Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Árni Sæberg skrifar 15. maí 2025 12:30 Hestar í miðbænum í fyrra. Þeir verða ekki í miðbænum í ár. LANDSMÓT Gjaldið sem Reykjavíkurborg ætlaði að rukka Landssamband hestamannafélaga fyrir Miðbæjarreiðina svokölluðu var 477,5 þúsund krónur. Hestamennirnir létu ekki bjóða sér það og hættu við reiðina. Ráða hefði þurft níu starfsmenn til að loka götum fyrir reiðina og útvega dælubíl. Greint var frá því í morgun að miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga myndi að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan var sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggðist innheimta fyrir viðburðinn. Í tilkynningu þess efnis á vef landssambandsins sagði að miðbæjarreiðin sé ekki að nokkru leyti tekjuaflandi fyrir sambandið og því væri kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að sambandið sæi sér ekki fært að standa undir honum. Borga þarf fyrir flesta viðburði Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að borga þurfi afnotaleyfisgjöld fyrir flesta viðburði sem haldnir eru í borgarlandi Reykjavíkurborgar. Gjaldið fari eftir umfangi viðburða. Í gjaldskrá borgarinnar fyrir útgáfu afnotaleyfa má sjá að leyfin eru flokkuð í fimm flokka eftir umfangi. Ekkert er rukkað fyrir umfangsflokk 5, sem gildir fyrir litla viðburði eða minniháttar viðhald. Gjöld sem eru innheimt eru á bilinu 53.500 til 786.900 krónur. Útreiðartúr um miðbæinn talinn til flokks 1 frekar en 0 Landssamband hestamannafélaga var rukkað um 53.500 samkvæmt umfangsflokki 1. Hann er skýrður sem talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem aðstöðusköpun vegna minni framkvæmdaverka einkaaðila eða litlir viðburðir eða kvikmyndatökur. Þessir hestar fá ekki að fara niður í bæ, nema Landssamband hestamanna reiði fram 477.500 krónur. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Umfangsflokkur 5, sem ekkert er rukkað fyrir er skýrður sem óverulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna útgáfu afnotaleyfis svo sem einfaldar endurútgáfur, búslóðaflutningagámar, nemendaverkefni kvikmyndaskóla, götugrill/-hátíðir, stutt afnot (partur úr degi) einstaklinga vegna viðhaldsvinnu tengdri fasteignum/görðum. Sópar duga ekki til Þá segir í svari borgarinnar að Landssambandið hafi verið rukkaður fyrir meira leyfið sjálft, það er að segja kostnað sem hefði annars fallið á borgina. Kostnaðurinn skiptist í götulokun, þrif og afnotaleyfið. Til þess að loka götum fyrir reiðina hefði þurft níu manna flokk, búnað, bíla fyrir öryggislokun og grindur. Það hefði kostað 349 þúsund krónur. Þá hefði þurft að útvega dælubíl, þar sem kústar hefðu ekki dugað til að þrífa götur eftir reiðina. Það skyldi engan furða. Kostnaður við slíkt hefði numið 75 þúsund krónum. Allt í allt hefði kostnaðurinn verið 477,5 þúsund krónur. Hestar Hestaíþróttir Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Fleiri fréttir Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Sjá meira
Greint var frá því í morgun að miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga myndi að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan var sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggðist innheimta fyrir viðburðinn. Í tilkynningu þess efnis á vef landssambandsins sagði að miðbæjarreiðin sé ekki að nokkru leyti tekjuaflandi fyrir sambandið og því væri kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að sambandið sæi sér ekki fært að standa undir honum. Borga þarf fyrir flesta viðburði Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að borga þurfi afnotaleyfisgjöld fyrir flesta viðburði sem haldnir eru í borgarlandi Reykjavíkurborgar. Gjaldið fari eftir umfangi viðburða. Í gjaldskrá borgarinnar fyrir útgáfu afnotaleyfa má sjá að leyfin eru flokkuð í fimm flokka eftir umfangi. Ekkert er rukkað fyrir umfangsflokk 5, sem gildir fyrir litla viðburði eða minniháttar viðhald. Gjöld sem eru innheimt eru á bilinu 53.500 til 786.900 krónur. Útreiðartúr um miðbæinn talinn til flokks 1 frekar en 0 Landssamband hestamannafélaga var rukkað um 53.500 samkvæmt umfangsflokki 1. Hann er skýrður sem talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem aðstöðusköpun vegna minni framkvæmdaverka einkaaðila eða litlir viðburðir eða kvikmyndatökur. Þessir hestar fá ekki að fara niður í bæ, nema Landssamband hestamanna reiði fram 477.500 krónur. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Umfangsflokkur 5, sem ekkert er rukkað fyrir er skýrður sem óverulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna útgáfu afnotaleyfis svo sem einfaldar endurútgáfur, búslóðaflutningagámar, nemendaverkefni kvikmyndaskóla, götugrill/-hátíðir, stutt afnot (partur úr degi) einstaklinga vegna viðhaldsvinnu tengdri fasteignum/görðum. Sópar duga ekki til Þá segir í svari borgarinnar að Landssambandið hafi verið rukkaður fyrir meira leyfið sjálft, það er að segja kostnað sem hefði annars fallið á borgina. Kostnaðurinn skiptist í götulokun, þrif og afnotaleyfið. Til þess að loka götum fyrir reiðina hefði þurft níu manna flokk, búnað, bíla fyrir öryggislokun og grindur. Það hefði kostað 349 þúsund krónur. Þá hefði þurft að útvega dælubíl, þar sem kústar hefðu ekki dugað til að þrífa götur eftir reiðina. Það skyldi engan furða. Kostnaður við slíkt hefði numið 75 þúsund krónum. Allt í allt hefði kostnaðurinn verið 477,5 þúsund krónur.
Hestar Hestaíþróttir Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Fleiri fréttir Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Sjá meira