Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 22:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti blaðamenn við hlið Gianni Infantino, forseta FIFA. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti er spenntur fyrir komandi heimsmeistarakeppni í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexikó og Kanada næsta sumar. Nýjasta útspil Trump er að blanda heimsmeistaramótinu inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna. Trump finnst að möguleg þátttaka á heimsmeistaramótinu í fótbolta 2016 ætti að vera næg hvatning fyrir Rússa til að enda Úkraínustríðið. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 og stríðið hefur því staðið yfir í meira en þrjú ár. Rússneskum landsliðum og félagsliðum hefur síðan verið meinuð þátttaka í keppnum á vegnum Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undankeppni HM 2026 er hafin en 45 sæti eru í boði auk gestgjafanna þriggja. Trump sagðist ekki hafa vitað af því að Rússar mættu ekki taka þátt í HM 2026 en stakk upp á því að það væri hægt að bjarga því ef þeir enda stríðið í Úkraínu. „Ég vissi það ekki. Er þetta rétt? Getur þú útskýrt þetta,“ sagði Donaldo Trump á blaðamannafundi og beindi orðum sínum til Gianni Infantino, forseta FIFA, sem var með honum á fundinum. „Það er rétt. Þeim var meinuð þátttaka en við vonumst öll eftir að það gerist eitthvað jákvætt og að við fáum frið þannig að Rússar megi aftur vera með,“ sagði Infantino. „Það er mögulegt. Það væri góð hvatning, ekki satt?,“ sagði Trump. „Við viljum að þeir hætti. Fimm þúsund manns eru að deyja á viku og það er hreinlega erfitt að trúa þeim tölum. Við verðum að enda þetta stríð,“ sagði Trump. "Hey, that could be a good incentive, right?"Donald Trump says reinstating Russia for the 2026 World Cup could end the war in Ukraine. pic.twitter.com/TfchXkqRHI— BBC Sport (@BBCSport) May 7, 2025 HM 2026 í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Sjá meira
Nýjasta útspil Trump er að blanda heimsmeistaramótinu inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna. Trump finnst að möguleg þátttaka á heimsmeistaramótinu í fótbolta 2016 ætti að vera næg hvatning fyrir Rússa til að enda Úkraínustríðið. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 og stríðið hefur því staðið yfir í meira en þrjú ár. Rússneskum landsliðum og félagsliðum hefur síðan verið meinuð þátttaka í keppnum á vegnum Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undankeppni HM 2026 er hafin en 45 sæti eru í boði auk gestgjafanna þriggja. Trump sagðist ekki hafa vitað af því að Rússar mættu ekki taka þátt í HM 2026 en stakk upp á því að það væri hægt að bjarga því ef þeir enda stríðið í Úkraínu. „Ég vissi það ekki. Er þetta rétt? Getur þú útskýrt þetta,“ sagði Donaldo Trump á blaðamannafundi og beindi orðum sínum til Gianni Infantino, forseta FIFA, sem var með honum á fundinum. „Það er rétt. Þeim var meinuð þátttaka en við vonumst öll eftir að það gerist eitthvað jákvætt og að við fáum frið þannig að Rússar megi aftur vera með,“ sagði Infantino. „Það er mögulegt. Það væri góð hvatning, ekki satt?,“ sagði Trump. „Við viljum að þeir hætti. Fimm þúsund manns eru að deyja á viku og það er hreinlega erfitt að trúa þeim tölum. Við verðum að enda þetta stríð,“ sagði Trump. "Hey, that could be a good incentive, right?"Donald Trump says reinstating Russia for the 2026 World Cup could end the war in Ukraine. pic.twitter.com/TfchXkqRHI— BBC Sport (@BBCSport) May 7, 2025
HM 2026 í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn