Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2025 10:02 Egill Logi Jónasson gengur undir listamannsnafninu Drengurinn Fengurinn. Hér er hann með Berglindi Häsler, formanni minningarsjóðsins. Þórunn Hafstað Egill Logi Jónasson, sem gengur undir listamannsnafninu Drengurinn Fengurinn, hefur hlotið einnar milljón króna styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Eysteinssonar í ár, til að vinna að verkefninu Dreamboy Syndicate. Í tilkynningu frá aðstandendum minningarsjóðsins segir að Dreamboy Syndicate haldi utan um alla listsköpun Egils Loga sem búi og starfi á Akureyri. „Egill er mjög afkastamikill listamaður sem leggur bæði stund á myndlist og tónlist og hefur gefið út fjölmargar breiðskífur. Innan verkefnisins er einnig prentverk, tónlistarútgáfa, tónleikahald, hljóðver, norrænt samstarf og fleira,“ segir í tilkynningunni. Egill lýsir sköpun sinni þannig: „Mér finnst mikilvægt að láta verkin tala og því er ég mikið að vinna með það að láta vaða. Það geri ég til að vera á undan sjálfsefanum. Það sem einkennir mína list og tónlist er kannski að ég er ekkert endilega að vinna verk þangað til að ég tel að þau séu fullkomin. Ég hef reynt það en þá endar maður oftast á því að festast í óöryggi og skilar svo kannski engu af sér. Ég held að það sé vaxandi löngun í mannleg og hrá verk á tímum gervigreindar og fullkomnunar. Tölvur eru fullkomnar, fólk er gallað og það er fallegt,“ er haft eftir Agli. Egill Logi með stjórnarmönnum minningarsjóðsins.Þórunn Hafstað „Stjórn Minningarsjóðs Svavars Péturs Eysteinssonar styður því með stolti við verkefnið en hátt í fjörtíu umsóknir bárust í sjóðinn í ár. Í rökstuðningi stjórnar segir: Verkefnið er frumkvöðlastarf sem er keyrt áfram af miklum drifkrafti, hugsjón og skýrri sýn. Verkefnið er jafnframt vel afmarkað og með skýra áætlun. Minningarsjóður Svavars Péturs var stofnaður árið 2023 með það að leiðarljósi að halda minningu einstaks listamanns á lofti, en Svavar Pétur lést úr krabbameini 29. september árið 2022. Svavar Pétur var best þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Hann var einstaklega krafmikill, vinnusamur, fjölhæfur og framtakssamur tónlistarmaður, myndlistarmaður, hönnuður, matvælaframleiðandi, frumkvöðull og bóndi sem veitti fjölda fólks innblástur með verkum sínum og vinnu, hugmyndauðgi, kjarki og þori. Markmið sjóðsins er að styðja við listamenn og frumkvöðla sem vinna með einhverjum hætti í sama anda og Svavar Pétur. Stjórn sjóðsins hefur unnið ötullega að fjármögnun hans með fjölmörgum verkefnum,“ segir í tilkynningunni. Þórunn Hafstað Í samstarfi við 66°Norður var gerð flíspeysuútgáfa af Haustpeysu Prinsins. „Peysan var hönnuð af Svavari Pétri í samstarfi við 66°Norður, og var ágóði af sölu tileinkaður sjóðnum. Einnig stóð stjórn sjóðsins fyrir Hátíð hirðarinnar: Afmælistónleikum Prins Póló, þar sem fjölmargir tónlistarmenn komu fram og gáfu vinnu sína fyrir málstaðinn. Þá var myndaður Hlaupahópur Hirðarinnar þar sem galvaskir hlauparar hlupu og söfnuðu áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Og að sjálfsögðu verður aftur hlaupið fyrir Minningarsjóðinn í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Aðstandendur Minningarsjóðsins eru afar þakklátir öllum þeim sem hafa lagt fram vinnu í þágu sjóðsins, lagt til fé og/eða tekið þátt í öllum þessum verkefnum. Þeim sem vilja leggja sjóðnum lið með samstarfi, vinnuframlagi eða einhverju allt öðru er bent á að hafa samband, havari@havari.is. Þau sem vilja styðja við sjóðinn með fjárframlagi er bent á að millifæra á reikning: 0133-26-9936 kt. 650423-2830,“ segir í tilkynningunni. Stjórn sjóðsins skipa: Berglind Häsler, formaður Elsa Þórey Eysteinsdóttir, framkvæmdastjóri Benedikt Hermann Hermannsson Björn Kristjánsson Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir Tónlist Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Í tilkynningu frá aðstandendum minningarsjóðsins segir að Dreamboy Syndicate haldi utan um alla listsköpun Egils Loga sem búi og starfi á Akureyri. „Egill er mjög afkastamikill listamaður sem leggur bæði stund á myndlist og tónlist og hefur gefið út fjölmargar breiðskífur. Innan verkefnisins er einnig prentverk, tónlistarútgáfa, tónleikahald, hljóðver, norrænt samstarf og fleira,“ segir í tilkynningunni. Egill lýsir sköpun sinni þannig: „Mér finnst mikilvægt að láta verkin tala og því er ég mikið að vinna með það að láta vaða. Það geri ég til að vera á undan sjálfsefanum. Það sem einkennir mína list og tónlist er kannski að ég er ekkert endilega að vinna verk þangað til að ég tel að þau séu fullkomin. Ég hef reynt það en þá endar maður oftast á því að festast í óöryggi og skilar svo kannski engu af sér. Ég held að það sé vaxandi löngun í mannleg og hrá verk á tímum gervigreindar og fullkomnunar. Tölvur eru fullkomnar, fólk er gallað og það er fallegt,“ er haft eftir Agli. Egill Logi með stjórnarmönnum minningarsjóðsins.Þórunn Hafstað „Stjórn Minningarsjóðs Svavars Péturs Eysteinssonar styður því með stolti við verkefnið en hátt í fjörtíu umsóknir bárust í sjóðinn í ár. Í rökstuðningi stjórnar segir: Verkefnið er frumkvöðlastarf sem er keyrt áfram af miklum drifkrafti, hugsjón og skýrri sýn. Verkefnið er jafnframt vel afmarkað og með skýra áætlun. Minningarsjóður Svavars Péturs var stofnaður árið 2023 með það að leiðarljósi að halda minningu einstaks listamanns á lofti, en Svavar Pétur lést úr krabbameini 29. september árið 2022. Svavar Pétur var best þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Hann var einstaklega krafmikill, vinnusamur, fjölhæfur og framtakssamur tónlistarmaður, myndlistarmaður, hönnuður, matvælaframleiðandi, frumkvöðull og bóndi sem veitti fjölda fólks innblástur með verkum sínum og vinnu, hugmyndauðgi, kjarki og þori. Markmið sjóðsins er að styðja við listamenn og frumkvöðla sem vinna með einhverjum hætti í sama anda og Svavar Pétur. Stjórn sjóðsins hefur unnið ötullega að fjármögnun hans með fjölmörgum verkefnum,“ segir í tilkynningunni. Þórunn Hafstað Í samstarfi við 66°Norður var gerð flíspeysuútgáfa af Haustpeysu Prinsins. „Peysan var hönnuð af Svavari Pétri í samstarfi við 66°Norður, og var ágóði af sölu tileinkaður sjóðnum. Einnig stóð stjórn sjóðsins fyrir Hátíð hirðarinnar: Afmælistónleikum Prins Póló, þar sem fjölmargir tónlistarmenn komu fram og gáfu vinnu sína fyrir málstaðinn. Þá var myndaður Hlaupahópur Hirðarinnar þar sem galvaskir hlauparar hlupu og söfnuðu áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Og að sjálfsögðu verður aftur hlaupið fyrir Minningarsjóðinn í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Aðstandendur Minningarsjóðsins eru afar þakklátir öllum þeim sem hafa lagt fram vinnu í þágu sjóðsins, lagt til fé og/eða tekið þátt í öllum þessum verkefnum. Þeim sem vilja leggja sjóðnum lið með samstarfi, vinnuframlagi eða einhverju allt öðru er bent á að hafa samband, havari@havari.is. Þau sem vilja styðja við sjóðinn með fjárframlagi er bent á að millifæra á reikning: 0133-26-9936 kt. 650423-2830,“ segir í tilkynningunni. Stjórn sjóðsins skipa: Berglind Häsler, formaður Elsa Þórey Eysteinsdóttir, framkvæmdastjóri Benedikt Hermann Hermannsson Björn Kristjánsson Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir
Stjórn sjóðsins skipa: Berglind Häsler, formaður Elsa Þórey Eysteinsdóttir, framkvæmdastjóri Benedikt Hermann Hermannsson Björn Kristjánsson Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir
Tónlist Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira