Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2025 23:07 Dimitrios Agravanis varð sér til skammar með framkomu sinni í Garðabæ í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Dimitrios Agravanis átti skelfilega innkomu hjá Tindastól í kvöld í úrslitaeinvíginu á móti Stjörnunni sem endaði á því að hann var rekinn út úr húsi. Grikkinn fór endanlega með leikinn fyrir Stólana með framkomu sinni í seinni hálfleik og svo fór að Stólunum var slátrað í leiknum. Stjarnan jafnaði þar með einvígið í 1-1 og Agravanis verður væntanlega í leikbanni í þriðja leiknum í Síkinu. „Þetta skemmir ekki bara fyrir honum, því þetta skemmir fyrir öllu liðinu. Einbeitingin fer út í buskann hjá liðinu eins og við sáum trekk í trekk,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, eftir leikinn. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki „Hann hélt bara áfram að haga sér svona þegar hann labbaði út af. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki en þeir vildu meina að það hafi hallað á þá í dómgæslunni,“ sagði Teitur. „Ég kenni í brjósti um Benna að eiga við svona menn, Þetta agaleysi smitaði út frá sér út um allt og eyðilagði allt ‚chemistry' fannst mér hjá Tindastól. Þetta var einn á einn sóknarleikur,“ sagði Teitur. Hermann Hauksson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, var líka allt annað en hrifinn af framkomu gríska reynsluboltans í Garðabænum. Tifandi tímasprengja „Ég er hræddastur við það fyrir hönd Tindastóls að eitt lið geti brotnað svona svakalega. Þá er ég ekki endilega að tala um þennan eina sem var hent út úr húsi,“ sagði Hermann Hauksson. „Ég sagði fyrir leik að þeir væru sterkari án hans. Þeir gefðu verið það örugglega hér í kvöld. Ég held að Stjarnan vilji frekar að hann fari ekki í bann af því að hann er svo mikil tifandi tímasprengja. Það er svo auðvelt að taka hann úr sambandi,“ sagði Hermann. „Ástæðan fyrir því að hann er að spila hérna heima er að ég veit að lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu. Hann var ekki valinn í gríska landsliðið af því að menn vilja ekki spila með honum,“ sagði Hermann. „Hann er með sögu og hann er erfiður. Hann sýndi það svo sannarlega í kvöld,“ sagði Hermann. Vonast Benni eftir banni? Teitur Örlygsson hrósaði frammistöðu Benedikts Guðmundssonar í viðtali eftir leikinn. „Þetta var rétt sem Benni sagði. Leikurinn fór gjörsamlega þarna. Svo fannst mér skína í gegn eins og Benni nánast voni að hann verði dæmdur í eins leiks leikbann því þá þarf hann ekki að eiga við hann,“ sagði Teitur. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira
Stjarnan jafnaði þar með einvígið í 1-1 og Agravanis verður væntanlega í leikbanni í þriðja leiknum í Síkinu. „Þetta skemmir ekki bara fyrir honum, því þetta skemmir fyrir öllu liðinu. Einbeitingin fer út í buskann hjá liðinu eins og við sáum trekk í trekk,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, eftir leikinn. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki „Hann hélt bara áfram að haga sér svona þegar hann labbaði út af. Í körfubolta þá er þetta veikleikamerki en þeir vildu meina að það hafi hallað á þá í dómgæslunni,“ sagði Teitur. „Ég kenni í brjósti um Benna að eiga við svona menn, Þetta agaleysi smitaði út frá sér út um allt og eyðilagði allt ‚chemistry' fannst mér hjá Tindastól. Þetta var einn á einn sóknarleikur,“ sagði Teitur. Hermann Hauksson, sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds, var líka allt annað en hrifinn af framkomu gríska reynsluboltans í Garðabænum. Tifandi tímasprengja „Ég er hræddastur við það fyrir hönd Tindastóls að eitt lið geti brotnað svona svakalega. Þá er ég ekki endilega að tala um þennan eina sem var hent út úr húsi,“ sagði Hermann Hauksson. „Ég sagði fyrir leik að þeir væru sterkari án hans. Þeir gefðu verið það örugglega hér í kvöld. Ég held að Stjarnan vilji frekar að hann fari ekki í bann af því að hann er svo mikil tifandi tímasprengja. Það er svo auðvelt að taka hann úr sambandi,“ sagði Hermann. „Ástæðan fyrir því að hann er að spila hérna heima er að ég veit að lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu. Hann var ekki valinn í gríska landsliðið af því að menn vilja ekki spila með honum,“ sagði Hermann. „Hann er með sögu og hann er erfiður. Hann sýndi það svo sannarlega í kvöld,“ sagði Hermann. Vonast Benni eftir banni? Teitur Örlygsson hrósaði frammistöðu Benedikts Guðmundssonar í viðtali eftir leikinn. „Þetta var rétt sem Benni sagði. Leikurinn fór gjörsamlega þarna. Svo fannst mér skína í gegn eins og Benni nánast voni að hann verði dæmdur í eins leiks leikbann því þá þarf hann ekki að eiga við hann,“ sagði Teitur.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Sjá meira