„Elska að horfa á FH“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2025 13:47 FH-ingar hafa unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum í Bestu deild kvenna og aðeins fengið á sig tvö mörk, fæst allra. vísir/guðmundur þórlaugarson FH hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabils og er í 2. sæti Bestu deildar kvenna með þrettán stig eftir fimm umferðir. Í uppgjörsþætti Bestu markanna voru FH-ingar hlaðnir lofi. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í fyrra en liðið gaf eftir seinni hluta tímabilsins. En FH-ingar hafa byrjað þetta tímabil af krafti undir stjórn bræðranna Guðna og Hlyns Eiríkssona. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir segir að það hafi alveg verið viðbúið að FH tæki smá dýfu í fyrra eftir gott tímabil 2023. „Ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir þetta FH-lið. Þetta eru mjög ungar stelpur sem hafa fengið reynslu í ÍH sem er virkilega vel gert í Hafnarfirðinum og skiptir þær miklu máli. Bræðurnir eru miklir stemmningsmenn og það kemur orka frá þeim á hliðarlínunni. Þeir virðast vera með liðið í góðu standi. Það er spurning hversu lengi halda þær út svona mikilli orku í leikjum,“ sagði Ásgerður. „Það eru margir leikmenn þarna sem hafa komið mér á óvart og eru að spila virkilega vel. Aldís [Guðlaugsdóttir, markvörður] er að eiga frábært tímabil þannig ég held að það sé bara spurning hversu heppnar verða þær með meiðsli og hversu lengi tekst þeim að halda svona tempói í leikjunum.“ Reynslan hjálpar Mist Rúnarsdóttir tók undir með Ásgerði en hún hefur hrifist af framgöngu FH í sumar. „FH-liðið lenti í algjörri brekku lokahlutann á síðasta tímabili. Það var mikið meiðslabras og við fengum að kynnast fullt af unglingum í Hafnarfirði í staðinn. En ég held að reynslan sem vannst inn á lokasprettinum í fyrra muni hjálpa þeim að halda breidd í hópnum,“ sagði Mist. Klippa: Bestu mörkin - umræða um FH „Ég elska að horfa á FH þegar þær eru „on it“. Þetta er eitt af þeim liðunum sem mér finnst skemmtilegast að horfa á.“ Agaðri Arna Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur spilað virkilega vel í vörn liðsins sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Bestu deildinni. „Arna er frábær íþróttamaður. Hún hefur bætt sig sem varnarmaður milli ára. Þegar hún var hjá Val sat hún mikið á bekknum og spilaði kannski færri leiki. En hún spilaði heilt tímabil í fyrra og mér finnst hún orðin agaðri. Hún er gamall miðjumaður og var oft að rjúka úr stöðu upp á miðju en mér finnst hún hafa spilað þessa fyrstu fimm leiki virkilega vel,“ sagði Ásgerður. „Það er búið að færa heilmikið til í kringum hana en samt er FH að halda stöðugleika þarna aftast. Það er líka ólíkt FH að vera bara búið að fá á sig tvö mörk því leikstíllinn þeirra veldur því oft að þær fái á sig mörk á móti en allt í lagi, þær skora fleiri. Mér finnst þetta ofboðslega spennandi og ég er spennt að sjá hvað þær geta farið langt.“ Innslagið úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar í fyrra en liðið gaf eftir seinni hluta tímabilsins. En FH-ingar hafa byrjað þetta tímabil af krafti undir stjórn bræðranna Guðna og Hlyns Eiríkssona. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir segir að það hafi alveg verið viðbúið að FH tæki smá dýfu í fyrra eftir gott tímabil 2023. „Ég held að það sé alveg eðlilegt fyrir þetta FH-lið. Þetta eru mjög ungar stelpur sem hafa fengið reynslu í ÍH sem er virkilega vel gert í Hafnarfirðinum og skiptir þær miklu máli. Bræðurnir eru miklir stemmningsmenn og það kemur orka frá þeim á hliðarlínunni. Þeir virðast vera með liðið í góðu standi. Það er spurning hversu lengi halda þær út svona mikilli orku í leikjum,“ sagði Ásgerður. „Það eru margir leikmenn þarna sem hafa komið mér á óvart og eru að spila virkilega vel. Aldís [Guðlaugsdóttir, markvörður] er að eiga frábært tímabil þannig ég held að það sé bara spurning hversu heppnar verða þær með meiðsli og hversu lengi tekst þeim að halda svona tempói í leikjunum.“ Reynslan hjálpar Mist Rúnarsdóttir tók undir með Ásgerði en hún hefur hrifist af framgöngu FH í sumar. „FH-liðið lenti í algjörri brekku lokahlutann á síðasta tímabili. Það var mikið meiðslabras og við fengum að kynnast fullt af unglingum í Hafnarfirði í staðinn. En ég held að reynslan sem vannst inn á lokasprettinum í fyrra muni hjálpa þeim að halda breidd í hópnum,“ sagði Mist. Klippa: Bestu mörkin - umræða um FH „Ég elska að horfa á FH þegar þær eru „on it“. Þetta er eitt af þeim liðunum sem mér finnst skemmtilegast að horfa á.“ Agaðri Arna Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur spilað virkilega vel í vörn liðsins sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Bestu deildinni. „Arna er frábær íþróttamaður. Hún hefur bætt sig sem varnarmaður milli ára. Þegar hún var hjá Val sat hún mikið á bekknum og spilaði kannski færri leiki. En hún spilaði heilt tímabil í fyrra og mér finnst hún orðin agaðri. Hún er gamall miðjumaður og var oft að rjúka úr stöðu upp á miðju en mér finnst hún hafa spilað þessa fyrstu fimm leiki virkilega vel,“ sagði Ásgerður. „Það er búið að færa heilmikið til í kringum hana en samt er FH að halda stöðugleika þarna aftast. Það er líka ólíkt FH að vera bara búið að fá á sig tvö mörk því leikstíllinn þeirra veldur því oft að þær fái á sig mörk á móti en allt í lagi, þær skora fleiri. Mér finnst þetta ofboðslega spennandi og ég er spennt að sjá hvað þær geta farið langt.“ Innslagið úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Í síðasta þætti Bestu markanna voru fyrstu fimm umferðir Bestu deildar kvenna í knattspyrnu gerðar upp. Lið tímabilsins til þessa valið, hvaða leikmenn hefðu skarað fram úr, hvaða leikmenn hefðu komið á óvart og þar fram eftir götunum. 14. maí 2025 23:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki