Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri mann­auðs hjá Bench­mark Ge­netics

Atli Ísleifsson skrifar
Júlíus Steinn Kristjánsson.
Júlíus Steinn Kristjánsson.

Júlíus Steinn Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs (Global People Director) hjá Benchmark Genetics og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Í tilkynningu segir að Júlíus, sem hefur starfað hefur hjá félaginu í þrjú ár sem mannauðsstjóri yfir Íslandi, muni leiða og þróa mannauðsmál félagsins á heimsvísu, en Benchmark Genetics starfar í sjö löndum; Vietnam, Bretlandi, Noregi, Íslandi, Bandaríkjunum, Chile og Kólumbíu.

„Júlíus er með B.A. gráðu í sálfræði og M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun og er með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á sviði mannauðsstjórnunar, leiðtogafræða og jafnréttismála, bæði hjá íslenskum og alþjóðlegum fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni. 

Ennfremur segir að nýverið hafi Novo Holdings, sem er leiðandi í fjárfestingum á sviði lífvísinda, keypt Benchmark Genetics. 

„Með kaupunum hefst nýr og spennandi kafli í sögu Benchmark Genetics, sem felur í sér aukna nýsköpun, vöxt og styrkari stöðu á sviði erfðatækni fyrir fiskeldi. Fyrirtækið er nú í einkaeigu og hafa höfuðstöðvar þess verið fluttar til Bergen í Noregi.

Benchmark Genetics er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þróun erfðalausna fyrir fiskeldi. Fyrirtækið starfar á sviði kynbóta í laxi og rækju og leggur áherslu á að bæta erfðaeiginleika, tryggja afhendingaröryggi og stuðla að sjálfbærum lausnum. Benchmark Genetics er með starfsemi í helstu fiskeldismörkuðum í Evrópu, Ameríku og Asíu, og þjónustar viðskiptavini í yfir 50 löndum. Fyrirtækið býður einnig upp á arfgerðargreiningar og sérsniðna erfðagreiningaþjónustu fyrir fjölbreyttar tegundir í fiskeldi,“ segir í tilkynningunni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×