Viðskipti innlent

Ráðin hag­fræðingur SVÞ

Atli Ísleifsson skrifar
Íris Hannah Atladóttir.
Íris Hannah Atladóttir. SVÞ

Íris Hannah Atladóttir hefur verið ráðin hagfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu.

Í tilkynningu segir að Íris hafi útskrifast með MS í hagfræði frá Erasmus Háskólanum í Rotterdam árið 2015 og BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2014.

„Á starfsferlinum hefur Íris gegnt störfum hagfræðings á skrifstofu skattamála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hún hefur fengist við undirbúning og gerð tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpa en jafnframt átt sæti í starfshópum og nefndum. Íris sat í stjórn Grænu orkunnar f.h. ráðuneytisins auk þess sem hún var starfsmaður verkefnastofu um nýtt fyrirkomulag tekna af vegasamgöngum til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×