Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 10:27 Fiskimenn komu að flakinu í mýri í regnskóginum. Getty Fimm manns var komið til bjargar eftir að hafa nauðlent í mýri í Amasonfrumskóginum. Þau höfðu setið föst á baki flugvélar í 36 klukkustundir umsetin af krókódílum sem eru ófáir í mýrum og fljótum regnskógarins. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fiskveiðimenn í Beni-héraði Bólivíu hafi komið að rellunni þar sem hún sat föst í mýri. Hennar og farþeganna hafði verið saknað í tvo sólarhringa og björgunarsveitir höfðu leitað að henni víða en án árangurs. Flugmaður, þrjár konur og eitt barn voru um borð í vélinni þegar hún nauðlenti í mýrinni. Að sögn flugmannsins Andres Velarde bilaði mótor vélarinnar en hún var á leið sinni frá Baures í norðurhluta Bólivíu til Trinidad-borgar. Hann segir vélina hafa skyndilega lækkað flugið og að hann hafi neyðst til að brotlenda í mýri í nágrenni Itanomas-fljóts. Í kjölfar nauðlendingarinnar komu flugmaðurinn og farþegarnir sér fyrir ofan á vélinni en urðu fljótlega vör við fjölda krókódíla sem gerðu sig líklega til að ráðast á þá. Haft er eftir þeim að krókódílar hafi beinlínis umkringt vélina og verið innan við þremur metrum frá þeim þar sem þau sátu föst á baki vélarinnar. Haft er eftir Velarde flugmanni að hann tryði því að bensín sem lak úr tanki vélarinnar hefði haldið krókódílunum í þægilegri fjarlægð og þannig bjargað þeim frá því að eiga nánari kynni við þá. Eiturslöngur hafi jafnframt verið tíðir gestir í mýrinni en hættu sér ekki í bensínmengað vatnið í kringum flakið. „Við gátum ekki drukkið vatn og við gátum ekkert farið vegna krókódílanna,“ er haft eftir honum í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Í kjölfar þess að fiskveiðimenn komu að vélinni var þyrla kölluð út til að bjarga þeim sem föst voru. Þau voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Bólivía Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fiskveiðimenn í Beni-héraði Bólivíu hafi komið að rellunni þar sem hún sat föst í mýri. Hennar og farþeganna hafði verið saknað í tvo sólarhringa og björgunarsveitir höfðu leitað að henni víða en án árangurs. Flugmaður, þrjár konur og eitt barn voru um borð í vélinni þegar hún nauðlenti í mýrinni. Að sögn flugmannsins Andres Velarde bilaði mótor vélarinnar en hún var á leið sinni frá Baures í norðurhluta Bólivíu til Trinidad-borgar. Hann segir vélina hafa skyndilega lækkað flugið og að hann hafi neyðst til að brotlenda í mýri í nágrenni Itanomas-fljóts. Í kjölfar nauðlendingarinnar komu flugmaðurinn og farþegarnir sér fyrir ofan á vélinni en urðu fljótlega vör við fjölda krókódíla sem gerðu sig líklega til að ráðast á þá. Haft er eftir þeim að krókódílar hafi beinlínis umkringt vélina og verið innan við þremur metrum frá þeim þar sem þau sátu föst á baki vélarinnar. Haft er eftir Velarde flugmanni að hann tryði því að bensín sem lak úr tanki vélarinnar hefði haldið krókódílunum í þægilegri fjarlægð og þannig bjargað þeim frá því að eiga nánari kynni við þá. Eiturslöngur hafi jafnframt verið tíðir gestir í mýrinni en hættu sér ekki í bensínmengað vatnið í kringum flakið. „Við gátum ekki drukkið vatn og við gátum ekkert farið vegna krókódílanna,“ er haft eftir honum í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Í kjölfar þess að fiskveiðimenn komu að vélinni var þyrla kölluð út til að bjarga þeim sem föst voru. Þau voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
Bólivía Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira