tryði því að bensín sem lak úr tanki vélarinnar hefði haldið krókódílunum í þægilegri fjarlægð og þannig bjargað þeim frá því að eiga nánari kynni við þá. Eiturslöngur hafi jafnframt verið tíðir gestir í mýrinni en hættu sér ekki í bensínmengað vatnið í kringum flakið. „Við gátum ekki drukkið vatn og við gátum ekkert farið vegna krókódílanna,“ er haft eftir honum í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Í kjölfar þess að fiskveiðimenn komu að vélinni var þyrla kölluð út til að bjarga þeim sem föst voru. Þau voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
Bólivía Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira