Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 11:02 Sonur fórnarlambsins hefur auðgast á rafmyntum. EPA/Patrick Seeger Faðir manns sem auðgast hefur mjög á sölu rafmynta var frelsaður í lögreglu aðgerð í París í gær. Hann hafði verið frelsissviptur og haldið í gíslingu af glæpasamtökum í tvo sólarhringa gegn gjaldi. Le Monde fjallar um málið en þar kemur fram að á fimmtudaginn síðasta, verkalýðsdaginn, hafi maðurinn sem er ekki nafngreindur í umfjölluninni verið sviptur frelsi sínu í fjórtánda hverfi Parísarborgar. Fjórir grímuklæddir menn réðust að honum á götunni og hífðu hann um borð í flutningabíl. Kröfðust hárrar fjárhæðar Miðillinn hefur eftir ákæruvaldinu á svæðinu að þeir hafi í kjölfarið farið fram á borgun gegn því að manninum yrði sleppt úr haldi sínu. „Fórnarlambið reyndist faðir manns sem auðgast hafði á rafmyntum, og árásinni fylgdi krafa um lausnargjald,“ er haft eftir ákæruvaldinu. Le Parisien greinir svo frá því að árásarmennirnir hafi farið fram á upphæð á bilinu 5 til 7 milljóna evra. Fréttaveitan AFP hefur eftir heimildamanni sínum að upphæðin hafi verið „mjög há.“ Fimm handteknir Í kjölfarið fylgdi umfangsmikil rannsókn og klukkan níu í gærkvöldi á staðartíma lét lögreglan í París til skarar skríða. Fórnarlambinu var haldið föstum í heimili í Essone í útjaðri borgarinnar, sunnar við borgarmörkin. Þegar fórnarlambið hafði endurheimt frelsi sitt var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögregla tekur ekki fram hvert eðli áverka hans er en Le Monde hefur eftir heimildamanni sínum að fingur hafi verið skorinn af honum. Fjórir voru handteknir á vettvangi. Þeir eru fæddir á árunum 1998 til 2005. Fimmti einstaklingurinn, fæddur 1999, var handtekinn við akstur bílsins sem var líklega notaður við framkvæmd frelsissviptingarinnar. Sérstök deild frönsku lögreglunnar sem sér um að bregðast við mannránum og vopnuðum ránum sá um viðbragðið. Heimildamaður Le Monde segir að ljóst væri að frekari limlestinga væri að vænta ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð og afgerandi aðgerðir lögreglunnar. Frakkland Rafmyntir Erlend sakamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Le Monde fjallar um málið en þar kemur fram að á fimmtudaginn síðasta, verkalýðsdaginn, hafi maðurinn sem er ekki nafngreindur í umfjölluninni verið sviptur frelsi sínu í fjórtánda hverfi Parísarborgar. Fjórir grímuklæddir menn réðust að honum á götunni og hífðu hann um borð í flutningabíl. Kröfðust hárrar fjárhæðar Miðillinn hefur eftir ákæruvaldinu á svæðinu að þeir hafi í kjölfarið farið fram á borgun gegn því að manninum yrði sleppt úr haldi sínu. „Fórnarlambið reyndist faðir manns sem auðgast hafði á rafmyntum, og árásinni fylgdi krafa um lausnargjald,“ er haft eftir ákæruvaldinu. Le Parisien greinir svo frá því að árásarmennirnir hafi farið fram á upphæð á bilinu 5 til 7 milljóna evra. Fréttaveitan AFP hefur eftir heimildamanni sínum að upphæðin hafi verið „mjög há.“ Fimm handteknir Í kjölfarið fylgdi umfangsmikil rannsókn og klukkan níu í gærkvöldi á staðartíma lét lögreglan í París til skarar skríða. Fórnarlambinu var haldið föstum í heimili í Essone í útjaðri borgarinnar, sunnar við borgarmörkin. Þegar fórnarlambið hafði endurheimt frelsi sitt var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögregla tekur ekki fram hvert eðli áverka hans er en Le Monde hefur eftir heimildamanni sínum að fingur hafi verið skorinn af honum. Fjórir voru handteknir á vettvangi. Þeir eru fæddir á árunum 1998 til 2005. Fimmti einstaklingurinn, fæddur 1999, var handtekinn við akstur bílsins sem var líklega notaður við framkvæmd frelsissviptingarinnar. Sérstök deild frönsku lögreglunnar sem sér um að bregðast við mannránum og vopnuðum ránum sá um viðbragðið. Heimildamaður Le Monde segir að ljóst væri að frekari limlestinga væri að vænta ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð og afgerandi aðgerðir lögreglunnar.
Frakkland Rafmyntir Erlend sakamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira