Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2025 20:36 Pétur, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og Einar Ágúst, formaður björgunarfélagsins á staðnum tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum gestum, sem boðið var til athafnarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi. Það rigndi og rigndi þegar fyrsta skóflustungan að nýju björgunarmiðstöðinni við Iðjulóð á Flúðum var tekin nýlega af slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og formanni Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Eftir skóflustunguna stytti strax upp, fólk fór að spjalla saman og svo var haldið í húsnæði slökkviliðsins á staðnum. „Þetta verður svona björgunarmiðstöð þar sem við erum saman í húsi og getum þá deilt ákveðnum hlutum, sem við vinnum með saman,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður Björgunarfélagsins Eyvindar. „Við erum í sitthvoru húsnæðinu hér á Flúðum eins og staðan hefur verið undanfarin ár og þarna erum við að gera ráð fyrir vaxtarmöguleikum enda er þetta vaxandi samfélag hér í uppsveitum Árnessýslu allt saman. Og við völdum dag í þetta þar sem engin hætta er á gróður eldum. Það rigndi eldi og brennisteini á meðan við stungum þessar holur okkar og drifum okkur svo hingað í skjól eins hratt og við gátum,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Samfélagið á Flúðum og þar með í Hrunamannahreppi er mjög vaxandi enda fjölgar og fjölgar nýjum íbúum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Báðir eru þeir sammála um nauðsyn þess að hafa öflugt slökkvilið og björgunarsveit á Flúðum í góðu húsnæði með góðum tækjakosti, enda samfélagið allt mjög vaxandi í Hrunamannahreppi og í sveitarfélögunum þar í kring. Fjórtán starfa í slökkviliðinu á Flúðum. „Við erum auðvitað að hugsa um íbúa sýslunnar og vegfarendur því við sinnum auðvitað almennum björgunarstörfum varðandi klippur og annað og síðan auðvitað með vaxandi gróðri þá eykst gróðureldahætta og mjög mikilvægt að hér sé öflugt starf bæði björgunarsveita og slökkviliðs,” bætir Pétur við. Björgunarmiðstöðin verður límtréshús með steinullareiningum, sem Harri Kjartansson, húsasmíðameistari á Flúðum mun sjá um að reisa með sínu fólki. „Við ætlum að flytja inn í desember, það er allavega planið. Stærð hússins verður um 1200 fermetrar og það kostar helling af peningum”, segir Einar Ágúst. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Pétur slökkviliðsstjóri spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Björgunarsveitir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Það rigndi og rigndi þegar fyrsta skóflustungan að nýju björgunarmiðstöðinni við Iðjulóð á Flúðum var tekin nýlega af slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og formanni Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Eftir skóflustunguna stytti strax upp, fólk fór að spjalla saman og svo var haldið í húsnæði slökkviliðsins á staðnum. „Þetta verður svona björgunarmiðstöð þar sem við erum saman í húsi og getum þá deilt ákveðnum hlutum, sem við vinnum með saman,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður Björgunarfélagsins Eyvindar. „Við erum í sitthvoru húsnæðinu hér á Flúðum eins og staðan hefur verið undanfarin ár og þarna erum við að gera ráð fyrir vaxtarmöguleikum enda er þetta vaxandi samfélag hér í uppsveitum Árnessýslu allt saman. Og við völdum dag í þetta þar sem engin hætta er á gróður eldum. Það rigndi eldi og brennisteini á meðan við stungum þessar holur okkar og drifum okkur svo hingað í skjól eins hratt og við gátum,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Samfélagið á Flúðum og þar með í Hrunamannahreppi er mjög vaxandi enda fjölgar og fjölgar nýjum íbúum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Báðir eru þeir sammála um nauðsyn þess að hafa öflugt slökkvilið og björgunarsveit á Flúðum í góðu húsnæði með góðum tækjakosti, enda samfélagið allt mjög vaxandi í Hrunamannahreppi og í sveitarfélögunum þar í kring. Fjórtán starfa í slökkviliðinu á Flúðum. „Við erum auðvitað að hugsa um íbúa sýslunnar og vegfarendur því við sinnum auðvitað almennum björgunarstörfum varðandi klippur og annað og síðan auðvitað með vaxandi gróðri þá eykst gróðureldahætta og mjög mikilvægt að hér sé öflugt starf bæði björgunarsveita og slökkviliðs,” bætir Pétur við. Björgunarmiðstöðin verður límtréshús með steinullareiningum, sem Harri Kjartansson, húsasmíðameistari á Flúðum mun sjá um að reisa með sínu fólki. „Við ætlum að flytja inn í desember, það er allavega planið. Stærð hússins verður um 1200 fermetrar og það kostar helling af peningum”, segir Einar Ágúst. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Pétur slökkviliðsstjóri spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Björgunarsveitir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira