Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 10:46 Mikil reiði er í Pakistan vegna árása Indverja þar í gærkvöldi. AP/Muhammad Sajjad Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. Eftir fund þjóðaröryggisráðs Pakistan í morgun var því lýst yfir að her ríkisins hefði heimild til að bregðast við þessum árásum og hefna fyrir brot Indverja gegn fullveldi Pakistan. Ekki var sagt hvenær von væri á þessum viðbrögðum að öðru leyti en að þau yrðu framkvæmd þegar hentaði. Þjóðaröryggisráðið sagði eftir fundinn að Indverjar hefðu kveikt bál á svæðinu og þeir bæru einir ábyrgð á afleiðingunum. Fundurinn í morgun var haldinn í kjölfar þess að Indverjar skutu 24 eldflaugum að skotmörkum í Kasmír-héraði, þeim hluta sem stjórnað er af Pakistan, og annars staðar í Pakistan en ráðamenn í Indlandi segja árásirnar hafa verið fyrirbyggjandi þar sem þeir hafi fengið upplýsingar um yfirvofandi árásir vígamanna. Indverjar segja árásirnar hafa beinst að búðum hryðjuverkamanna tveggja hópa sem kallast Lashkar-e-Taiba og Jaish-e-Mohammed. Sjö búðir eiga að hafa verið undir stjórn LeT og tvær undir stjórn JeM. Báðir hóparnir berjast gegn stjórn Indverja á Kasmír-héraði og hafa staðið að fjölmörgum hryðjuverkaárásum í gegnum árin. Loftárásirnar í gærkvöldi voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn LeT 26 myrtu indverska ferðamenn Indlands-megin í Kasmírhéraði en Indverjar hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að styðja við umrædda hryðjuverkahópa og aðra. Árásirnar stóðu yfir í um 25 mínútur og beindust að níu skotmörkum, samkvæmt Indverjum. Pakistanar segjast hafa skotið niður fimm herþotur Indverja. Í kjölfarið svöruðu Pakistanar með stórskotaliðsárásum, sem Indverjar svöruðu svo einnig og eru óbreyttir borgarar sagðir hafa fallið í þessari skothríð þvers og kruss yfir landamærin. Vitað er til þess að að minnsta kosti þrjár þotur hröpuðu Indlandsmegin við landamæri ríkjanna. Yfirlýsing, sem ku vera frá leiðtoga JeM sem heitir Masood Azhar, var birt í morgun. Þar segist hann hafa misst tíu fjölskyldumeðlimi í árásum Indverja og þar á meðal systur sína, mág, og frændur og frænkur. Azhar heitir hefndum gegn Indverjum. Reuters segir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vinna í því að skoða þá staði sem árásir voru gerðar á í gærkvöldi. Pakistanar segja allavega eina mosku hafa orðið fyrir eldflaug. Pakistanskur þingmaður hefur kallað eftir því að eldflaugum verði í staðinn skotið að indverskum stíflum eða bænahúsum. Hann segir 24 eldflaugum hafa verið skotið að Pakistan og því eigi að svara með því að skjóta 48 eldflaugum að Indlandi. یا تو انڈیا کے ڈیموں پر حملہ کیا جائے یا پھر جس طرح ہماری مساجد گرائی گئی ہیں انڈیا کے دو تین مندر گرائے جائیں 24 میزائل پاکستان پر چلے ہیں 48 میزائل انڈیا پر چلائے جائیں ۔صاحبزادہ حامد رضا pic.twitter.com/aAnb1qKM2D— Farid Malik (@FaridMalikPK) May 7, 2025 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Tvö af þessum stríðum hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom. Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Eftir fund þjóðaröryggisráðs Pakistan í morgun var því lýst yfir að her ríkisins hefði heimild til að bregðast við þessum árásum og hefna fyrir brot Indverja gegn fullveldi Pakistan. Ekki var sagt hvenær von væri á þessum viðbrögðum að öðru leyti en að þau yrðu framkvæmd þegar hentaði. Þjóðaröryggisráðið sagði eftir fundinn að Indverjar hefðu kveikt bál á svæðinu og þeir bæru einir ábyrgð á afleiðingunum. Fundurinn í morgun var haldinn í kjölfar þess að Indverjar skutu 24 eldflaugum að skotmörkum í Kasmír-héraði, þeim hluta sem stjórnað er af Pakistan, og annars staðar í Pakistan en ráðamenn í Indlandi segja árásirnar hafa verið fyrirbyggjandi þar sem þeir hafi fengið upplýsingar um yfirvofandi árásir vígamanna. Indverjar segja árásirnar hafa beinst að búðum hryðjuverkamanna tveggja hópa sem kallast Lashkar-e-Taiba og Jaish-e-Mohammed. Sjö búðir eiga að hafa verið undir stjórn LeT og tvær undir stjórn JeM. Báðir hóparnir berjast gegn stjórn Indverja á Kasmír-héraði og hafa staðið að fjölmörgum hryðjuverkaárásum í gegnum árin. Loftárásirnar í gærkvöldi voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn LeT 26 myrtu indverska ferðamenn Indlands-megin í Kasmírhéraði en Indverjar hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að styðja við umrædda hryðjuverkahópa og aðra. Árásirnar stóðu yfir í um 25 mínútur og beindust að níu skotmörkum, samkvæmt Indverjum. Pakistanar segjast hafa skotið niður fimm herþotur Indverja. Í kjölfarið svöruðu Pakistanar með stórskotaliðsárásum, sem Indverjar svöruðu svo einnig og eru óbreyttir borgarar sagðir hafa fallið í þessari skothríð þvers og kruss yfir landamærin. Vitað er til þess að að minnsta kosti þrjár þotur hröpuðu Indlandsmegin við landamæri ríkjanna. Yfirlýsing, sem ku vera frá leiðtoga JeM sem heitir Masood Azhar, var birt í morgun. Þar segist hann hafa misst tíu fjölskyldumeðlimi í árásum Indverja og þar á meðal systur sína, mág, og frændur og frænkur. Azhar heitir hefndum gegn Indverjum. Reuters segir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vinna í því að skoða þá staði sem árásir voru gerðar á í gærkvöldi. Pakistanar segja allavega eina mosku hafa orðið fyrir eldflaug. Pakistanskur þingmaður hefur kallað eftir því að eldflaugum verði í staðinn skotið að indverskum stíflum eða bænahúsum. Hann segir 24 eldflaugum hafa verið skotið að Pakistan og því eigi að svara með því að skjóta 48 eldflaugum að Indlandi. یا تو انڈیا کے ڈیموں پر حملہ کیا جائے یا پھر جس طرح ہماری مساجد گرائی گئی ہیں انڈیا کے دو تین مندر گرائے جائیں 24 میزائل پاکستان پر چلے ہیں 48 میزائل انڈیا پر چلائے جائیں ۔صاحبزادہ حامد رضا pic.twitter.com/aAnb1qKM2D— Farid Malik (@FaridMalikPK) May 7, 2025 Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Tvö af þessum stríðum hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom.
Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira