Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2025 07:31 Vésteinn Hafsteinsson hefur gegnt starfi afreksstjóra ÍSÍ við góðan orðstír undanfarin tvö ár Vísir/Ívar Það er af persónulegum ástæðum sem Vésteinn Hafsteinsson hverfur nú úr starfi afreksstjóra ÍSÍ eftir að hafa starfað sem slíkur við afar góðan orðstír undanfarin tvö ár. Hann er stoltur af því sem náðst hefur að áorka á þeim tíma. Stórt skref var tekið í umhverfi afrekstarfs í íþróttum hér á landi í gær þegar Afreksmiðstöð Íslands, stjórnstöð afreksíþrótta hér á landi var ýtt úr vör. En opnun afreksmiðstöðvarinnar fylgdu aðrar stórar fréttir því Vésteinn, sem gegnt hefur starfi afreksstjóra ÍSÍ við góðan orðstír undanfarin tvö ár lætur af störfum og tekur við stöðu ráðgjafa innan afreksmiðstöðvarinnar. Það er af persónulegum ástæðum sem Vésteinn breytir nú um vettvang innan ÍSÍ. Kristín Birna Ólafsdóttir tekur við sem afreksstjóri en hún hefur starfað sem sérfræðingur á afrekssviði ÍSÍ síðan 2018, undanfarin tvö ár með Vésteini. „Það eru persónulegar ástæður fyrir því að ég verð búsettur erlendis og kem til landsins öðru hvoru, fylgi þessu verkefni eftir og hjálpa þessu flotta fólki að innleiða þetta. Ég er stoltur af því sem ég hef innleitt á þessum tveimur árum í starfi. Samningur minn við ráðuneytið rann út í síðustu viku og úr varð smá tímapunktur sem passar bara vel við að ég fari í starf á bak við tjöldin og starfi meira beint með íþróttafólkinu sjálfu sem og þjálfurunum. Það er eiginlega þar sem að ég er bestur. Þegar að maður er kominn á þennan aldur og búinn að keyra þetta áfram finnst mér eðlilegt að flott fólk, yngra en ég, eins og Kristín Birna taki við. Hún er vel í stakk búin í að taka við þessu, hefur verið með mér í tvö ár núna og ég hef rosalega mikla trú á unga fólkinu. Unga fólkið leiðir þetta inn í framtíðina með reynslubolta á bak við sig. Þess vegna erum við að ráða inn flotta prófessora og doktora í vinnu. Síðan er ég reynslubolti í íþróttahreyfingunni og verð þá meira á bak við tjöldin. Hjálpa til við að sjá til þess að þetta fari allt vel fram og verði gert eins og á að gera. Ég treysti þessu unga fólki alveg fullkomlega fyrir því að leiða þetta áfram. Við erum að fara ráða fleiri inn og vonandi ungt lið líka. Þetta er góð blanda af reynsluboltum og ungu fólki.“ ÍSÍ Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Stórt skref var tekið í umhverfi afrekstarfs í íþróttum hér á landi í gær þegar Afreksmiðstöð Íslands, stjórnstöð afreksíþrótta hér á landi var ýtt úr vör. En opnun afreksmiðstöðvarinnar fylgdu aðrar stórar fréttir því Vésteinn, sem gegnt hefur starfi afreksstjóra ÍSÍ við góðan orðstír undanfarin tvö ár lætur af störfum og tekur við stöðu ráðgjafa innan afreksmiðstöðvarinnar. Það er af persónulegum ástæðum sem Vésteinn breytir nú um vettvang innan ÍSÍ. Kristín Birna Ólafsdóttir tekur við sem afreksstjóri en hún hefur starfað sem sérfræðingur á afrekssviði ÍSÍ síðan 2018, undanfarin tvö ár með Vésteini. „Það eru persónulegar ástæður fyrir því að ég verð búsettur erlendis og kem til landsins öðru hvoru, fylgi þessu verkefni eftir og hjálpa þessu flotta fólki að innleiða þetta. Ég er stoltur af því sem ég hef innleitt á þessum tveimur árum í starfi. Samningur minn við ráðuneytið rann út í síðustu viku og úr varð smá tímapunktur sem passar bara vel við að ég fari í starf á bak við tjöldin og starfi meira beint með íþróttafólkinu sjálfu sem og þjálfurunum. Það er eiginlega þar sem að ég er bestur. Þegar að maður er kominn á þennan aldur og búinn að keyra þetta áfram finnst mér eðlilegt að flott fólk, yngra en ég, eins og Kristín Birna taki við. Hún er vel í stakk búin í að taka við þessu, hefur verið með mér í tvö ár núna og ég hef rosalega mikla trú á unga fólkinu. Unga fólkið leiðir þetta inn í framtíðina með reynslubolta á bak við sig. Þess vegna erum við að ráða inn flotta prófessora og doktora í vinnu. Síðan er ég reynslubolti í íþróttahreyfingunni og verð þá meira á bak við tjöldin. Hjálpa til við að sjá til þess að þetta fari allt vel fram og verði gert eins og á að gera. Ég treysti þessu unga fólki alveg fullkomlega fyrir því að leiða þetta áfram. Við erum að fara ráða fleiri inn og vonandi ungt lið líka. Þetta er góð blanda af reynsluboltum og ungu fólki.“
ÍSÍ Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira