Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2025 14:06 Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Aðsend Hveitirækt hefur gefist vel hér á landi og er ætlunin að auka þá ræktun. Þá er kornrækt í miklum blóma en bygg var ræktað á um 3.400 hekturum hjá bændum á síðasta ári. Hveitið í ræktuninni er aðallega notað í fóður fyrir dýr þar sem mesti vaxtarsprotinn er í fiskeldi. Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann hefur starfað síðust ár, sem bústjóri Hvanneyrarbúsins á Hvanneyri í Borgarfirði. Hlutverk Egils er m.a. að hafa umsjón með hveititilraunum, sem er hluti af kynbótaverkefninu „Völu” og er fjármagnað af matvælaráðuneytinu. En tilraunir með ræktun á hveiti á Íslandi, hvað er helst að frétta þar? „Það er ekki nema von að þú spyrjir en það hefur verið dálítil vakning bæði varðandi þörf á rannsóknum og vakning hjá bændum og stjórnvöldum um að gefa svolítið í varðandi kornræktun almennt. Það eru nokkrir bændur, sem hafa fiktað við ræktun hveitis en við höfum mest verið að nota vetrarafbrigði í hveiti,” segir Egill. Egill og Serena Condini, sem er menntuð í plöntukynbótum og er núna „internship” nemandi í Landbúnaðarháskólanum en hún er aðalsamstarfsmaður Egils í hveitinu. Myndin er tekin við sáningu á kornreitumí Gunnarsholti 30. apríl 2025.Jónína Svavarsdóttir Egill segir að kornrækt í heildina hafi verið árið 2022 um 3500 hektarar. Á sama tíma hefur vetrarhveiti verið aðeins ræktað á um 40-70 hekturum síðustu ár, vorhveiti á um 10-30 hekturum og hafrar á um 160-200 hekturum en byggið ber af og hefur verið ræktað á um 2800-3400 hekturum síðustu ár. En hveitið, hvaða möguleikar eru þar að mati Egils? „Það eru miklir vaxtarmöguleikar og ekki séð fyrir því hvað sérstaklega varðar eftirspurnina, hún er náttúrulega gríðarlega mikil. Þá erum við ekki endilega að tala um hveiti, sem bakstursafurð heldur varðandi fóður í dýr og þar er stærsti vaxtarsprotinn nefnilega fiskeldi,” segir Egill. Egill í tilraunabyggökrum.Jónína Svavarsdóttir Ekki hveiti til að baka vöfflur og pönnukökur? „Jú, jú, svo gerum við það líka en maður verður að hugsa þetta í þrepum,” segir hann hlæjandi. Heldur þú að bændur séu almennt stemmdir fyrir þessari nýjung og að fara að rækta hveiti á fullum krafti? „Já, ég held að bændur séu almennt mjög áhugasamir um kornræktun og eflingu hennar,” segir nýráðinn ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd af starfsfólki og nemendum Landbúnaðarháskólans, sem koma mest að korntilraunum. Frá vinstri eru Egill Gunnarsson, Jónína Svavarsdóttir, Sunna Skeggjadóttir, Helga Rún Jóhannsdóttir og Serana Condini. Á myndina vantar Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra jarðræktartilrauna, sem tók myndina.Hrannar Smári Hilmarsson Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann hefur starfað síðust ár, sem bústjóri Hvanneyrarbúsins á Hvanneyri í Borgarfirði. Hlutverk Egils er m.a. að hafa umsjón með hveititilraunum, sem er hluti af kynbótaverkefninu „Völu” og er fjármagnað af matvælaráðuneytinu. En tilraunir með ræktun á hveiti á Íslandi, hvað er helst að frétta þar? „Það er ekki nema von að þú spyrjir en það hefur verið dálítil vakning bæði varðandi þörf á rannsóknum og vakning hjá bændum og stjórnvöldum um að gefa svolítið í varðandi kornræktun almennt. Það eru nokkrir bændur, sem hafa fiktað við ræktun hveitis en við höfum mest verið að nota vetrarafbrigði í hveiti,” segir Egill. Egill og Serena Condini, sem er menntuð í plöntukynbótum og er núna „internship” nemandi í Landbúnaðarháskólanum en hún er aðalsamstarfsmaður Egils í hveitinu. Myndin er tekin við sáningu á kornreitumí Gunnarsholti 30. apríl 2025.Jónína Svavarsdóttir Egill segir að kornrækt í heildina hafi verið árið 2022 um 3500 hektarar. Á sama tíma hefur vetrarhveiti verið aðeins ræktað á um 40-70 hekturum síðustu ár, vorhveiti á um 10-30 hekturum og hafrar á um 160-200 hekturum en byggið ber af og hefur verið ræktað á um 2800-3400 hekturum síðustu ár. En hveitið, hvaða möguleikar eru þar að mati Egils? „Það eru miklir vaxtarmöguleikar og ekki séð fyrir því hvað sérstaklega varðar eftirspurnina, hún er náttúrulega gríðarlega mikil. Þá erum við ekki endilega að tala um hveiti, sem bakstursafurð heldur varðandi fóður í dýr og þar er stærsti vaxtarsprotinn nefnilega fiskeldi,” segir Egill. Egill í tilraunabyggökrum.Jónína Svavarsdóttir Ekki hveiti til að baka vöfflur og pönnukökur? „Jú, jú, svo gerum við það líka en maður verður að hugsa þetta í þrepum,” segir hann hlæjandi. Heldur þú að bændur séu almennt stemmdir fyrir þessari nýjung og að fara að rækta hveiti á fullum krafti? „Já, ég held að bændur séu almennt mjög áhugasamir um kornræktun og eflingu hennar,” segir nýráðinn ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd af starfsfólki og nemendum Landbúnaðarháskólans, sem koma mest að korntilraunum. Frá vinstri eru Egill Gunnarsson, Jónína Svavarsdóttir, Sunna Skeggjadóttir, Helga Rún Jóhannsdóttir og Serana Condini. Á myndina vantar Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra jarðræktartilrauna, sem tók myndina.Hrannar Smári Hilmarsson
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira