Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 21:22 Á þessari mynd eru íbúar Pakistan að fagna vopnahléssamkomulaginu fyrr í dag. AP Indversk og Pakistönsk yfirvöld hafa sakað hvort annað um að hafa brotið gegn vopnahléi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um vopnahléssamkomulag. Indverjar og Pakistanar gerðu almennt vopnahlé sín á milli með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum í hádeginu í dag. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði ríki búa yfir kjarnorkuvopnum. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu ítrekað brotið gegn samkomulaginu eftir að sprengingar heyrðust í indverska hluta Kasmír-héraðs. Misri sagði að Indverjar væru nú að svara fyrir ítrekuð brot Pakistana með gagnárásum. Pakistönsk yfirvöld neituðu því að þau hefðu brotið gegn vopnahléinu, og sögðust þau staðráðin í að framfylgja vopnahléinu. Forsætisráðherra Pakistan, Shehbax Sharif, hélt svo ávarp í kvöld þar sem hann minntist ekki með beinum hætti á vopnahlésbrot. Hann sagði að Pakistan myndi gera hvað sem er til að verja sig, og þakkaði svo hermönnum og ríkisstjórninni fyrir störf þeirra undanfarna daga. Þá fordæmdi hann Indland fyrir meintar árásir gegn moskum og sakaði indverska fréttamiðla um falsfréttir. Að lokum sagði hann að erfið mál eins og deilurnar um Kasmír-hérað verði leyst. BBC. Pakistan Indland Tengdar fréttir Átökin ná nýjum hæðum Árásir yfir landamæri Pakistan og Indlands virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi og í nótt. Ráðamenn í Pakistan gerðu árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í aðgerð sem fékk nafnið „Blýveggur“, lauslega þýtt. Indverjar svöruðu með eigin árásum og meðal annars á herstöð þar sem finna má höfuðstöðvar pakistanska hersins. 10. maí 2025 07:33 Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34 „Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Indverjar og Pakistanar gerðu almennt vopnahlé sín á milli með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum í hádeginu í dag. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði ríki búa yfir kjarnorkuvopnum. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu ítrekað brotið gegn samkomulaginu eftir að sprengingar heyrðust í indverska hluta Kasmír-héraðs. Misri sagði að Indverjar væru nú að svara fyrir ítrekuð brot Pakistana með gagnárásum. Pakistönsk yfirvöld neituðu því að þau hefðu brotið gegn vopnahléinu, og sögðust þau staðráðin í að framfylgja vopnahléinu. Forsætisráðherra Pakistan, Shehbax Sharif, hélt svo ávarp í kvöld þar sem hann minntist ekki með beinum hætti á vopnahlésbrot. Hann sagði að Pakistan myndi gera hvað sem er til að verja sig, og þakkaði svo hermönnum og ríkisstjórninni fyrir störf þeirra undanfarna daga. Þá fordæmdi hann Indland fyrir meintar árásir gegn moskum og sakaði indverska fréttamiðla um falsfréttir. Að lokum sagði hann að erfið mál eins og deilurnar um Kasmír-hérað verði leyst. BBC.
Pakistan Indland Tengdar fréttir Átökin ná nýjum hæðum Árásir yfir landamæri Pakistan og Indlands virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi og í nótt. Ráðamenn í Pakistan gerðu árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í aðgerð sem fékk nafnið „Blýveggur“, lauslega þýtt. Indverjar svöruðu með eigin árásum og meðal annars á herstöð þar sem finna má höfuðstöðvar pakistanska hersins. 10. maí 2025 07:33 Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34 „Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Átökin ná nýjum hæðum Árásir yfir landamæri Pakistan og Indlands virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi og í nótt. Ráðamenn í Pakistan gerðu árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í aðgerð sem fékk nafnið „Blýveggur“, lauslega þýtt. Indverjar svöruðu með eigin árásum og meðal annars á herstöð þar sem finna má höfuðstöðvar pakistanska hersins. 10. maí 2025 07:33
Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34
„Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49