Veður

Hiti getur farið yfir 20 stig

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ætli einhverjir leggi ekki leið sína í Nauthólsvík í dag.
Ætli einhverjir leggi ekki leið sína í Nauthólsvík í dag. Vísir/Vilhelm

Í dag verður hæg breytileg átt á landinu eða hafgola og víða léttskýjað. Líkur eru á þokulofti við ströndina. Hiti á bilinu 10 til 24 stig, hlýjast inn til landsins en svalast í þokulofti.

Undanfarnir dagar hafa verið með hlýrra móti og ekki virðist lát á því fram í miðja vikuna.

„Allmikil hæð milli Íslands og Færeyja stýrir veðrinu, og í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt eða hafgolu og víða bjart veður, en líkur á þoku við suður- og austurströndina.“

„Áfram mjög hlýtt í veðri, og getur hiti víða farið yfir 20 stig inn til landsins, en heldur svalara í þokulofti við sjávarsíðuna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á morgun og á þriðjudag er útlit fyrir svipað veður, víða sólríkt og hlýtt, en þá sækir þokuloft einnig að vestur- og norðurströndinni og heldur svalara þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×