Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2025 18:39 Hundur af gerðinni pug en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu í gær og endaði annar á dýraspítala hætt kominn. Fjöldi hunda hefur sloppið af heimilum sínum og týnst í dag vegna sólarþyrstra eiganda sem hafa skilið eftir opið út. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna vöktu athygli á hundinum sem dó og hættunum sem fylgja mikilli sól á Facebook í dag. Þar kom fram að tveir hundar hefðu farið á dýraspítala í gær vegna hitaslags, annar þeirra dó. Eygló Anna Ottesen, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, sagði í samtali við Vísi ekki vitað hvort hundurinn sem dó hafi verið skilinn eftir inni í bíl eða verið úti þegar hann fékk hitaslagið. Geta drepist á korteri Ofhitnun geti gerst hratt hjá hundum og valdið dauða á fimmtán mínútum ef líkamshiti þeirra hækkar um nokkrar gráður. „Við þekkjum þetta ekki hérna heima, þess vegna erum við að vara við þessu. Þá þurfum við aðeins að kveikja á bjöllunum,“ sagði Eygló í samtali við Vísi. Passa þurfi sérstaklega upp á hundana því þeir séu ekki eins færir og kettirnir að koma sér í skugga. Hundar sloppið út í góða veðrinu Góða veðrið í dag hafði líka annars konar áhrif. „Það er endalaust af hundum búið að týnast í dag af því að fólk er að lofta út og er úti í sólbaði,“ sagði Eygló. Dýrfinna hafi fengið fjölda símhringinga og tilkynninga um hunda sem sluppu af því dyr voru skildar eftir opnar. Eygló brýnir fyrir fólki að gera ráðstafanir fyrir dýr sín eins og sig sjálft þegar hitinn er svona mikill. Þá bendir hún hundaeigendum á að halda þeim í skugganum í dag, hafa nóg af vatni fyrir dýrin séu þau úti og kæla hundana reglulega. Þá vekur Dýrfinna athygli fólks á því að dýraspítalinn Animalía í Grafarholti sé opinn allan sólarhringinn. Hundar Dýraheilbrigði Dýr Veður Gæludýr Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna vöktu athygli á hundinum sem dó og hættunum sem fylgja mikilli sól á Facebook í dag. Þar kom fram að tveir hundar hefðu farið á dýraspítala í gær vegna hitaslags, annar þeirra dó. Eygló Anna Ottesen, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, sagði í samtali við Vísi ekki vitað hvort hundurinn sem dó hafi verið skilinn eftir inni í bíl eða verið úti þegar hann fékk hitaslagið. Geta drepist á korteri Ofhitnun geti gerst hratt hjá hundum og valdið dauða á fimmtán mínútum ef líkamshiti þeirra hækkar um nokkrar gráður. „Við þekkjum þetta ekki hérna heima, þess vegna erum við að vara við þessu. Þá þurfum við aðeins að kveikja á bjöllunum,“ sagði Eygló í samtali við Vísi. Passa þurfi sérstaklega upp á hundana því þeir séu ekki eins færir og kettirnir að koma sér í skugga. Hundar sloppið út í góða veðrinu Góða veðrið í dag hafði líka annars konar áhrif. „Það er endalaust af hundum búið að týnast í dag af því að fólk er að lofta út og er úti í sólbaði,“ sagði Eygló. Dýrfinna hafi fengið fjölda símhringinga og tilkynninga um hunda sem sluppu af því dyr voru skildar eftir opnar. Eygló brýnir fyrir fólki að gera ráðstafanir fyrir dýr sín eins og sig sjálft þegar hitinn er svona mikill. Þá bendir hún hundaeigendum á að halda þeim í skugganum í dag, hafa nóg af vatni fyrir dýrin séu þau úti og kæla hundana reglulega. Þá vekur Dýrfinna athygli fólks á því að dýraspítalinn Animalía í Grafarholti sé opinn allan sólarhringinn.
Hundar Dýraheilbrigði Dýr Veður Gæludýr Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira