„Elska að horfa á FH“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2025 13:47 FH-ingar hafa unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum í Bestu deild kvenna og aðeins fengið á sig tvö mörk, fæst allra. vísir/guðmundur þórlaugarson FH hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabils og er í 2. sæti Bestu deildar kvenna með þrettán stig eftir fimm umferðir. Í uppgjörsþætti Bestu markanna voru FH-ingar hlaðnir lofi. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í fyrra en liðið gaf eftir seinni hluta tímabilsins. En FH-ingar hafa byrjað þetta tímabil af krafti undir stjórn bræðranna Guðna og Hlyns Eiríkssona. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir segir að það hafi alveg verið viðbúið að FH tæki smá dýfu í fyrra eftir gott tímabil 2023. „Ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir þetta FH-lið. Þetta eru mjög ungar stelpur sem hafa fengið reynslu í ÍH sem er virkilega vel gert í Hafnarfirðinum og skiptir þær miklu máli. Bræðurnir eru miklir stemmningsmenn og það kemur orka frá þeim á hliðarlínunni. Þeir virðast vera með liðið í góðu standi. Það er spurning hversu lengi halda þær út svona mikilli orku í leikjum,“ sagði Ásgerður. „Það eru margir leikmenn þarna sem hafa komið mér á óvart og eru að spila virkilega vel. Aldís [Guðlaugsdóttir, markvörður] er að eiga frábært tímabil þannig ég held að það sé bara spurning hversu heppnar verða þær með meiðsli og hversu lengi tekst þeim að halda svona tempói í leikjunum.“ Reynslan hjálpar Mist Rúnarsdóttir tók undir með Ásgerði en hún hefur hrifist af framgöngu FH í sumar. „FH-liðið lenti í algjörri brekku lokahlutann á síðasta tímabili. Það var mikið meiðslabras og við fengum að kynnast fullt af unglingum í Hafnarfirði í staðinn. En ég held að reynslan sem vannst inn á lokasprettinum í fyrra muni hjálpa þeim að halda breidd í hópnum,“ sagði Mist. Klippa: Bestu mörkin - umræða um FH „Ég elska að horfa á FH þegar þær eru „on it“. Þetta er eitt af þeim liðunum sem mér finnst skemmtilegast að horfa á.“ Agaðri Arna Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur spilað virkilega vel í vörn liðsins sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Bestu deildinni. „Arna er frábær íþróttamaður. Hún hefur bætt sig sem varnarmaður milli ára. Þegar hún var hjá Val sat hún mikið á bekknum og spilaði kannski færri leiki. En hún spilaði heilt tímabil í fyrra og mér finnst hún orðin agaðri. Hún er gamall miðjumaður og var oft að rjúka úr stöðu upp á miðju en mér finnst hún hafa spilað þessa fyrstu fimm leiki virkilega vel,“ sagði Ásgerður. „Það er búið að færa heilmikið til í kringum hana en samt er FH að halda stöðugleika þarna aftast. Það er líka ólíkt FH að vera bara búið að fá á sig tvö mörk því leikstíllinn þeirra veldur því oft að þær fái á sig mörk á móti en allt í lagi, þær skora fleiri. Mér finnst þetta ofboðslega spennandi og ég er spennt að sjá hvað þær geta farið langt.“ Innslagið úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í fyrra en liðið gaf eftir seinni hluta tímabilsins. En FH-ingar hafa byrjað þetta tímabil af krafti undir stjórn bræðranna Guðna og Hlyns Eiríkssona. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir segir að það hafi alveg verið viðbúið að FH tæki smá dýfu í fyrra eftir gott tímabil 2023. „Ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir þetta FH-lið. Þetta eru mjög ungar stelpur sem hafa fengið reynslu í ÍH sem er virkilega vel gert í Hafnarfirðinum og skiptir þær miklu máli. Bræðurnir eru miklir stemmningsmenn og það kemur orka frá þeim á hliðarlínunni. Þeir virðast vera með liðið í góðu standi. Það er spurning hversu lengi halda þær út svona mikilli orku í leikjum,“ sagði Ásgerður. „Það eru margir leikmenn þarna sem hafa komið mér á óvart og eru að spila virkilega vel. Aldís [Guðlaugsdóttir, markvörður] er að eiga frábært tímabil þannig ég held að það sé bara spurning hversu heppnar verða þær með meiðsli og hversu lengi tekst þeim að halda svona tempói í leikjunum.“ Reynslan hjálpar Mist Rúnarsdóttir tók undir með Ásgerði en hún hefur hrifist af framgöngu FH í sumar. „FH-liðið lenti í algjörri brekku lokahlutann á síðasta tímabili. Það var mikið meiðslabras og við fengum að kynnast fullt af unglingum í Hafnarfirði í staðinn. En ég held að reynslan sem vannst inn á lokasprettinum í fyrra muni hjálpa þeim að halda breidd í hópnum,“ sagði Mist. Klippa: Bestu mörkin - umræða um FH „Ég elska að horfa á FH þegar þær eru „on it“. Þetta er eitt af þeim liðunum sem mér finnst skemmtilegast að horfa á.“ Agaðri Arna Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur spilað virkilega vel í vörn liðsins sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Bestu deildinni. „Arna er frábær íþróttamaður. Hún hefur bætt sig sem varnarmaður milli ára. Þegar hún var hjá Val sat hún mikið á bekknum og spilaði kannski færri leiki. En hún spilaði heilt tímabil í fyrra og mér finnst hún orðin agaðri. Hún er gamall miðjumaður og var oft að rjúka úr stöðu upp á miðju en mér finnst hún hafa spilað þessa fyrstu fimm leiki virkilega vel,“ sagði Ásgerður. „Það er búið að færa heilmikið til í kringum hana en samt er FH að halda stöðugleika þarna aftast. Það er líka ólíkt FH að vera bara búið að fá á sig tvö mörk því leikstíllinn þeirra veldur því oft að þær fái á sig mörk á móti en allt í lagi, þær skora fleiri. Mér finnst þetta ofboðslega spennandi og ég er spennt að sjá hvað þær geta farið langt.“ Innslagið úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30