Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Árni Sæberg skrifar 15. maí 2025 12:30 Hestar í miðbænum í fyrra. Þeir verða ekki í miðbænum í ár. LANDSMÓT Gjaldið sem Reykjavíkurborg ætlaði að rukka Landssamband hestamannafélaga fyrir Miðbæjarreiðina svokölluðu var 477,5 þúsund krónur. Hestamennirnir létu ekki bjóða sér það og hættu við reiðina. Ráða hefði þurft níu starfsmenn til að loka götum fyrir reiðina og útvega dælubíl. Greint var frá því í morgun að miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga myndi að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan var sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggðist innheimta fyrir viðburðinn. Í tilkynningu þess efnis á vef landssambandsins sagði að miðbæjarreiðin sé ekki að nokkru leyti tekjuaflandi fyrir sambandið og því væri kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að sambandið sæi sér ekki fært að standa undir honum. Borga þarf fyrir flesta viðburði Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að borga þurfi afnotaleyfisgjöld fyrir flesta viðburði sem haldnir eru í borgarlandi Reykjavíkurborgar. Gjaldið fari eftir umfangi viðburða. Í gjaldskrá borgarinnar fyrir útgáfu afnotaleyfa má sjá að leyfin eru flokkuð í fimm flokka eftir umfangi. Ekkert er rukkað fyrir umfangsflokk 5, sem gildir fyrir litla viðburði eða minniháttar viðhald. Gjöld sem eru innheimt eru á bilinu 53.500 til 786.900 krónur. Útreiðartúr um miðbæinn talinn til flokks 1 frekar en 0 Landssamband hestamannafélaga var rukkað um 53.500 samkvæmt umfangsflokki 1. Hann er skýrður sem talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem aðstöðusköpun vegna minni framkvæmdaverka einkaaðila eða litlir viðburðir eða kvikmyndatökur. Þessir hestar fá ekki að fara niður í bæ, nema Landssamband hestamanna reiði fram 477.500 krónur. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Umfangsflokkur 5, sem ekkert er rukkað fyrir er skýrður sem óverulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna útgáfu afnotaleyfis svo sem einfaldar endurútgáfur, búslóðaflutningagámar, nemendaverkefni kvikmyndaskóla, götugrill/-hátíðir, stutt afnot (partur úr degi) einstaklinga vegna viðhaldsvinnu tengdri fasteignum/görðum. Sópar duga ekki til Þá segir í svari borgarinnar að Landssambandið hafi verið rukkaður fyrir meira leyfið sjálft, það er að segja kostnað sem hefði annars fallið á borgina. Kostnaðurinn skiptist í götulokun, þrif og afnotaleyfið. Til þess að loka götum fyrir reiðina hefði þurft níu manna flokk, búnað, bíla fyrir öryggislokun og grindur. Það hefði kostað 349 þúsund krónur. Þá hefði þurft að útvega dælubíl, þar sem kústar hefðu ekki dugað til að þrífa götur eftir reiðina. Það skyldi engan furða. Kostnaður við slíkt hefði numið 75 þúsund krónum. Allt í allt hefði kostnaðurinn verið 477,5 þúsund krónur. Hestar Hestaíþróttir Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Greint var frá því í morgun að miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga myndi að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan var sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggðist innheimta fyrir viðburðinn. Í tilkynningu þess efnis á vef landssambandsins sagði að miðbæjarreiðin sé ekki að nokkru leyti tekjuaflandi fyrir sambandið og því væri kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að sambandið sæi sér ekki fært að standa undir honum. Borga þarf fyrir flesta viðburði Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að borga þurfi afnotaleyfisgjöld fyrir flesta viðburði sem haldnir eru í borgarlandi Reykjavíkurborgar. Gjaldið fari eftir umfangi viðburða. Í gjaldskrá borgarinnar fyrir útgáfu afnotaleyfa má sjá að leyfin eru flokkuð í fimm flokka eftir umfangi. Ekkert er rukkað fyrir umfangsflokk 5, sem gildir fyrir litla viðburði eða minniháttar viðhald. Gjöld sem eru innheimt eru á bilinu 53.500 til 786.900 krónur. Útreiðartúr um miðbæinn talinn til flokks 1 frekar en 0 Landssamband hestamannafélaga var rukkað um 53.500 samkvæmt umfangsflokki 1. Hann er skýrður sem talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem aðstöðusköpun vegna minni framkvæmdaverka einkaaðila eða litlir viðburðir eða kvikmyndatökur. Þessir hestar fá ekki að fara niður í bæ, nema Landssamband hestamanna reiði fram 477.500 krónur. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Umfangsflokkur 5, sem ekkert er rukkað fyrir er skýrður sem óverulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna útgáfu afnotaleyfis svo sem einfaldar endurútgáfur, búslóðaflutningagámar, nemendaverkefni kvikmyndaskóla, götugrill/-hátíðir, stutt afnot (partur úr degi) einstaklinga vegna viðhaldsvinnu tengdri fasteignum/görðum. Sópar duga ekki til Þá segir í svari borgarinnar að Landssambandið hafi verið rukkaður fyrir meira leyfið sjálft, það er að segja kostnað sem hefði annars fallið á borgina. Kostnaðurinn skiptist í götulokun, þrif og afnotaleyfið. Til þess að loka götum fyrir reiðina hefði þurft níu manna flokk, búnað, bíla fyrir öryggislokun og grindur. Það hefði kostað 349 þúsund krónur. Þá hefði þurft að útvega dælubíl, þar sem kústar hefðu ekki dugað til að þrífa götur eftir reiðina. Það skyldi engan furða. Kostnaður við slíkt hefði numið 75 þúsund krónum. Allt í allt hefði kostnaðurinn verið 477,5 þúsund krónur.
Hestar Hestaíþróttir Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira