Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 23:27 Julian Foulkes er fyrrverandi lögregluþjónn á Englandi. x Fyrrverandi breskur lögregluþjónn á eftirlaunum var handtekinn vegna færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X þar sem meiningin var að vara við vaxandi gyðingahatri á Englandi. Breska blaðið The Daily Telegraph greinir frá. Julian Foulkes var handtekinn 2. nóvember 2023 á heimili sínu í Gillingham í Kent-héraði á Englandi þegar sex lögregluþjónar birtust heima hjá honum í kjölfar ummæla sem hann lét falla á X. Lögregluþjónarnir gerðu umfangsmikla húsleit á heimili hans, og námu á brott tölvu hans og síma. Foulkes var í kjölfarið handtekinn og færður í fangaklefa þar sem hann þurfti að dúsa í átta klukkustundir þangað til hann var yfirheyrður. Foulkes játaði glæpinn til að forðast frekari yfirheyrslur, og fór hann á sakaskrá fyrir vikið, en fékk ekki fangelsisdóm eða sekt. Í liðinni viku viðurkenndu lögregluyfirvöld í Kent svo að um mistök hefði verið að ræða, og Foulkes var tekinn af sakaskrá. „Einu skrefi nær því að sitja fyrir gyðingum á flugvellinum...“ Í október 2023 voru fjölmennar mótmælagöngur haldnar til stuðnings Palestínu í London, vegna stríðsátakanna sem brutust út eftir hryðjuverkaárásir Hamas 7. október. Suella Braverman, sem þá var innanríkisráðherra Bretlands, hafði kallað mótmælin „hatursgöngur.“ Julian Foulkes segir við Telegraph að hann hafi átt gyðingavini sem töldu sig ekki óhulta í London. Svo hafi hann 30. október séð fréttir af því að stór hópur fólks hefði ráðist inn á flugvöll í Dagestan í Rússlandi, til að sitja fyrir gyðingum á leið í landið. Daginn eftir það opnaði hann samfélagsmiðilinn X og sá færslu frá notandanum „Mr Ethical“ sem svaraði Suella Braverman og sagði: „Kæra Suella Braverman. Ég var einn af þeim sem sóttu þessar göngur sem þú kallar „hatursgöngur.“ Ef þú kallar mig gyðingahatara, þá mun ég kæra þig.“ Foulkes gerði athugasemd við þessa færslu og sagði: „Einu skrefi nær því að ryðjast inn á Heathrow flugvöll og sitja fyrir gyðingum...“ Foulkes var handtekinn daginn eftir. Orðskiptin sem um ræðir.Skjáskot Í samtali við Telegraph segir Foulkes að hann hefði mátt vera skýrari í svari sínu, en það ætti að vera öllum ljóst sem sáu samhengið að hann væri að vara við því hvert gyðingahatur gæti leitt mann. Segir tjáningarfrelsið í mikilli hættu Suella Braverman segir í samtali við Telegraph að saga Foulkes sé enn eitt dæmið sem sýni að tjáningarfrelsið sé í verulegri hættu í Bretlandi. „Lögregluyfirvöld þurfa að rannsaka það hvernig þetta gat gerst og biðja Foulkes afsökunar. Þau þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum sem voru skammarleg tímasóun og peningaeyðsla,“ segir hún. Foulkes sjálfur sagði um málið að tjáningarfrelsið ætti verulega undir högg að sækja í Bretlandi. Allison Pearson, dálkahöfundur Telegraph, var yfirheyrð af tveimur lögregluþjónum í kjölfar ummæla á X um Palestínumótmæli í mars síðastliðnum. Ian Austin, þingmaður verkamannaflokksins í Bretlandi, varð viðfang lögreglurannsóknar eftir að hafa kallað Hamas islömsk (Islamist) samtök. Þá fékk Julie Bindel, feminískur rithöfundur, heimsókn frá lögreglunni þegar færsla hennar um kynjafræði á X hafði verið tilkynnt sem hatursorðræða. Skoðuðu bækur Foulkes vandlega Í upptökum frá búkmyndavélum lögregluþjónanna sem handtóku Foulkes og gerðu húsleit, má sjá og heyra þegar lögreglumennirnir fara í gegnum eigur hans. Mennirnir gerðu ítarlega leit í öllum krókum og kimum hússins, háaloftinu, bílskúrnum og grömsuðu meira að segja í nærfataskúffu eiginkonu Foulkes. Þeir sýndu bókahillum Foulkes sérstaklega mikinn áhuga, en Foulkes á nokkrar bækur eftir Douglas Murray og einnig nokkrar um Evrópusambandið og útgöngu Breta þaðan. Á upptökum má heyra lögreglumennina segja „Þetta eru mjög brexit-legir hlutir“ á meðan þeir fara í gegnum eigur hans. Skjáskot úr búkmyndavél lögreglunnar. Bókin sem hann heldur á og sýndi félaga sínum er „The war on the west“ eftir Douglas Murray.Lögreglan í Kent Foulkes segir frá því að honum hafi verið ekið niður á lögreglustöð þar sem hann þurfti að dúsa í fangaklefa í átta klukkutíma þangað til hann var yfirheyrður. Þá hafi komið í ljós að lögreglan í Kent hefði handtekið hann á þeim forsendum að færslan væri gyðingahatursleg. „Meiningin var akkurat þveröfug. Ég sagði þeim að ef þeir hefðu séð færslurnar sem ég var að svara þá hefðu þeir skilið þetta. Þetta hefði bara tekið tvær mínútur. Þeir vildu ekki gera það.“ Foulkes fékk að fara heim en þurfti svo að játa glæpinn aðeins viku seinna, til að losna við frekari yfirheyrslur. Hann fór á sakaskrá fyrir vikið. Sumarið 2024 réði hann svo lögfræðing, Matthew Elkins, sem veitti honum aðstoð og var málið fellt niður og Foulkes tekinn af sakaskrá. „Þetta var mikill léttir, en þetta kostaði mig gríðarlegar fjárhæðir. Ég er ellilífeyrisþegi og má ekkert við þessu,“ sagði hann. Matthew Elkins, lögfræðingur Foulkes, sagði að mál Foulkes sýndi fram á það að lögregluyfirvöld ættu að setja tjáningarfrelsið aftur í forgang. Frelsið væri ekki tekið af okkur í einum hvelli heldur smám saman. „Lögreglan hefur nánast ómögulegt verkefni fyrir hendi ef hún ætlar að fylgjast svona svakalega með samfélagsmiðlum. Hún er ekki hrifin af því að fá á sig stimpil sem hugsanalögregla en þegar einhver eins og Julian Foulkes er dreginn frá heimili sínu virðist sá stimpill viðeigandi,“ sagði Matthew Elkins. England Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar X (Twitter) Bretland Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Breska blaðið The Daily Telegraph greinir frá. Julian Foulkes var handtekinn 2. nóvember 2023 á heimili sínu í Gillingham í Kent-héraði á Englandi þegar sex lögregluþjónar birtust heima hjá honum í kjölfar ummæla sem hann lét falla á X. Lögregluþjónarnir gerðu umfangsmikla húsleit á heimili hans, og námu á brott tölvu hans og síma. Foulkes var í kjölfarið handtekinn og færður í fangaklefa þar sem hann þurfti að dúsa í átta klukkustundir þangað til hann var yfirheyrður. Foulkes játaði glæpinn til að forðast frekari yfirheyrslur, og fór hann á sakaskrá fyrir vikið, en fékk ekki fangelsisdóm eða sekt. Í liðinni viku viðurkenndu lögregluyfirvöld í Kent svo að um mistök hefði verið að ræða, og Foulkes var tekinn af sakaskrá. „Einu skrefi nær því að sitja fyrir gyðingum á flugvellinum...“ Í október 2023 voru fjölmennar mótmælagöngur haldnar til stuðnings Palestínu í London, vegna stríðsátakanna sem brutust út eftir hryðjuverkaárásir Hamas 7. október. Suella Braverman, sem þá var innanríkisráðherra Bretlands, hafði kallað mótmælin „hatursgöngur.“ Julian Foulkes segir við Telegraph að hann hafi átt gyðingavini sem töldu sig ekki óhulta í London. Svo hafi hann 30. október séð fréttir af því að stór hópur fólks hefði ráðist inn á flugvöll í Dagestan í Rússlandi, til að sitja fyrir gyðingum á leið í landið. Daginn eftir það opnaði hann samfélagsmiðilinn X og sá færslu frá notandanum „Mr Ethical“ sem svaraði Suella Braverman og sagði: „Kæra Suella Braverman. Ég var einn af þeim sem sóttu þessar göngur sem þú kallar „hatursgöngur.“ Ef þú kallar mig gyðingahatara, þá mun ég kæra þig.“ Foulkes gerði athugasemd við þessa færslu og sagði: „Einu skrefi nær því að ryðjast inn á Heathrow flugvöll og sitja fyrir gyðingum...“ Foulkes var handtekinn daginn eftir. Orðskiptin sem um ræðir.Skjáskot Í samtali við Telegraph segir Foulkes að hann hefði mátt vera skýrari í svari sínu, en það ætti að vera öllum ljóst sem sáu samhengið að hann væri að vara við því hvert gyðingahatur gæti leitt mann. Segir tjáningarfrelsið í mikilli hættu Suella Braverman segir í samtali við Telegraph að saga Foulkes sé enn eitt dæmið sem sýni að tjáningarfrelsið sé í verulegri hættu í Bretlandi. „Lögregluyfirvöld þurfa að rannsaka það hvernig þetta gat gerst og biðja Foulkes afsökunar. Þau þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum sem voru skammarleg tímasóun og peningaeyðsla,“ segir hún. Foulkes sjálfur sagði um málið að tjáningarfrelsið ætti verulega undir högg að sækja í Bretlandi. Allison Pearson, dálkahöfundur Telegraph, var yfirheyrð af tveimur lögregluþjónum í kjölfar ummæla á X um Palestínumótmæli í mars síðastliðnum. Ian Austin, þingmaður verkamannaflokksins í Bretlandi, varð viðfang lögreglurannsóknar eftir að hafa kallað Hamas islömsk (Islamist) samtök. Þá fékk Julie Bindel, feminískur rithöfundur, heimsókn frá lögreglunni þegar færsla hennar um kynjafræði á X hafði verið tilkynnt sem hatursorðræða. Skoðuðu bækur Foulkes vandlega Í upptökum frá búkmyndavélum lögregluþjónanna sem handtóku Foulkes og gerðu húsleit, má sjá og heyra þegar lögreglumennirnir fara í gegnum eigur hans. Mennirnir gerðu ítarlega leit í öllum krókum og kimum hússins, háaloftinu, bílskúrnum og grömsuðu meira að segja í nærfataskúffu eiginkonu Foulkes. Þeir sýndu bókahillum Foulkes sérstaklega mikinn áhuga, en Foulkes á nokkrar bækur eftir Douglas Murray og einnig nokkrar um Evrópusambandið og útgöngu Breta þaðan. Á upptökum má heyra lögreglumennina segja „Þetta eru mjög brexit-legir hlutir“ á meðan þeir fara í gegnum eigur hans. Skjáskot úr búkmyndavél lögreglunnar. Bókin sem hann heldur á og sýndi félaga sínum er „The war on the west“ eftir Douglas Murray.Lögreglan í Kent Foulkes segir frá því að honum hafi verið ekið niður á lögreglustöð þar sem hann þurfti að dúsa í fangaklefa í átta klukkutíma þangað til hann var yfirheyrður. Þá hafi komið í ljós að lögreglan í Kent hefði handtekið hann á þeim forsendum að færslan væri gyðingahatursleg. „Meiningin var akkurat þveröfug. Ég sagði þeim að ef þeir hefðu séð færslurnar sem ég var að svara þá hefðu þeir skilið þetta. Þetta hefði bara tekið tvær mínútur. Þeir vildu ekki gera það.“ Foulkes fékk að fara heim en þurfti svo að játa glæpinn aðeins viku seinna, til að losna við frekari yfirheyrslur. Hann fór á sakaskrá fyrir vikið. Sumarið 2024 réði hann svo lögfræðing, Matthew Elkins, sem veitti honum aðstoð og var málið fellt niður og Foulkes tekinn af sakaskrá. „Þetta var mikill léttir, en þetta kostaði mig gríðarlegar fjárhæðir. Ég er ellilífeyrisþegi og má ekkert við þessu,“ sagði hann. Matthew Elkins, lögfræðingur Foulkes, sagði að mál Foulkes sýndi fram á það að lögregluyfirvöld ættu að setja tjáningarfrelsið aftur í forgang. Frelsið væri ekki tekið af okkur í einum hvelli heldur smám saman. „Lögreglan hefur nánast ómögulegt verkefni fyrir hendi ef hún ætlar að fylgjast svona svakalega með samfélagsmiðlum. Hún er ekki hrifin af því að fá á sig stimpil sem hugsanalögregla en þegar einhver eins og Julian Foulkes er dreginn frá heimili sínu virðist sá stimpill viðeigandi,“ sagði Matthew Elkins.
England Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar X (Twitter) Bretland Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira