„Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 22:00 Tvíburarnir Daníel Þór og Patrick Örn Hansen, og Sólveig Heiða Foss eiginkona Patricks voru glaðbeitt í viðtali fyrir keppni. Vísir Tvíburarnir Daníel Þór og Patrick Örn Hansen, og Sólveig Heiða Foss eiginkona Patricks, hafa öðlast ákveðna reynslu af bakgarðshlaupi og ætla að taka keppnina fastari tökum í ár. Þau keppa í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð um helgina. „Ég vona bara að við segjum á sunnudagskvöldið: Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann. Við erum enn hlaupandi,“ segir Patrick hlæjandi í viðtali við Garp Elísabetarson fyrir keppnina sem hefst nú í morgunsárið, klukkan 9 í Öskjuhlíð. Viðtalið má sjá hér að neðan en að vanda er fylgst með keppninni frá upphafi til enda hér á Vísi. Klippa: Tvíburarnir og Sólveig betur undirbúin í ár Bakgarðshlaup snýst um að hlaupa 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma, eins lengi og fólk getur, og hefur Daníel mest náð að hlaupa 15 hringi en hjónin Patrick og Sólveig fóru 17 hringi þegar þau kepptu í blíðviðri í Heiðmörk síðasta haust. „Þetta er ekki bara það að hlaupa í hringi. Þetta snýst um félagsskapinn í kringum þetta. Þetta er geggjað. Maður getur eiginlega ekkert útskýrt þetta fyrr en maður hefur prófað þetta sjálfur,“ segir Patrick og Sólveig tekur undir: „Þú ert að kynnast svo mikið af fólki, ná að spjalla mikið, og það er svo skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég get „actually“ verið með honum í keppnishlaupi, því annars er hann alltaf lengst á undan mér.“ Með fólk til að hjálpa sér í sokkana Það gagnast nefnilega ekkert að geta hlaupið mikið hraðar en aðrir í bakgarðshlaupi. Íþróttin snýst um að endast lengur en aðrir. Daníel var fyrstur þeirra þriggja til að prófa bakgarðshlaup en nú vita þau öll út í hvað þau eru að fara: „Núna erum við loksins komin með þetta. Þetta verður svolítið skipulagt í ár,“ sagði Patrick. „Við verðum með fólk til að hjálpa okkur. Við vorum ekki með neitt þannig í fyrra,“ sagði Sólveig og Patrick bætti við: „Maður verður svo steiktur eftir sautján hringi. Það er fínt að fá einhvern til að klæða mann í sokkana.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira
„Ég vona bara að við segjum á sunnudagskvöldið: Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann. Við erum enn hlaupandi,“ segir Patrick hlæjandi í viðtali við Garp Elísabetarson fyrir keppnina sem hefst nú í morgunsárið, klukkan 9 í Öskjuhlíð. Viðtalið má sjá hér að neðan en að vanda er fylgst með keppninni frá upphafi til enda hér á Vísi. Klippa: Tvíburarnir og Sólveig betur undirbúin í ár Bakgarðshlaup snýst um að hlaupa 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma, eins lengi og fólk getur, og hefur Daníel mest náð að hlaupa 15 hringi en hjónin Patrick og Sólveig fóru 17 hringi þegar þau kepptu í blíðviðri í Heiðmörk síðasta haust. „Þetta er ekki bara það að hlaupa í hringi. Þetta snýst um félagsskapinn í kringum þetta. Þetta er geggjað. Maður getur eiginlega ekkert útskýrt þetta fyrr en maður hefur prófað þetta sjálfur,“ segir Patrick og Sólveig tekur undir: „Þú ert að kynnast svo mikið af fólki, ná að spjalla mikið, og það er svo skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég get „actually“ verið með honum í keppnishlaupi, því annars er hann alltaf lengst á undan mér.“ Með fólk til að hjálpa sér í sokkana Það gagnast nefnilega ekkert að geta hlaupið mikið hraðar en aðrir í bakgarðshlaupi. Íþróttin snýst um að endast lengur en aðrir. Daníel var fyrstur þeirra þriggja til að prófa bakgarðshlaup en nú vita þau öll út í hvað þau eru að fara: „Núna erum við loksins komin með þetta. Þetta verður svolítið skipulagt í ár,“ sagði Patrick. „Við verðum með fólk til að hjálpa okkur. Við vorum ekki með neitt þannig í fyrra,“ sagði Sólveig og Patrick bætti við: „Maður verður svo steiktur eftir sautján hringi. Það er fínt að fá einhvern til að klæða mann í sokkana.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira