Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2025 21:21 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er nýkjörinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Landsbjörg Landsbjörg hefur skorað á stjórnvöld að afnema virðisaukaskattsskyldu björgunarsveita, og telja það geta sparað tugi milljóna á ári hverju. Þá kallar félagið eftir því að brugðist verði við húsnæðisvanda viðbragðsaðila sem allra fyrst. Nýkjörinn formaður Landsbjargar segir húsnæði Landsbjargar við Skógarhlíð hafa verið til bóta á sínum tíma þegar viðbragðsaðilar sameinuðust þar undir einu þaki. Það sé þó farið að láta á sjá. „Húsnæðið hefur verið í slæmu ástandi og hefur þurft að fara í alls konar viðgerðir, sem hefur orðið til þess að meðal annars samhæfingarstöðin hefur verið flutt tímabundið og er núna niðri á Laugavegi,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, sem var kjörinn formaður Landsbjargar á landsþingi félagsins nú um helgina. Um leið og viðbragðsaðilar tvístrist á fleiri staði verði samhæfing og samtal þeirra á milli erfiðara. Árið 2022 var undirritaður samningur um byggingu sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar en það verkefni var síðar sett á ís af þáverandi stjórnvöldum. „Það er bara mikilvægt að stjórnvöld sjái til þess að viðbragðsaðilar komist undir eitt húsnæði sem allra fyrst.“ Bílar undanþegnir en byggingar ekki Félagið gaf einnig út ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að fella niður virðisaukaskatt vegna starfsemi félagsins og björgunarsveita þess um allt land. Sem stendur eru kaup á björgunarbúnaði, svo sem bílum og fatnaði, undanþegin virðisaukaskatti. Bygging og viðhald húsnæðis er það hins vegar ekki. „Þetta er stórt hagsmunamál fyrir einingarnar okkar. Við erum með 90 björgunarsveitir hringinn í kringum landið, sem allar þurfa að hafa viðunandi húsnæði.“ Spari þjóðarbúinu umtalsverða fjármuni Virðisaukaskattur af slíku geti verið þungur baggi þegar um er að ræða björgunarsveitir sem reki sig aðeins á sjálfsaflafé. Hefurðu einhverja hugmynd um hversu miklu það gæti skilað á ári að fá þessa breytingu í gegn? „Ég held að í heildina gæti þetta alveg skilað tugum eða hundruðum milljóna.“ Stöðugt sé unnið að því að ná áheyrn ráðamanna, og Borghildur segir fjármálaráðherra eiga erindi frá félaginu vegna virðisaukaskattsmála. „Sjálfboðaliðar okkar, þegar við reiknum saman hversu miklum tíma þeir hafa eytt í útköll og æfingar á síðasta ári, þá eru það 625 ársstörf í sjálfboðavinnu. Þannig að það sparar þjóðarbúinu talsvert, myndi ég segja.“ Björgunarsveitir Skattar og tollar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Nýkjörinn formaður Landsbjargar segir húsnæði Landsbjargar við Skógarhlíð hafa verið til bóta á sínum tíma þegar viðbragðsaðilar sameinuðust þar undir einu þaki. Það sé þó farið að láta á sjá. „Húsnæðið hefur verið í slæmu ástandi og hefur þurft að fara í alls konar viðgerðir, sem hefur orðið til þess að meðal annars samhæfingarstöðin hefur verið flutt tímabundið og er núna niðri á Laugavegi,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, sem var kjörinn formaður Landsbjargar á landsþingi félagsins nú um helgina. Um leið og viðbragðsaðilar tvístrist á fleiri staði verði samhæfing og samtal þeirra á milli erfiðara. Árið 2022 var undirritaður samningur um byggingu sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar en það verkefni var síðar sett á ís af þáverandi stjórnvöldum. „Það er bara mikilvægt að stjórnvöld sjái til þess að viðbragðsaðilar komist undir eitt húsnæði sem allra fyrst.“ Bílar undanþegnir en byggingar ekki Félagið gaf einnig út ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að fella niður virðisaukaskatt vegna starfsemi félagsins og björgunarsveita þess um allt land. Sem stendur eru kaup á björgunarbúnaði, svo sem bílum og fatnaði, undanþegin virðisaukaskatti. Bygging og viðhald húsnæðis er það hins vegar ekki. „Þetta er stórt hagsmunamál fyrir einingarnar okkar. Við erum með 90 björgunarsveitir hringinn í kringum landið, sem allar þurfa að hafa viðunandi húsnæði.“ Spari þjóðarbúinu umtalsverða fjármuni Virðisaukaskattur af slíku geti verið þungur baggi þegar um er að ræða björgunarsveitir sem reki sig aðeins á sjálfsaflafé. Hefurðu einhverja hugmynd um hversu miklu það gæti skilað á ári að fá þessa breytingu í gegn? „Ég held að í heildina gæti þetta alveg skilað tugum eða hundruðum milljóna.“ Stöðugt sé unnið að því að ná áheyrn ráðamanna, og Borghildur segir fjármálaráðherra eiga erindi frá félaginu vegna virðisaukaskattsmála. „Sjálfboðaliðar okkar, þegar við reiknum saman hversu miklum tíma þeir hafa eytt í útköll og æfingar á síðasta ári, þá eru það 625 ársstörf í sjálfboðavinnu. Þannig að það sparar þjóðarbúinu talsvert, myndi ég segja.“
Björgunarsveitir Skattar og tollar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira