„Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2025 08:00 Sólveig á hliðarlínunni sem þjálfari ÍR þar sem að hún hefur unnið afar gott starf undanfarin þrjú ár. Vísir „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun," segir Sólveig Lára Kjærnested sem hefur, eftir stöðug framfaraskref síðustu þrjú ár með kvennalið ÍR í handbolta, sagt starfi sínu lausu. Óvíst er hvort framhald verði á þjálfaraferli hennar. Sólveig tók við þjálfun ÍR árið 2022 og var það hennar fyrsta starf í þjálfun eftir farsælan feril sem leikmaður lengst af með Stjörnunni og íslenska landsliðinu. Af hverju er komið að leiðarlokum hjá henni og ÍR? „Það er bara komið að ákveðnum tímapunkti í mínu lífi. Þetta er tíma- og orkufrekt, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega skemmtilegt þá krefst þetta mikils af manni. Ég held ég sé að skilja við liðið á góðum stað og að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ segir Sólveig í samtali við íþróttadeild. Undir stjórn Sólveigar Láru síðustu þrjú ár hefur ÍR tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru. Farið upp í úrvalsdeild, komist í undanúrslit í bikar og núna í undanúrslit efstu deildar sem er besti árangur kvennaliðs ÍR í handbolta til þessa. Árangurinn ekki síður ánægjulegur með það fyrir augum að ekki eru mörg ár síðan að uppi var umræða um að leggja niður liðið en sem betur fer varð ekkert af því. „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust. Við erum búnar að taka hvert skrefið á fætur öðru. Ég tek við liðinu í næstefstu deild og þar er okkur spáð fjórða sæti. Við förum hins vegar upp í efstu deild í gegnum umspil eftir frábæra rimmu við Selfoss sem var ákveðinn lykilpunktur fyrir félagið og þetta lið. Við náum svo góðu tímabili í fyrra og komum inn með aðeins meiri pressu á okkur á nýafstöðnu tímabili. Það er erfitt að koma ekki á óvart og fara í gegnum annað árið í efstu deild en stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eru mjög nálægt því að festa sig virkilega í sessi í þessari deild sem er frábær árangur.“ Sólveig sem er alinn upp hjá ÍR en spilaði lengst af með liði Stjörnunnar sem og íslenska landsliðinu, ætlaði sér ekki að fara í þjálfun á sínum tíma en sér ekki eftir að hafa tekið skrefið þangað í dag. „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun, að hafa tekið skrefið. Þetta kom alveg á óvart á sínum tíma. Hugurinn leitaði ekkert þangað. Kannski er maður alltaf að gera lítið úr sjálfum sér og hafði kannski ekki beint trú á að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. En það var mannskapur hérna hjá félaginu sem barði í mig trú og var viss um að ég gæti þetta. Ég er þeim aðilum ótrúlega þakklát. Ég er svo þakklát fyrir þessi þrjú ár, fólkið sem ég hef búin að fá að kynnast hérna og vináttuna sem hefur myndast. Ég gæti ekki verið sáttari.“ Brotthvarf Sólveigar á ekki að þýða endastöð góðs árangurs fyrir vel mannað lið ÍR „Ég veit að þeim á eftir að vegna vel. Þessi hópur og þetta lið er frábært. Samheldnin í þessu liði er einstök og ég veit það með nokkurri vissu núna að þeim muni vegna vel. Hver sem tekur við mínu starfi er með frábært lið í höndunum. Það er mjög dýrmætt fyrir mig að geta komið inn í þetta og skilið núna við liðið á þessum stað.“ Óvíst er hvað tekur við á þjálfaraferli Sólveigar eða hvort hann yfir höfuð haldi áfram. „Eins og þetta horfir við mér í dag er ég að fara kúpla mig aðeins út. Hlúa aðeins að sjálfri mér og fjölskyldunni, þeim verkefnum sem við erum að fást við. Olís-deild kvenna Handbolti ÍR Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira
Sólveig tók við þjálfun ÍR árið 2022 og var það hennar fyrsta starf í þjálfun eftir farsælan feril sem leikmaður lengst af með Stjörnunni og íslenska landsliðinu. Af hverju er komið að leiðarlokum hjá henni og ÍR? „Það er bara komið að ákveðnum tímapunkti í mínu lífi. Þetta er tíma- og orkufrekt, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega skemmtilegt þá krefst þetta mikils af manni. Ég held ég sé að skilja við liðið á góðum stað og að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ segir Sólveig í samtali við íþróttadeild. Undir stjórn Sólveigar Láru síðustu þrjú ár hefur ÍR tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru. Farið upp í úrvalsdeild, komist í undanúrslit í bikar og núna í undanúrslit efstu deildar sem er besti árangur kvennaliðs ÍR í handbolta til þessa. Árangurinn ekki síður ánægjulegur með það fyrir augum að ekki eru mörg ár síðan að uppi var umræða um að leggja niður liðið en sem betur fer varð ekkert af því. „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust. Við erum búnar að taka hvert skrefið á fætur öðru. Ég tek við liðinu í næstefstu deild og þar er okkur spáð fjórða sæti. Við förum hins vegar upp í efstu deild í gegnum umspil eftir frábæra rimmu við Selfoss sem var ákveðinn lykilpunktur fyrir félagið og þetta lið. Við náum svo góðu tímabili í fyrra og komum inn með aðeins meiri pressu á okkur á nýafstöðnu tímabili. Það er erfitt að koma ekki á óvart og fara í gegnum annað árið í efstu deild en stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eru mjög nálægt því að festa sig virkilega í sessi í þessari deild sem er frábær árangur.“ Sólveig sem er alinn upp hjá ÍR en spilaði lengst af með liði Stjörnunnar sem og íslenska landsliðinu, ætlaði sér ekki að fara í þjálfun á sínum tíma en sér ekki eftir að hafa tekið skrefið þangað í dag. „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun, að hafa tekið skrefið. Þetta kom alveg á óvart á sínum tíma. Hugurinn leitaði ekkert þangað. Kannski er maður alltaf að gera lítið úr sjálfum sér og hafði kannski ekki beint trú á að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. En það var mannskapur hérna hjá félaginu sem barði í mig trú og var viss um að ég gæti þetta. Ég er þeim aðilum ótrúlega þakklát. Ég er svo þakklát fyrir þessi þrjú ár, fólkið sem ég hef búin að fá að kynnast hérna og vináttuna sem hefur myndast. Ég gæti ekki verið sáttari.“ Brotthvarf Sólveigar á ekki að þýða endastöð góðs árangurs fyrir vel mannað lið ÍR „Ég veit að þeim á eftir að vegna vel. Þessi hópur og þetta lið er frábært. Samheldnin í þessu liði er einstök og ég veit það með nokkurri vissu núna að þeim muni vegna vel. Hver sem tekur við mínu starfi er með frábært lið í höndunum. Það er mjög dýrmætt fyrir mig að geta komið inn í þetta og skilið núna við liðið á þessum stað.“ Óvíst er hvað tekur við á þjálfaraferli Sólveigar eða hvort hann yfir höfuð haldi áfram. „Eins og þetta horfir við mér í dag er ég að fara kúpla mig aðeins út. Hlúa aðeins að sjálfri mér og fjölskyldunni, þeim verkefnum sem við erum að fást við.
Olís-deild kvenna Handbolti ÍR Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira