Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2025 23:30 Það er mikil stuð í myndbandinu og þar má sjá marga koma fyrir sjónir. Youtube/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á lokamóti EM í Sviss í byrjun júlí en íslenska knattspyrnusambandið frumsýndi ekki nýja treyju fyrir mótið heldur einnig tónlistarmyndband sem er tileinkað mótinu. Hljómsveitin HúbbaBúbba gaf út lag og tónlistarmyndband í samstarfi við KSÍ. Útkoman er hressandi sumarsmellur þar sem fram koma landsliðskonur, bæði núverandi og fyrrverandi. Eyþór Aron Wöhler er einn af hljómsveitarmeðlimum HúbbaBúbba og er spenntur fyrir EM sem jafnt og frumsýningu lagsins. Hefur tröllatrú á stelpunum í Sviss „Lagið er gert í samstarfi við KSÍ og líkt og þau bíðum við með öndina í hálsinum eftir EM í sumar. Við höfum tröllatrú á stelpunum í Sviss og vonandi gefur lagið þeim smá pepp inn í sumarið. Stelpurnar eru í áhugaverðum riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi, og ég er ekki frá því að þær fari áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Eyþór í samtali við heimasíðu KSÍ. Allt frá landsliðskonum til forsetans „Þetta verður vonandi sumarsmellur og við fengum hjálp mikilla fagmanna, Tómas Gauti gerði lagið og Huginn Frár hjálpaði okkur að semja textann við lagið. Sömuleiðis fengum við fagmenn í að gera tónlistarmyndbandið með okkur hjá Skjáskot og erum við í skýjunum yfir útkomunni. Mörgum þekktum andlitum bregður fyrir, allt frá landsliðskonum til forsetans, og greinilegt að það sé mikill spenningur í liðinu og almenningi fyrir mótinu,“ bætti Eyþór við. Eins og Eyþór nefnir má sjá marga þekkta Íslendinga í myndbandinu, þar á meðal Höllu Tómasdóttur, Sveppa, Gumma Ben og Olgu Færseth, auk leikmanna úr kvennalandsliðinu. Innblástur frá sjálfri Shakiru „Við fengum innblástur frá Shakiru sjálfri og höldum mikið upp á þemalag HM 2010 í Suður-Afríku, Waka-Waka. Það lag varð vinsælt lengi eftir mótið sjálft. Við vonum að lagið peppi stelpurnar áfram og geti einnig glatt Íslendinga á fögrum sumarkvöldum á klakanum,“ sagði Eyþór. Það má horfa og hlusta á myndbandið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ERXTKqT6VWw">watch on YouTube</a> Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Hljómsveitin HúbbaBúbba gaf út lag og tónlistarmyndband í samstarfi við KSÍ. Útkoman er hressandi sumarsmellur þar sem fram koma landsliðskonur, bæði núverandi og fyrrverandi. Eyþór Aron Wöhler er einn af hljómsveitarmeðlimum HúbbaBúbba og er spenntur fyrir EM sem jafnt og frumsýningu lagsins. Hefur tröllatrú á stelpunum í Sviss „Lagið er gert í samstarfi við KSÍ og líkt og þau bíðum við með öndina í hálsinum eftir EM í sumar. Við höfum tröllatrú á stelpunum í Sviss og vonandi gefur lagið þeim smá pepp inn í sumarið. Stelpurnar eru í áhugaverðum riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi, og ég er ekki frá því að þær fari áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Eyþór í samtali við heimasíðu KSÍ. Allt frá landsliðskonum til forsetans „Þetta verður vonandi sumarsmellur og við fengum hjálp mikilla fagmanna, Tómas Gauti gerði lagið og Huginn Frár hjálpaði okkur að semja textann við lagið. Sömuleiðis fengum við fagmenn í að gera tónlistarmyndbandið með okkur hjá Skjáskot og erum við í skýjunum yfir útkomunni. Mörgum þekktum andlitum bregður fyrir, allt frá landsliðskonum til forsetans, og greinilegt að það sé mikill spenningur í liðinu og almenningi fyrir mótinu,“ bætti Eyþór við. Eins og Eyþór nefnir má sjá marga þekkta Íslendinga í myndbandinu, þar á meðal Höllu Tómasdóttur, Sveppa, Gumma Ben og Olgu Færseth, auk leikmanna úr kvennalandsliðinu. Innblástur frá sjálfri Shakiru „Við fengum innblástur frá Shakiru sjálfri og höldum mikið upp á þemalag HM 2010 í Suður-Afríku, Waka-Waka. Það lag varð vinsælt lengi eftir mótið sjálft. Við vonum að lagið peppi stelpurnar áfram og geti einnig glatt Íslendinga á fögrum sumarkvöldum á klakanum,“ sagði Eyþór. Það má horfa og hlusta á myndbandið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ERXTKqT6VWw">watch on YouTube</a>
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn