„Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. maí 2025 17:38 Björgúlfur hefur verið í rokksveitinni Spacestation undanfarin þrjú ár og fannst kominn tími á að gefa út eigin tónlist. Rokkarinn Björgúlfur Jes, söngvari Spacestation, gaf nýverið út fyrstu smáskífu sína, „Alltof mikið, stundum“ undir listamannsnafninu Straff. Laginu má lýsa sem fullorðinsútgáfu af „Laginu um það sem er bannað“ og er von á stuttskífu í lok sumars. Undanfarnir mánuðir hafa verið erilsamir hjá Björgúlfi Jes Einarssyni. Hljómsveitin hans, Spacestation, átti lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, gaf út sína fyrstu plötu, RVK Syndrome, 21. mars og lék á tónleikum erlendis. Sjálfur gaf hann svo út sína fyrstu smáskífu undir listamannsnafninu Straff í lok apríl. „Við erum búnir að vera starfandi í Spaceastation í þrjú ár en ég er búinn að vera vinna síðasta eitt og hálfa árið að sólóverkefni þegar ég er ekki með þeim,“ segir Björgúlfur um Straff. Fyrsta afurðin af því sólóverkefni er lagið „Alltof mikið, stundum“ sem er fyrsta smáskífan af væntanlegri stuttskífu sem kemur út í lok sumars. „Ég er búinn að taka það allt upp. Það á bara eftir að hljóðblanda,“ segir Björgúlfur sem er þó ekki búinn að negla dagsetningu útgáfunnar. Fannst hann ekki vera að gera nóg „Spacestation er rosalega skemmtilegt verkefni sem ég verð vonandi í þar til ég dey. En á ákveðinn hátt er það rammabundið,“ segir Björgúlfur um ástæðuna fyrir því að hann ákvað að gefa sjálfur út tónlist. „Tónlist Spacestation mun alltaf vera gítarrokk sem er geggjað og mig langar ekkert að það verði annað en það er,“ segir hann. Sjálfur hlusti hann mikið á tripphopp á borð við Portishead og Massive Attack eða alternatívt rokk eins og Radiohead og Stereolab. „Elektrónískara dót með sinþum og trommuheilum“ eins og hann lýsir því. Spacestation átti góðan marsmánuð, fengu Íslensku tónlistarverðlaunin og gáfu út plötu. „Mér fannst ég ekki vera að gera nóg. Það er allt annað að vinna með bandi. Þá sem ég lag sem þarf að fara í gegnum þrjár-fjórar síur og koma út sem eitthvað allt annað dót,“ segir hann. Straffi lýsir hann sem pönkuðu poppi þar sem gítarinn fær að víkja á kostnað trommuheila, hljóðgervla og grípandi bassa-riffa. „Ég er minna að binda mig inni í einum ramma, það sem gerist gerist,“ segir hann. „Fólk hefur áhyggjur af því að þetta skemmi fyrir Spacestation en það er engan veginn staðan. Spacestation eru virkari sem aldrei fyrr,“ segir Björgúlfur. Fannst Straff of gott til að sóa því Þú notar Straff frekar en þitt eigið. Hvaðan kemur Straffið? „Mér finnst þetta svo geggjað nafn og mig langar ekki að sóa því. Þetta átti að vera nafnið á Spacestation en við náðum ekki saman með það,“ segir Björgúlfur. Það hefur verið nóg að gera hjá Björgúlfi síðustu misseri og nóg framundan. Hugmyndin er að þetta sé ekki bara sólóverkefni heldur sé Straff eins manns hljómsveit þar sem Björgúlfur spilar á öll hljóðfærin. Björgúlfur segir eins-sérhljóða-bönd líka oft góð: Vök, Múr, Blur, Queen og Cream. „Síðan kannski einhvern tímann mun ég gefa út undir nafninu Björgúlfur, því það er alveg flott líka,“ segir hann. Er þetta bara fagurfræðilegt eða er straff í tónlistinni? „Þetta kom til mín fyrst og fremst því mér fannst það hljóma kúl. En maður er líka í eilífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað,“ segir Björgúlfur. Kaldhæðnisleg ádeila á reglugerðarsamfélagið „Alltof mikið, stundum“ kom út 25. apríl og hélt Björgúlfur eins konar útgáfutónleika á Kaffibarnum um síðustu helgi. Björgúlfur deilir á samfélagskröfur í laginu. „Þetta er ádeila á reglugerðirnar sem við lifum sem samfélag lifum eftir. Ég gelti upp kaldhæðnislegum athugasemdum um hvaða reglum þú þarft að fylgja og hvað þú þarft að gera til að passa inn í hópinn. Svo er þetta líka um það sem þú átt ekki að gera til að virðast ekki skrítinn,“ segir Björgúlfur. „Þetta er lagið um það sem er bannað nema fullorðinspælingar,“ bætir hann við. „Þetta er líka smá ádeila á tónlistarsenuna og network-menningu.“ Næsta verkefni Björgúlfs er að klára að hljóðblanda næstu smáskífur og gefa svo út fyrstu stuttskífu Straffs fyrir sumarlok. Framundan hjá Spacestation er síðan nóg að gera; hljómsveitin spilar á The Great Escape í Brighton um miðjan maí, fer í kjölfarið á tónlistarhátíð í Berlín og í haust tekur við tveggja mánaða túr um Evrópu. Tónlist Spacestation einkennist af old school gítarrokki.bjarki björnsson Tónlist Tengdar fréttir Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Strákarnir í Spacestation mættu með pompi og prakt í fiskabúrið hjá X-inu 977. Þar spiluðu þeir nokkur af sínum bestu lögum líkt og All of the Time, Sickening og Can't be mine og þá taka þeir einnig klassískt lag Bjartmars Guðlaugssonar. 5. desember 2024 14:32 Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Undanfarnir mánuðir hafa verið erilsamir hjá Björgúlfi Jes Einarssyni. Hljómsveitin hans, Spacestation, átti lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, gaf út sína fyrstu plötu, RVK Syndrome, 21. mars og lék á tónleikum erlendis. Sjálfur gaf hann svo út sína fyrstu smáskífu undir listamannsnafninu Straff í lok apríl. „Við erum búnir að vera starfandi í Spaceastation í þrjú ár en ég er búinn að vera vinna síðasta eitt og hálfa árið að sólóverkefni þegar ég er ekki með þeim,“ segir Björgúlfur um Straff. Fyrsta afurðin af því sólóverkefni er lagið „Alltof mikið, stundum“ sem er fyrsta smáskífan af væntanlegri stuttskífu sem kemur út í lok sumars. „Ég er búinn að taka það allt upp. Það á bara eftir að hljóðblanda,“ segir Björgúlfur sem er þó ekki búinn að negla dagsetningu útgáfunnar. Fannst hann ekki vera að gera nóg „Spacestation er rosalega skemmtilegt verkefni sem ég verð vonandi í þar til ég dey. En á ákveðinn hátt er það rammabundið,“ segir Björgúlfur um ástæðuna fyrir því að hann ákvað að gefa sjálfur út tónlist. „Tónlist Spacestation mun alltaf vera gítarrokk sem er geggjað og mig langar ekkert að það verði annað en það er,“ segir hann. Sjálfur hlusti hann mikið á tripphopp á borð við Portishead og Massive Attack eða alternatívt rokk eins og Radiohead og Stereolab. „Elektrónískara dót með sinþum og trommuheilum“ eins og hann lýsir því. Spacestation átti góðan marsmánuð, fengu Íslensku tónlistarverðlaunin og gáfu út plötu. „Mér fannst ég ekki vera að gera nóg. Það er allt annað að vinna með bandi. Þá sem ég lag sem þarf að fara í gegnum þrjár-fjórar síur og koma út sem eitthvað allt annað dót,“ segir hann. Straffi lýsir hann sem pönkuðu poppi þar sem gítarinn fær að víkja á kostnað trommuheila, hljóðgervla og grípandi bassa-riffa. „Ég er minna að binda mig inni í einum ramma, það sem gerist gerist,“ segir hann. „Fólk hefur áhyggjur af því að þetta skemmi fyrir Spacestation en það er engan veginn staðan. Spacestation eru virkari sem aldrei fyrr,“ segir Björgúlfur. Fannst Straff of gott til að sóa því Þú notar Straff frekar en þitt eigið. Hvaðan kemur Straffið? „Mér finnst þetta svo geggjað nafn og mig langar ekki að sóa því. Þetta átti að vera nafnið á Spacestation en við náðum ekki saman með það,“ segir Björgúlfur. Það hefur verið nóg að gera hjá Björgúlfi síðustu misseri og nóg framundan. Hugmyndin er að þetta sé ekki bara sólóverkefni heldur sé Straff eins manns hljómsveit þar sem Björgúlfur spilar á öll hljóðfærin. Björgúlfur segir eins-sérhljóða-bönd líka oft góð: Vök, Múr, Blur, Queen og Cream. „Síðan kannski einhvern tímann mun ég gefa út undir nafninu Björgúlfur, því það er alveg flott líka,“ segir hann. Er þetta bara fagurfræðilegt eða er straff í tónlistinni? „Þetta kom til mín fyrst og fremst því mér fannst það hljóma kúl. En maður er líka í eilífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað,“ segir Björgúlfur. Kaldhæðnisleg ádeila á reglugerðarsamfélagið „Alltof mikið, stundum“ kom út 25. apríl og hélt Björgúlfur eins konar útgáfutónleika á Kaffibarnum um síðustu helgi. Björgúlfur deilir á samfélagskröfur í laginu. „Þetta er ádeila á reglugerðirnar sem við lifum sem samfélag lifum eftir. Ég gelti upp kaldhæðnislegum athugasemdum um hvaða reglum þú þarft að fylgja og hvað þú þarft að gera til að passa inn í hópinn. Svo er þetta líka um það sem þú átt ekki að gera til að virðast ekki skrítinn,“ segir Björgúlfur. „Þetta er lagið um það sem er bannað nema fullorðinspælingar,“ bætir hann við. „Þetta er líka smá ádeila á tónlistarsenuna og network-menningu.“ Næsta verkefni Björgúlfs er að klára að hljóðblanda næstu smáskífur og gefa svo út fyrstu stuttskífu Straffs fyrir sumarlok. Framundan hjá Spacestation er síðan nóg að gera; hljómsveitin spilar á The Great Escape í Brighton um miðjan maí, fer í kjölfarið á tónlistarhátíð í Berlín og í haust tekur við tveggja mánaða túr um Evrópu. Tónlist Spacestation einkennist af old school gítarrokki.bjarki björnsson
Tónlist Tengdar fréttir Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Strákarnir í Spacestation mættu með pompi og prakt í fiskabúrið hjá X-inu 977. Þar spiluðu þeir nokkur af sínum bestu lögum líkt og All of the Time, Sickening og Can't be mine og þá taka þeir einnig klassískt lag Bjartmars Guðlaugssonar. 5. desember 2024 14:32 Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Strákarnir í Spacestation mættu með pompi og prakt í fiskabúrið hjá X-inu 977. Þar spiluðu þeir nokkur af sínum bestu lögum líkt og All of the Time, Sickening og Can't be mine og þá taka þeir einnig klassískt lag Bjartmars Guðlaugssonar. 5. desember 2024 14:32