Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2025 13:48 Ingvar Jónsson hefur leikið með Víkingi síðan 2020. vísir/diego Markvörðurinn Ingvar Jónsson fór meiddur af velli þegar Víkingur sigraði Fram í Bestu deild karla í gær. Hann segir að meiðslin séu ekki alvarleg og gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Víkinga. Eftir þrjá leiki í röð án sigurs í deild og bikar vann Víkingur 3-2 sigur á Fram í Víkinni í gær. Ingvar fór af velli þegar þrettán mínútur voru eftir, í stöðunni 2-1. Pálmi Rafn Arinbjörnsson tók stöðu hans. „Þetta var bara einhver stífleiki framan í læri sem fór ekki þannig ég tók enga sénsa. Ég held að ég sé ekki tognaður og býst ekki við að þetta sé alvarlegt,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í dag. Hann segist ekki hafa fundið fyrir eymslum í aðdraganda leiksins. „Alls ekki. Þetta kom bara allt í einu í seinni hálfleik. Ég var bara ferskur og góður þannig var mjög óvænt og ég hef aldrei lent í þannig ég ákvað að taka enga sénsa.“ Ingvar hittir sjúkraþjálfara seinna í dag. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að vera klár fyrir næsta leik Víkings sem er gegn FH á sunnudaginn. „Ég býst ekki við að þetta sé langur tími. Stefnan er að vera klár í næsta leik,“ sagði Ingvar. Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar með tíu stig líkt og Vestri og Breiðablik. Ingvar segir að Víkingar séu ágætlega sáttir með byrjunina á tímabilinu. „Þetta hefur verið upp og ofan. Við þurftum að koma okkur í gang eftir tapið í Eyjum og fyrir Aftureldingu. Þetta var smá sjokk fyrir liðið,“ sagði Ingvar. „Menn eru tjaslast saman. Stórir og mikilvægir leikmenn hafa verið á meiðslalistanum en ég hef trú á að við náum að stilla saman strengina aftur og spila betur. Það er gríðarleg breidd í liðinu og menn sem hafa komið inn hafa staðið sig gríðarlega vel. En auðvitað eru þetta stór högg, eins og með Aron Elís Þrándarson og fleiri. Þetta hefur reynt á hópinn en á heildina litið hefur þetta verið allt í lagi og við erum bjartsýnir fyrir framhaldið.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Eftir þrjá leiki í röð án sigurs í deild og bikar vann Víkingur 3-2 sigur á Fram í Víkinni í gær. Ingvar fór af velli þegar þrettán mínútur voru eftir, í stöðunni 2-1. Pálmi Rafn Arinbjörnsson tók stöðu hans. „Þetta var bara einhver stífleiki framan í læri sem fór ekki þannig ég tók enga sénsa. Ég held að ég sé ekki tognaður og býst ekki við að þetta sé alvarlegt,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í dag. Hann segist ekki hafa fundið fyrir eymslum í aðdraganda leiksins. „Alls ekki. Þetta kom bara allt í einu í seinni hálfleik. Ég var bara ferskur og góður þannig var mjög óvænt og ég hef aldrei lent í þannig ég ákvað að taka enga sénsa.“ Ingvar hittir sjúkraþjálfara seinna í dag. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að vera klár fyrir næsta leik Víkings sem er gegn FH á sunnudaginn. „Ég býst ekki við að þetta sé langur tími. Stefnan er að vera klár í næsta leik,“ sagði Ingvar. Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar með tíu stig líkt og Vestri og Breiðablik. Ingvar segir að Víkingar séu ágætlega sáttir með byrjunina á tímabilinu. „Þetta hefur verið upp og ofan. Við þurftum að koma okkur í gang eftir tapið í Eyjum og fyrir Aftureldingu. Þetta var smá sjokk fyrir liðið,“ sagði Ingvar. „Menn eru tjaslast saman. Stórir og mikilvægir leikmenn hafa verið á meiðslalistanum en ég hef trú á að við náum að stilla saman strengina aftur og spila betur. Það er gríðarleg breidd í liðinu og menn sem hafa komið inn hafa staðið sig gríðarlega vel. En auðvitað eru þetta stór högg, eins og með Aron Elís Þrándarson og fleiri. Þetta hefur reynt á hópinn en á heildina litið hefur þetta verið allt í lagi og við erum bjartsýnir fyrir framhaldið.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira