Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2025 07:30 Viktor Gísli leikur með Barcelona frá og með næsta tímabili. vísir/vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur samið við eitt besta handboltalið heims. Hann gerir tveggja ára samning við Barcelona. Viktor yfirgefur Wisla Plock í Póllandi eftir tímabilið og gengur í raðir Evrópu- og Spánarmeistaranna. Viktor hefur verið orðaður við Barcelona í töluverðan tíma og nú hefur eitt versta geymda leyndarmál handboltans verið staðfest. „Ég viðurkenndi aldrei neitt þegar fólk var að spyrja mig en ég gat auðvitað ekkert stoppað þetta þegar fólk byrjaði að gruna hluti. Barcelona bíður alltaf mjög lengi með að tilkynna nýja leikmenn en þetta var orðið nokkuð augljóst undir lokin. Þetta kannski því ekki alveg jafn súrealískt fyrir mig núna og þegar þetta gerðist fyrst,“ segir Viktor sem var í raun búinn að semja við liðið fyrir nokkrum mánuðum. Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas fer til Kiel eftir tímabilið og Viktor mun fylla hans skarð hjá Barcelona og mynda markvarðateymi liðsins með Dananum Emil Nielsen. Besti markvörður heims „Þetta er líklega besti markvörður heims í dag og er búinn að vera frábær með Barcelona og danska landsliðinu. Ég hlakka til að fylgjast með honum og læra vonandi hluti frá honum og setja inn í minn leik. Ég þekki hann aðeins og hef verið í samskiptum við hann.“ Viktor verður fjórði Íslendingurinn til að spila fyrir Barcelona á eftir Viggó Sigurðssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og Aroni Pálmarssyni. „Þegar þetta kom fyrst upp á borðið heyrði ég í Aroni og Guðjóni Val líka og þeir mældu hiklaust með þessu og sögðu að þetta væri frábær staður til að búa á og frábær klúbbur líka.“ Barcelona hefur unnið spænsku deildina öll tímabil síðan 2010-11 og vann Meistaradeild Evrópu í fyrra, í tólfta sinn. Barcelona er komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar á þessu tímabili og mætir Íslendingaliði Magdeburg í undanúrslitunum. „Það er skilyrði að vinna hvern einasta leik og það hefur alltaf verið draumurinn að spila fyrir þennan klúbb. Maður ætlaði nú fyrst að gera það með fótboltaliðinu en handboltinn verður bara að duga,“ segir Viktor léttur. Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Viktor yfirgefur Wisla Plock í Póllandi eftir tímabilið og gengur í raðir Evrópu- og Spánarmeistaranna. Viktor hefur verið orðaður við Barcelona í töluverðan tíma og nú hefur eitt versta geymda leyndarmál handboltans verið staðfest. „Ég viðurkenndi aldrei neitt þegar fólk var að spyrja mig en ég gat auðvitað ekkert stoppað þetta þegar fólk byrjaði að gruna hluti. Barcelona bíður alltaf mjög lengi með að tilkynna nýja leikmenn en þetta var orðið nokkuð augljóst undir lokin. Þetta kannski því ekki alveg jafn súrealískt fyrir mig núna og þegar þetta gerðist fyrst,“ segir Viktor sem var í raun búinn að semja við liðið fyrir nokkrum mánuðum. Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas fer til Kiel eftir tímabilið og Viktor mun fylla hans skarð hjá Barcelona og mynda markvarðateymi liðsins með Dananum Emil Nielsen. Besti markvörður heims „Þetta er líklega besti markvörður heims í dag og er búinn að vera frábær með Barcelona og danska landsliðinu. Ég hlakka til að fylgjast með honum og læra vonandi hluti frá honum og setja inn í minn leik. Ég þekki hann aðeins og hef verið í samskiptum við hann.“ Viktor verður fjórði Íslendingurinn til að spila fyrir Barcelona á eftir Viggó Sigurðssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og Aroni Pálmarssyni. „Þegar þetta kom fyrst upp á borðið heyrði ég í Aroni og Guðjóni Val líka og þeir mældu hiklaust með þessu og sögðu að þetta væri frábær staður til að búa á og frábær klúbbur líka.“ Barcelona hefur unnið spænsku deildina öll tímabil síðan 2010-11 og vann Meistaradeild Evrópu í fyrra, í tólfta sinn. Barcelona er komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar á þessu tímabili og mætir Íslendingaliði Magdeburg í undanúrslitunum. „Það er skilyrði að vinna hvern einasta leik og það hefur alltaf verið draumurinn að spila fyrir þennan klúbb. Maður ætlaði nú fyrst að gera það með fótboltaliðinu en handboltinn verður bara að duga,“ segir Viktor léttur.
Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira