Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Eiður Þór Árnason skrifar 16. maí 2025 00:13 Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag. AP Photo/Abdel Kareem Hana Minnst 114 féllu í loftárásum Ísraelshers á Gasa á fimmtudag. Ísraelsher hefur fjölgað loftárásum sínum og segir þær beinast að innviðum og Hamas-liðum. Aðgerðirnar eru sagðar undanfari aukins landhernaðar á Gasa en yfirvöld í Ísrael hafa boðað að svæðið verði hernumið. Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir heilbrigðisyfirvöldum og viðbragðsaðilum á Gasa. Árásirnar eiga sér stað á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir Mið-Austurlönd en hann hyggst ekki koma við í Ísrael. Höfðu margir bundið vonir við að heimsókn hans gæti leitt til viðræðna um vopnahlé eða liðkað fyrir endurreisn mannúðaraðstoðar á svæðinu. Ísrael hefur nú stöðvað matar- og lyfjasendingar til Gasa í á þriðja mánuð. AP-fréttaveitan greinir frá því að kvikmyndatökumaður þeirra í Khan Younis hafi talið 10 loftárásir á borgina Khan Younis síðustu nótt og fram á fimmtudag og séð fjölmörg lík flutt á líkhúsið á Nasser-sjúkrahúsinu. Sum þeirra voru illa leikin og tók því tíma að bera kennsl á þau. Palestínskt barn gengur um rústirnar af heimili Al-Zainati fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Meðal hinna látnu var blaðamaður sem starfaði fyrir katarska sjónvarpsstöðina Al Araby TV. Stöðin greindi frá því á samfélagsmiðlum að Hasan Samour hafi verið drepinn ásamt 11 fjölskyldumeðlimum sínum í einni af árásunum á Khan Younis. Þetta var önnur nóttin í röð sem íbúar þurftu að þola miklar sprengjuárásar á borgina. Minnst 70 manns, þar af um tuttugu börn, féllu í loftárásum á norður- og suðurhluta Gasa á miðvikudag, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þá féllu 13 manns í annarri árás á mosku og litla heilbrigðisstofnun í Jabaliya í norðurhluta Gasa, að sögn yfirvalda þar. Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vilja hernema Gasa og flytja fólk á brott Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að bæta enn frekar í hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasa með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum sem fara með yfirráð á svæðinu. Alþjóðasamtök Mannréttindavaktarinnar hafa harðlega gagnrýnt fyrirætlanir Ísraels um að hernema Gasaströndina og flytja hundruð þúsund íbúa af svæðinu. Hafa samtökin hvatt alþjóðasamfélagið til að mótmæla þeim. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem starfa undir stjórn Hamas, sögðu á fimmtudagsmorgun að alls 53.010 Palestínumenn hafi látist og 119.998 særst í árásum Ísraela frá því að stríðið hófst í október 2023. Sömu yfirvöld segja að nærri 3.000 hafi verið drepnir frá því að Ísraelsher batt enda á vopnahlé þann 18. mars síðastliðinn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir heilbrigðisyfirvöldum og viðbragðsaðilum á Gasa. Árásirnar eiga sér stað á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir Mið-Austurlönd en hann hyggst ekki koma við í Ísrael. Höfðu margir bundið vonir við að heimsókn hans gæti leitt til viðræðna um vopnahlé eða liðkað fyrir endurreisn mannúðaraðstoðar á svæðinu. Ísrael hefur nú stöðvað matar- og lyfjasendingar til Gasa í á þriðja mánuð. AP-fréttaveitan greinir frá því að kvikmyndatökumaður þeirra í Khan Younis hafi talið 10 loftárásir á borgina Khan Younis síðustu nótt og fram á fimmtudag og séð fjölmörg lík flutt á líkhúsið á Nasser-sjúkrahúsinu. Sum þeirra voru illa leikin og tók því tíma að bera kennsl á þau. Palestínskt barn gengur um rústirnar af heimili Al-Zainati fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Meðal hinna látnu var blaðamaður sem starfaði fyrir katarska sjónvarpsstöðina Al Araby TV. Stöðin greindi frá því á samfélagsmiðlum að Hasan Samour hafi verið drepinn ásamt 11 fjölskyldumeðlimum sínum í einni af árásunum á Khan Younis. Þetta var önnur nóttin í röð sem íbúar þurftu að þola miklar sprengjuárásar á borgina. Minnst 70 manns, þar af um tuttugu börn, féllu í loftárásum á norður- og suðurhluta Gasa á miðvikudag, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þá féllu 13 manns í annarri árás á mosku og litla heilbrigðisstofnun í Jabaliya í norðurhluta Gasa, að sögn yfirvalda þar. Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vilja hernema Gasa og flytja fólk á brott Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að bæta enn frekar í hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasa með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum sem fara með yfirráð á svæðinu. Alþjóðasamtök Mannréttindavaktarinnar hafa harðlega gagnrýnt fyrirætlanir Ísraels um að hernema Gasaströndina og flytja hundruð þúsund íbúa af svæðinu. Hafa samtökin hvatt alþjóðasamfélagið til að mótmæla þeim. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem starfa undir stjórn Hamas, sögðu á fimmtudagsmorgun að alls 53.010 Palestínumenn hafi látist og 119.998 særst í árásum Ísraela frá því að stríðið hófst í október 2023. Sömu yfirvöld segja að nærri 3.000 hafi verið drepnir frá því að Ísraelsher batt enda á vopnahlé þann 18. mars síðastliðinn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“