„Þurftum að grafa djúpt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. maí 2025 21:31 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, náði í þrjú stig norður á Ákureyri í dag. Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður að hafa náð í þrjú stig norðan heiða með 1-0 sigri gegn KA fyrr í dag. „Sáttur með sigurinn. Erfiður útivöllur á móti vel mönnuðu og vel skipulögðu KA liði. Mjög þéttir í dag og erfitt að brjóta þá á bak aftur en gerðum vel að brjóta ísinn, svo fannst mér í seinni hálfleik við átt að gera út um leikinn en gerum vel allavega að sigla þessu heim í lokin,” sagði Halldór. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið markvert sem gerðist eftir markið en Halldóri fannst lið sitt alltaf hafa stjórn á leiknum. Erfitt að brjóta þetta á bak aftur „Við erum náttúrulega meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að hafa fengið mark á sig voru þeir trúir kerfinu með fimm manna þétta vörn og þrjá öfluga, duglega, sterka gæja þar fyrir framan. Það er erfitt að brjóta þetta á bak aftur. Mér fannst þeir koma aðeins hærra upp í seinni hálfleik og Aron Bjarnason kemst einn í gegn hérna í eiginlega bara fyrstu sókninni og svo fáum við færi og stöður um miðbik hálfleiksins til að gera út um leikinn og auðvitað þurfum við að gera betur úr því.” „Úr því sem komið er að þeir kasta öllu fram hérna í lokin og gera það bara ágætlega og klárum þetta bara á því að vera sterkir að verjast fösum leikatriðum og björgum bara á línu eftir eitt slíkt og við þurftum að grafa djúpt eftir þessu að lokum sem mér fannst óþarfi. Mér fannst við fá tækifæri til að klára þetta mikið fyrr.” Tökum enga sénsa með hann Höskuldur Gunnlaugsson fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og var Halldór spurður út í meiðslin. „Bara stífur í náranum og tökum enga sénsa með hann. Þetta er vonandi lítið. Hef talað um það að rótera hópnum og treysta mönnum og við erum með stóran hóp þannig að það var engin ástæða til að taka sénsinn á honum og Kiddi Steindórs kemur þarna inn í hálfleik og var algjörlega frábær bæði varnarlega og sóknarlega. Besti maður vallarsins í dag að mínu mati, alvöru hrós á hann og sýnir styrkleika hans og breiddina.” Breiðablik fær Vestra í heimsókn í 16-liða úrslitum á bikarsins kemur en bæði lið farið vel af stað í deildinni. „Áhugavert verkefni. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir vestan um daginn. Við erum búnir að vinna þá og þeir ekki tapað öðrum leikjum í sumar þannig að þeir verða kannski ekki ósvipaðir og KA mennirnir í dag, erfitt að brjóta þá niður. Við þurfum að gera betur þegar við fáum svona stöður eins og við fengum í seinni hálfleik á móti Vestra en það verður annar þolinmæðisleikur.” Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira
„Sáttur með sigurinn. Erfiður útivöllur á móti vel mönnuðu og vel skipulögðu KA liði. Mjög þéttir í dag og erfitt að brjóta þá á bak aftur en gerðum vel að brjóta ísinn, svo fannst mér í seinni hálfleik við átt að gera út um leikinn en gerum vel allavega að sigla þessu heim í lokin,” sagði Halldór. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið markvert sem gerðist eftir markið en Halldóri fannst lið sitt alltaf hafa stjórn á leiknum. Erfitt að brjóta þetta á bak aftur „Við erum náttúrulega meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að hafa fengið mark á sig voru þeir trúir kerfinu með fimm manna þétta vörn og þrjá öfluga, duglega, sterka gæja þar fyrir framan. Það er erfitt að brjóta þetta á bak aftur. Mér fannst þeir koma aðeins hærra upp í seinni hálfleik og Aron Bjarnason kemst einn í gegn hérna í eiginlega bara fyrstu sókninni og svo fáum við færi og stöður um miðbik hálfleiksins til að gera út um leikinn og auðvitað þurfum við að gera betur úr því.” „Úr því sem komið er að þeir kasta öllu fram hérna í lokin og gera það bara ágætlega og klárum þetta bara á því að vera sterkir að verjast fösum leikatriðum og björgum bara á línu eftir eitt slíkt og við þurftum að grafa djúpt eftir þessu að lokum sem mér fannst óþarfi. Mér fannst við fá tækifæri til að klára þetta mikið fyrr.” Tökum enga sénsa með hann Höskuldur Gunnlaugsson fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og var Halldór spurður út í meiðslin. „Bara stífur í náranum og tökum enga sénsa með hann. Þetta er vonandi lítið. Hef talað um það að rótera hópnum og treysta mönnum og við erum með stóran hóp þannig að það var engin ástæða til að taka sénsinn á honum og Kiddi Steindórs kemur þarna inn í hálfleik og var algjörlega frábær bæði varnarlega og sóknarlega. Besti maður vallarsins í dag að mínu mati, alvöru hrós á hann og sýnir styrkleika hans og breiddina.” Breiðablik fær Vestra í heimsókn í 16-liða úrslitum á bikarsins kemur en bæði lið farið vel af stað í deildinni. „Áhugavert verkefni. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir vestan um daginn. Við erum búnir að vinna þá og þeir ekki tapað öðrum leikjum í sumar þannig að þeir verða kannski ekki ósvipaðir og KA mennirnir í dag, erfitt að brjóta þá niður. Við þurfum að gera betur þegar við fáum svona stöður eins og við fengum í seinni hálfleik á móti Vestra en það verður annar þolinmæðisleikur.”
Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira