Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 20:42 Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjörís, segir ekkert hæft í ásökunum um að eldflaugar fyrirtækisins hafi minnkað. Framkvæmdastjóri Kjöríss segir ísflaugar fyrirtækisins ekki hafa verið minnkaðar. Hins vegar hafi Lúxus karamellupinnar verið minnkaðir um tíu millilítra fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann gat ekki svarað því hvort verð hafi lækkað samhliða minnkuninni. Á Facebook-grúppunni Vertu á verði - eftirlit með verðlagi birti Þór Skjaldberg í lok apríl mynd af íspinna frá Kjörís sem mældist tíu sentímetrar og skrifaði við hana: „Kjörís búin að minnka eldflaugarnar um ca 20%, gleymdu að lækka verðið.“ Töluverðar umræður sköpuðust um færsluna. Einhverjir tóku undir orð Þórs, aðrir hneyksluðust og svo bentu einhverjir á að samanburðinn vantaði, það vantaði að sjá hvað íspinninn hefði verið stór áður. „Sæll Þór. Þessar flaugar eru 50 ml eins og þær hafa verið. Kær kveðja Elías starfsmaður Kjörís,“ skrifaði Elías Þór Þorvarðarson við færsluna. Myndin sem birtist á verðlagseftirlitsgrúppunni. Flaugin haldist óbreytt í áraraðir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss, ræddi þessar ásakanir um magnskerðingu í Reykjavík síðdegis í dag og sagði Kjörís hafa orðið varan við umræðuna. Hvað segirðu við þessum ásökunum? „Það er ekkert hæft í því, flaugin okkar er búin að vera eins og í sama magni í áraraðir. Hún á að vera 50 millílítrar ef allt er rétt. Það hefur verið svoleiðis og ekkert breytt í því,“ sagði Valdimar. Manstu hvað hún er í sentímetrum talið? „Nei, ég man það nú ekki nákvæmlega. Það er þá ekki nema það komi einstaka slys allt í einu sem veldur því. Það á ekki að koma fyrir,“ sagði hann. Lúxupinnar minnkaðir Valdimar viðurkenndi hins vegar að breytingar hefðu verið gerðar á Lúxuspinna Kjöríss. „Við gerðum breytingu fyrir einu og hálfu ári síðan á honum. Þá minnkuðu við hann úr 90 í 80 millílítra. Það var nú svona tæknilegs eðlis þegar við keyptum nýja vél til að sinna okkar sem framleiðir í meira magni,“ sagði Valdimar. Lækkaði verðið eitthvað í kjölfarið? „Þetta var nú örugglega á þeim tíma sem verð var á mjög mikilli ferð í verðbólgutímanum. Ég man nú ekki hvort hann lækkaði en þetta er alltaf á svolítilli ferð hjá okkur,“ sagði hann. Ísinn varð smjörkremslegur eftir saumaklúbb Valdimar segir Kjörís fá mikið af ábendingu um alla mögulega hluti, bæði jákvæð skilaboð og um það sem betur megi fara. „Í framleiðslu þar sem við erum að framleiða fleiri fleiri þúsund pinna á klukkutíma er möguleiki á að það slæðist einn og einn sem er ekki við þann standard sem við vijum. En þá fáum við oft ábendingar með það og bætum fólki það,“ sagði hann. Valdimar man eftir fjölmörgum skemmtilegum ábendingum. „Sérstaklega man ég nú eftir einni þegar var kvartað yfir vanillumjúkís og hann væri bara eins og smjörkrem. Þá hafði eiginkonan verði með saumaklúbb kvöldið áður, klárað ísinn og sett afganginn af smjörkreminu í dósina og endurnýtt hana. En eiginmaðurinn ætlaði að fá sér ís kvöldið eftir og var ósáttur við bragðið,“ sagði Valdimar. Maðurinn hafi verið heldur sneypulegur þegar það uppgötvaðist að sögn Valdimars. Ís Neytendur Matvælaframleiðsla Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Á Facebook-grúppunni Vertu á verði - eftirlit með verðlagi birti Þór Skjaldberg í lok apríl mynd af íspinna frá Kjörís sem mældist tíu sentímetrar og skrifaði við hana: „Kjörís búin að minnka eldflaugarnar um ca 20%, gleymdu að lækka verðið.“ Töluverðar umræður sköpuðust um færsluna. Einhverjir tóku undir orð Þórs, aðrir hneyksluðust og svo bentu einhverjir á að samanburðinn vantaði, það vantaði að sjá hvað íspinninn hefði verið stór áður. „Sæll Þór. Þessar flaugar eru 50 ml eins og þær hafa verið. Kær kveðja Elías starfsmaður Kjörís,“ skrifaði Elías Þór Þorvarðarson við færsluna. Myndin sem birtist á verðlagseftirlitsgrúppunni. Flaugin haldist óbreytt í áraraðir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss, ræddi þessar ásakanir um magnskerðingu í Reykjavík síðdegis í dag og sagði Kjörís hafa orðið varan við umræðuna. Hvað segirðu við þessum ásökunum? „Það er ekkert hæft í því, flaugin okkar er búin að vera eins og í sama magni í áraraðir. Hún á að vera 50 millílítrar ef allt er rétt. Það hefur verið svoleiðis og ekkert breytt í því,“ sagði Valdimar. Manstu hvað hún er í sentímetrum talið? „Nei, ég man það nú ekki nákvæmlega. Það er þá ekki nema það komi einstaka slys allt í einu sem veldur því. Það á ekki að koma fyrir,“ sagði hann. Lúxupinnar minnkaðir Valdimar viðurkenndi hins vegar að breytingar hefðu verið gerðar á Lúxuspinna Kjöríss. „Við gerðum breytingu fyrir einu og hálfu ári síðan á honum. Þá minnkuðu við hann úr 90 í 80 millílítra. Það var nú svona tæknilegs eðlis þegar við keyptum nýja vél til að sinna okkar sem framleiðir í meira magni,“ sagði Valdimar. Lækkaði verðið eitthvað í kjölfarið? „Þetta var nú örugglega á þeim tíma sem verð var á mjög mikilli ferð í verðbólgutímanum. Ég man nú ekki hvort hann lækkaði en þetta er alltaf á svolítilli ferð hjá okkur,“ sagði hann. Ísinn varð smjörkremslegur eftir saumaklúbb Valdimar segir Kjörís fá mikið af ábendingu um alla mögulega hluti, bæði jákvæð skilaboð og um það sem betur megi fara. „Í framleiðslu þar sem við erum að framleiða fleiri fleiri þúsund pinna á klukkutíma er möguleiki á að það slæðist einn og einn sem er ekki við þann standard sem við vijum. En þá fáum við oft ábendingar með það og bætum fólki það,“ sagði hann. Valdimar man eftir fjölmörgum skemmtilegum ábendingum. „Sérstaklega man ég nú eftir einni þegar var kvartað yfir vanillumjúkís og hann væri bara eins og smjörkrem. Þá hafði eiginkonan verði með saumaklúbb kvöldið áður, klárað ísinn og sett afganginn af smjörkreminu í dósina og endurnýtt hana. En eiginmaðurinn ætlaði að fá sér ís kvöldið eftir og var ósáttur við bragðið,“ sagði Valdimar. Maðurinn hafi verið heldur sneypulegur þegar það uppgötvaðist að sögn Valdimars.
Ís Neytendur Matvælaframleiðsla Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur