„Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. maí 2025 20:12 Vilmundur er ánægður með veðrið og áhrif þess á gróður og menn. Garðyrkjufræðingur segir ekkert nema gott hægt að segja um veðurblíðu síðustu daga. Sumarið sé komið til að vera og bændur muni þurfa að hefja heyskap fyrr. Veðrið hefur leikið við landann víðast hvar um landið í dag. Hitinn varð hæstur í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og náði um 25 stigum þar en í gær var heitast á Egilsstöðum þar sem hitamet féll. Um helgina verður hvað heitast á norðausturlandi. Lillý Valgerður, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Grasagarðinn í Laugardal og ræddi þar við Vilmund Hansen, garðyrkjufræðing. Hvernig er gróðurinn að koma út úr þessu öllu? „Þetta er náttúrulega bara allt æðislegt, gróðurinn er þremur vikum á undan og þetta er ekkert nema gott, það er það eina sem ég get sagt þér. Þetta hefur ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna,“ sagði Vilmundur. Blómaræktendur anni ekki eftirspurn Á þremur vikum hafi allt farið í blóma að sögn Vilmundar. Góða veðrið hafi komið aftan að flestum. Hvað þýðir þetta fyrir grasið? Þurfa bændur að slá fyrr? „Jájá, það er engin spurning að bændur koma til með að byrja heyskap miklu fyrr. Og ef þetta helst svona verður tvíslegið og jafnvel þríslegið í sumar,“ sagði hann. Hvað ef það kólnar? Það er miður maí og flestir stressaðir að kuldinn komi. „Ég athugaði langtímaspána. Mér sýnist vera gott veður fram að mánaðamótum allavega. Svo gæti nú kannski kólnað eitthvað eftir það en þá verður komið sumar þannig það breytir engu. Þetta verður allt í lagi,“ sagði Vilmundur. Er þetta óvenjulegt, hefurðu séð þetta oft svona í maí? „Nei, þetta er óvanalegt, þremur vikum á undan og hefur komið aftan að manni,“ sagði Vilmundur. „Ég veit að þeir sem eru að framleiða sumarblóm eru ekkert með allt tilbúið. Fólk er fljótt upp á bragðið þegar það kemur sól, rýkur af stað og vill blómin sín og ekkert kjaftæði. En þau eru bara ekkert tilbúin vegna þess að á síðasta ári til dæmis var rigning og þar áður var skítakuldi. Þannig þetta er óvenjusnemmt,“ sagði hann að lokum. Veður Blóm Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Sjá meira
Veðrið hefur leikið við landann víðast hvar um landið í dag. Hitinn varð hæstur í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og náði um 25 stigum þar en í gær var heitast á Egilsstöðum þar sem hitamet féll. Um helgina verður hvað heitast á norðausturlandi. Lillý Valgerður, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Grasagarðinn í Laugardal og ræddi þar við Vilmund Hansen, garðyrkjufræðing. Hvernig er gróðurinn að koma út úr þessu öllu? „Þetta er náttúrulega bara allt æðislegt, gróðurinn er þremur vikum á undan og þetta er ekkert nema gott, það er það eina sem ég get sagt þér. Þetta hefur ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna,“ sagði Vilmundur. Blómaræktendur anni ekki eftirspurn Á þremur vikum hafi allt farið í blóma að sögn Vilmundar. Góða veðrið hafi komið aftan að flestum. Hvað þýðir þetta fyrir grasið? Þurfa bændur að slá fyrr? „Jájá, það er engin spurning að bændur koma til með að byrja heyskap miklu fyrr. Og ef þetta helst svona verður tvíslegið og jafnvel þríslegið í sumar,“ sagði hann. Hvað ef það kólnar? Það er miður maí og flestir stressaðir að kuldinn komi. „Ég athugaði langtímaspána. Mér sýnist vera gott veður fram að mánaðamótum allavega. Svo gæti nú kannski kólnað eitthvað eftir það en þá verður komið sumar þannig það breytir engu. Þetta verður allt í lagi,“ sagði Vilmundur. Er þetta óvenjulegt, hefurðu séð þetta oft svona í maí? „Nei, þetta er óvanalegt, þremur vikum á undan og hefur komið aftan að manni,“ sagði Vilmundur. „Ég veit að þeir sem eru að framleiða sumarblóm eru ekkert með allt tilbúið. Fólk er fljótt upp á bragðið þegar það kemur sól, rýkur af stað og vill blómin sín og ekkert kjaftæði. En þau eru bara ekkert tilbúin vegna þess að á síðasta ári til dæmis var rigning og þar áður var skítakuldi. Þannig þetta er óvenjusnemmt,“ sagði hann að lokum.
Veður Blóm Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent