Innlent

Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Æfingabruni á Lækjamótavegi, sunnan við Selfoss, milli Suðurhóla og Votmúlavegar.
Æfingabruni á Lækjamótavegi, sunnan við Selfoss, milli Suðurhóla og Votmúlavegar. Slökkviliðið

Brunavarnir Árnessýslu standa fyrir æfingu á Lækjamótavegi sunnan við Selfoss í kvöld. Kveikt var í gömlu húsi í þágu æfingarinnar. 

Fréttastofu bárust tilkynningar frá vegfarendum um alelda hús og þykkan svartan reyk sunnan við Selfoss á áttunda tímanum. Lárus Kristinn Guðmundsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Ánessýslu segir í samtali við fréttastofu að um æfingu sé að ræða. Kveikt hafi verið í gömlu húsi og slökkviliðsmenn berjist nú við eldinn. 

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að fyrirspurnir og tilkynningar vegna eldsins hafi borist en engin hætta sé á ferðum.

Slökkviliðsmennirnir hafa verk að vinna. Slökkviliðið
Engan skal undra að vegfarendur hafi verið skelkaðir.Slökkviliðið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×