Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 09:02 Benjamin Stokke skoraði tvö marka Aftureldingar í gærkvöld. Stöð 2 Sport Afturelding varð í gær fyrsta liðið til að vinna KR í Bestu deild karla í fótbolta á þessari leiktíð, í mögnuðum 4-3 leik í Mosfellsbæ. Fram vann Vestra 1-0 en ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli. Mörk gærdagsins má nú sjá á Vísi. Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Sigurðarson komu KR í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum í Mosó í gær. KR-ingar virtust þannig ætla að skemma stemninguna hjá heimamönnum sem höfðu verið taplausir á heimavelli og fengu að heyra nýtt stuðningslag úr smiðju Steinda Jr. og Dóra DNA í sólinni í gær. En Benjamin Stokke, sem lék með Breiðabliki í fyrra, jafnaði metin með tveimur mörkum sitt hvoru megin við leikhléið. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom þó KR í 3-2 á 59. mínútu en Aron Elí Sævarsson og Hrannar Snær Magnússon sáu til þess að Afturelding fengi öll þrjú stigin. Eins og fyrr segir þá gerðu ÍBV og KA markalaust jafntefli í frekar tilþrifalitlum leik á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. KA er því í fallsæti, með fimm stig, en ÍBV í 9. sæti með átta stig. Framarar náðu hins vegar að stöðva flug Vestra í Úlfarsárdalnum og unnu 1-0 sigur. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Sergine Fall féll einhvern veginn ofan á Vuk Oskar Dimitrijevic og braut á honum innan teigs. Simon Tibbling skoraði úr spyrnunni sitt fyrsta mark fyrir Fram eftir komuna frá Svíþjóð. Vestri er áfram eitt þriggja efstu liða með 13 stig en Víkingur og Breiðablik spila í kvöld, gegn Stjörnunni og Val, á afar áhugaverðu kvöldi en 7. umferðin verður svo gerð upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport, um kl. 21:25. Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. 18. maí 2025 21:31 Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04 Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. 18. maí 2025 15:56 Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í blíðskaparveðri á Þórvellinum í Vestmannaeyjum í dag. 18. maí 2025 13:17 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Sigurðarson komu KR í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum í Mosó í gær. KR-ingar virtust þannig ætla að skemma stemninguna hjá heimamönnum sem höfðu verið taplausir á heimavelli og fengu að heyra nýtt stuðningslag úr smiðju Steinda Jr. og Dóra DNA í sólinni í gær. En Benjamin Stokke, sem lék með Breiðabliki í fyrra, jafnaði metin með tveimur mörkum sitt hvoru megin við leikhléið. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom þó KR í 3-2 á 59. mínútu en Aron Elí Sævarsson og Hrannar Snær Magnússon sáu til þess að Afturelding fengi öll þrjú stigin. Eins og fyrr segir þá gerðu ÍBV og KA markalaust jafntefli í frekar tilþrifalitlum leik á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. KA er því í fallsæti, með fimm stig, en ÍBV í 9. sæti með átta stig. Framarar náðu hins vegar að stöðva flug Vestra í Úlfarsárdalnum og unnu 1-0 sigur. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Sergine Fall féll einhvern veginn ofan á Vuk Oskar Dimitrijevic og braut á honum innan teigs. Simon Tibbling skoraði úr spyrnunni sitt fyrsta mark fyrir Fram eftir komuna frá Svíþjóð. Vestri er áfram eitt þriggja efstu liða með 13 stig en Víkingur og Breiðablik spila í kvöld, gegn Stjörnunni og Val, á afar áhugaverðu kvöldi en 7. umferðin verður svo gerð upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport, um kl. 21:25.
Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. 18. maí 2025 21:31 Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04 Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. 18. maí 2025 15:56 Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í blíðskaparveðri á Þórvellinum í Vestmannaeyjum í dag. 18. maí 2025 13:17 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. 18. maí 2025 21:31
Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04
Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. 18. maí 2025 15:56
Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í blíðskaparveðri á Þórvellinum í Vestmannaeyjum í dag. 18. maí 2025 13:17