Fótbolti

Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir er í lykilhlutverki hjá Brøndby.
Ingibjörg Sigurðardóttir er í lykilhlutverki hjá Brøndby. Vísir/Anton

Brøndby vann langþráðan sigur þegar liðið sótti Nordsjælland heim í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Lokatölur 1-3, Brøndby í vil.

Þetta var fyrsti sigur Brøndby í úrslitakeppninni og fyrsti deildarsigur liðsins síðan 23. nóvember í fyrra.

Brøndby er í 3. sæti dönsku deildarinnar með 33 stig, einu stigi á eftir Nordsjælland sem er í 2. sætinu. Tvö efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en liðið í 3. sæti fer í Evrópubikarinn.

Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Brøndby í dag.

Dajan Hashemi skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×