Erlent

Skamm­vinnu vopna­hléi virðist lokið

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Á þessari mynd eru íbúar Pakistan að fagna vopnahléssamkomulaginu fyrr í dag.
Á þessari mynd eru íbúar Pakistan að fagna vopnahléssamkomulaginu fyrr í dag. AP

Indversk og Pakistönsk yfirvöld hafa sakað hvort annað um að hafa brotið gegn vopnahléi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um vopnahléssamkomulag.

Indverjar og Pakistanar gerðu almennt vopnahlé sín á milli með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum í hádeginu í dag. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði ríki búa yfir kjarnorkuvopnum.

Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu ítrekað brotið gegn samkomulaginu eftir að sprengingar heyrðust í indverska hluta Kasmír-héraðs.

Misri sagði  að Indverjar væru nú að svara fyrir ítrekuð brot Pakistana með gagnárásum.

Pakistönsk yfirvöld neituðu því að þau hefðu brotið gegn vopnahléinu, og sögðust þau staðráðin í að framfylgja vopnahléinu.

Forsætisráðherra Pakistan, Shehbax Sharif, hélt svo ávarp í kvöld þar sem hann minntist ekki með beinum hætti á vopnahlésbrot.

Hann sagði að Pakistan myndi gera hvað sem er til að verja sig, og þakkaði svo hermönnum og ríkisstjórninni fyrir störf þeirra undanfarna daga. Þá fordæmdi hann Indland fyrir meintar árásir gegn moskum og sakaði indverska fréttamiðla um falsfréttir.

Að lokum sagði hann að erfið mál eins og deilurnar um Kasmír-hérað verði leyst.

BBC.


Tengdar fréttir

Átökin ná nýjum hæðum

Árásir yfir landamæri Pakistan og Indlands virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi og í nótt. Ráðamenn í Pakistan gerðu árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í aðgerð sem fékk nafnið „Blýveggur“, lauslega þýtt. Indverjar svöruðu með eigin árásum og meðal annars á herstöð þar sem finna má höfuðstöðvar pakistanska hersins.

Stigmögnunin heldur áfram

Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt.

„Þetta er svona eitraður kokteill”

Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×