Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2025 10:03 Íbúar við Þrándheimsfjörð virða fyrir sér flutnigaskipið sem strandaði við hliðina á húsi í morgun. Vísir/EPA Aðeins örfáum metrum munaði að flutningaskip sem strandaði í Þrándheimsfirði í Noregi snemma í morgun rækist á íbúðarhús. Húsráðandi vaknaði ekki við að skipið sigldi í strand og segir uppákomuna meira fáránlega en ógnvekjandi. Johan Helberg svaf svefni hinna réttlátu í timburhúsi sínu í Byneset við Þrándheimsfjörð þegar 135 metra langt flutningaskip sigldi upp í land, aðeins örfáum metrum frá horni hússins. Helbeg varð ekki var við neitt en hrökk hins vegar upp þegar nágranni hans, sem hafði orðið vitni að strandinu, hringdi dyrabjöllunni í miklu uppnámi. „Þetta var frekar fjarstæðukennt. Þegar ég leit út um gluggann var stefnið á risastóru skipi þarna,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Engar skemmdir urðu á húsinu aðrar en á leiðslu fyrir hitadælu þess. „Ef það hefði lent fimm metrum lengra til hægri hefði það runnið upp kletta og þá hefði húsið mitt líklega litið nokkuð öðruvísi út,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Flutningaskipið skemmdist ekki við strandið. Ekki tókst að losa það í fyrstu tilraun í morgun.Vísir/EPA Stímdi beint upp í land Nágranninn segist hafa vaknað við skip úti á firðinum um klukkan fimm að staðartíma í nótt. Hann sé vanur skipaumferð um fjörðinn en honum hafi þótt vélarhljóðið sérstaklega hátt. „Þannig að ég leit út um gluggann og sá bát stefna beint upp á strönd,“ segir Jostein Jørgensen. Skipið hafi verið á dágóðri siglingu og ekki sýnt nein merki um að það reyndi að breyta um stefnu þrátt fyrir að hann reyndi að öskra og blístra á það. Lögreglan segir að enginn grunur sé um að þeir sem stýrðu skipinu hafi verið ölvaðir. Sextán manna áhöfn var um borð. Þá virðist engar skemmdir hafa orðið á því. Reynt var að færa skipið í morgun án árangurs. Háflóð verður næst á níunda tímanum í kvöld. „Þetta var í raun og veru meira fáránlegt en ógnvekjandi,“ segir Helberg um uppákomuna. Noregur Skipaflutningar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Johan Helberg svaf svefni hinna réttlátu í timburhúsi sínu í Byneset við Þrándheimsfjörð þegar 135 metra langt flutningaskip sigldi upp í land, aðeins örfáum metrum frá horni hússins. Helbeg varð ekki var við neitt en hrökk hins vegar upp þegar nágranni hans, sem hafði orðið vitni að strandinu, hringdi dyrabjöllunni í miklu uppnámi. „Þetta var frekar fjarstæðukennt. Þegar ég leit út um gluggann var stefnið á risastóru skipi þarna,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Engar skemmdir urðu á húsinu aðrar en á leiðslu fyrir hitadælu þess. „Ef það hefði lent fimm metrum lengra til hægri hefði það runnið upp kletta og þá hefði húsið mitt líklega litið nokkuð öðruvísi út,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Flutningaskipið skemmdist ekki við strandið. Ekki tókst að losa það í fyrstu tilraun í morgun.Vísir/EPA Stímdi beint upp í land Nágranninn segist hafa vaknað við skip úti á firðinum um klukkan fimm að staðartíma í nótt. Hann sé vanur skipaumferð um fjörðinn en honum hafi þótt vélarhljóðið sérstaklega hátt. „Þannig að ég leit út um gluggann og sá bát stefna beint upp á strönd,“ segir Jostein Jørgensen. Skipið hafi verið á dágóðri siglingu og ekki sýnt nein merki um að það reyndi að breyta um stefnu þrátt fyrir að hann reyndi að öskra og blístra á það. Lögreglan segir að enginn grunur sé um að þeir sem stýrðu skipinu hafi verið ölvaðir. Sextán manna áhöfn var um borð. Þá virðist engar skemmdir hafa orðið á því. Reynt var að færa skipið í morgun án árangurs. Háflóð verður næst á níunda tímanum í kvöld. „Þetta var í raun og veru meira fáránlegt en ógnvekjandi,“ segir Helberg um uppákomuna.
Noregur Skipaflutningar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira