Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 09:04 Jón Ólafur Halldórsson tók nýlega við sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins er bjartsýnn á horfur í íslensku atvinnulíf en segir stjórnvöld þurfi að vinna með atvinnulífinu. Það sé gríðarlega mikilvægt að samtalið sé virkt og opið þar á milli. Jón Ólafur ræddi efnahags- og tollamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Ólafur segir hættuna núna að klemmast á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í tollastríðinu en SA reyni að miðla sínum skilaboðum til stjórnvalda. Samtökin hafi miklar áhyggjur af framvindunni. Það sé erfitt að spá fyrir um framvindu mála en það sé jákvætt að það sé komið á 90 daga vopnahlé á milli Bandaríkjanna og Kína. „Við erum að greina þessa stöðu og tryggja að íslensk fyrirtæki haldi velli.“ Jón Ólafur segir laun hafa hækkað á Íslandi undanfarið umfram það svigrúm sem raunverulega sé til staðar. Þau meti svigrúmið sé sirka verðbólgumarkið plús framleiðsluaukning sem geti verið 1,5 prósent . Það sé samanlagt um fjögur prósent. Skipti máli að hafa fyrirsjáanleika „Í síðustu samningum, stöðugleiksamningum, tókst okkur að semja á þessum nótum til langs tíma, til fjögurra ára, og það skiptir miklu máli þannig að atvinnulífið og fólkið í landinu hafi einhvern fyrirsjáanleika og viti hvað taki við. Hann segir SA taka tillit til verðbólgu og vaxta. Vextir séu of háir og farnir að hamla fjárfestingum. Það sé fjárfestingaþörf og vilji en vextirnir séu of háir. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er á fimmtudag. Því hefur verið spáð að bankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum og haldi lækkunarferlinu áfram í haust. Jón Ólafur segir bankann horfa á stöðuna eins og hún er. Einkaneyslan hafi verið mikil og það séu vangaveltur um það hvers vegna það sé. Már Mixa hafi til dæmis sagt á Sprengisandi í gær að þegar fólk komist ekki inn á húsnæðismarkað, eins og margir gera ekki vegna krafna Seðlabankans um hámarks greiðslubyrði, eyði þau peningunum frekar í eitthvað annað. Jón Ólafur segist ekki vita hvort eitthvað sannleiksgildi sé í þessu en háir vextir hafi þau áhrif að fyrirtæki fari ekki í nauðsynlegar framkvæmdir til að styrkja sína stöðu. Litið ofar í tekjustigann Jón Ólafur telur okkur á réttri leið til að tryggja að landsmenn geti allir náð endum saman. Síðustu kjarasamningar hafi sérstaklega miðað við að hækka laun þeirra lægst launuðu en nú þurfi mögulega að horfa til þeirra sem eru aðeins ofar í tekjustiganum. Það þurfi að vera hvöt fyrir því að til dæmis fara í nám. Eitt og hálft ár eru frá því að síðustu kjarasamningar voru gerðir og því styttist í þá næstu. Jón Ólafur segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hefji samtalið. Ísland sé dýrt land en laun séu líka há. Það þurfi langtímahugsun og stöðugleika. Hann segir samtökin ekki hafa tekið afstöðu gagnvart inngöngu í Evrópusambandið eða gjaldmiðlinum okkar. Kjaramál Skattar og tollar Bítið Sprengisandur Tengdar fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. 15. maí 2025 13:32 Jón Ólafur í framboði til formanns SA Jón Ólafur Halldórsson gefur kost á sér til formanns Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann hefur setið í stjórn samtakanna frá 2015 og í framkvæmdastjórn frá árinu 2018. 28. mars 2025 11:44 Erum komin „á endastöð“ í að fara leið krónutöluhækkana við kjarasamninga Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári. 11. maí 2025 13:44 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Jón Ólafur segir hættuna núna að klemmast á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í tollastríðinu en SA reyni að miðla sínum skilaboðum til stjórnvalda. Samtökin hafi miklar áhyggjur af framvindunni. Það sé erfitt að spá fyrir um framvindu mála en það sé jákvætt að það sé komið á 90 daga vopnahlé á milli Bandaríkjanna og Kína. „Við erum að greina þessa stöðu og tryggja að íslensk fyrirtæki haldi velli.“ Jón Ólafur segir laun hafa hækkað á Íslandi undanfarið umfram það svigrúm sem raunverulega sé til staðar. Þau meti svigrúmið sé sirka verðbólgumarkið plús framleiðsluaukning sem geti verið 1,5 prósent . Það sé samanlagt um fjögur prósent. Skipti máli að hafa fyrirsjáanleika „Í síðustu samningum, stöðugleiksamningum, tókst okkur að semja á þessum nótum til langs tíma, til fjögurra ára, og það skiptir miklu máli þannig að atvinnulífið og fólkið í landinu hafi einhvern fyrirsjáanleika og viti hvað taki við. Hann segir SA taka tillit til verðbólgu og vaxta. Vextir séu of háir og farnir að hamla fjárfestingum. Það sé fjárfestingaþörf og vilji en vextirnir séu of háir. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er á fimmtudag. Því hefur verið spáð að bankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum og haldi lækkunarferlinu áfram í haust. Jón Ólafur segir bankann horfa á stöðuna eins og hún er. Einkaneyslan hafi verið mikil og það séu vangaveltur um það hvers vegna það sé. Már Mixa hafi til dæmis sagt á Sprengisandi í gær að þegar fólk komist ekki inn á húsnæðismarkað, eins og margir gera ekki vegna krafna Seðlabankans um hámarks greiðslubyrði, eyði þau peningunum frekar í eitthvað annað. Jón Ólafur segist ekki vita hvort eitthvað sannleiksgildi sé í þessu en háir vextir hafi þau áhrif að fyrirtæki fari ekki í nauðsynlegar framkvæmdir til að styrkja sína stöðu. Litið ofar í tekjustigann Jón Ólafur telur okkur á réttri leið til að tryggja að landsmenn geti allir náð endum saman. Síðustu kjarasamningar hafi sérstaklega miðað við að hækka laun þeirra lægst launuðu en nú þurfi mögulega að horfa til þeirra sem eru aðeins ofar í tekjustiganum. Það þurfi að vera hvöt fyrir því að til dæmis fara í nám. Eitt og hálft ár eru frá því að síðustu kjarasamningar voru gerðir og því styttist í þá næstu. Jón Ólafur segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hefji samtalið. Ísland sé dýrt land en laun séu líka há. Það þurfi langtímahugsun og stöðugleika. Hann segir samtökin ekki hafa tekið afstöðu gagnvart inngöngu í Evrópusambandið eða gjaldmiðlinum okkar.
Kjaramál Skattar og tollar Bítið Sprengisandur Tengdar fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. 15. maí 2025 13:32 Jón Ólafur í framboði til formanns SA Jón Ólafur Halldórsson gefur kost á sér til formanns Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann hefur setið í stjórn samtakanna frá 2015 og í framkvæmdastjórn frá árinu 2018. 28. mars 2025 11:44 Erum komin „á endastöð“ í að fara leið krónutöluhækkana við kjarasamninga Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári. 11. maí 2025 13:44 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. 15. maí 2025 13:32
Jón Ólafur í framboði til formanns SA Jón Ólafur Halldórsson gefur kost á sér til formanns Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann hefur setið í stjórn samtakanna frá 2015 og í framkvæmdastjórn frá árinu 2018. 28. mars 2025 11:44
Erum komin „á endastöð“ í að fara leið krónutöluhækkana við kjarasamninga Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári. 11. maí 2025 13:44
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent