Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2025 13:49 Áætlað er að með breytingunni styttist akstursleiðin á leið 4 um 1,2 kílómetra. Vísir/Vilhelm Strætisvagnaleið 4 mun brátt hætta að keyra krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut í Reykjavík á leið sinni og mun þess í stað fara um Kringlumýrarbraut. Breytingar á leiðinni taka gildi í lok sumars þegar um 400 metra forgangsakrein fyrir strætisvagna verður komið fyrir á Kringlumýrarbraut, milli Háaleitisbrautar að Miklubrautar. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í greinargerð samgöngustjóra Reykjavíkurborgar segir að með breytingunni styttist akstursleiðin um 1,2 km og um þrjár til sjö mínútur. þannig sé áætlað að breytingin stytti aksturstíma um 150 til 350 klukkustundir á mánuði Þar að auki batnar aðgengi þeirra sem búa og starfa vestan Kringlumýrarbrautar, en að leið 11 mun áfram aka Háaleitisbraut og halda uppi þjónustu þar. Sjálfstæðismenn ekki ánægðir Sjálfstæðismenn í ráðinu greiddu atkvæði gegn tillögunni og sögðu hana munu hafa í för með sér verulega skerðingu á strætisvagnaþjónustu í Múlahverfi. „Við breytinguna mun leiðin hætta að þjóna tíu biðstöðvum í þessu fjölsótta hverfi. Í hverfinu eru margir fjölmennir vinnustaðir, vinsælar verslanir og Fjölbrautaskólinn við Ármúla svo eitthvað sé nefnt,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg. Strætó Tíu stöðvar hverfa af leiðinni Eins og staðan er í dag þá er leið 4 á þá leið, þegar keyrt er úr Kópavogi, að vagninn beygir frá Kringlumýrarbraut í austur á Miklubraut, þar sem stoppistöðin „Kringlan“ sé staðsett. Hún heldur svo áfram í norður eftir Háaleitisbraut þar sem stöðvarnar „Fellsmúli“, „Háaleitisbraut“, „Samgöngustofa“ og „Lágmúli“ eru staðsettar. Leiðin ekur sömu leið í hina áttina, það er beygir austur inn á Háaleitisbraut og síðan í vestur eftir Miklubraut. Breytingin felur því í sér að fimm biðstöðvar í hvora átt verða ekki lengur hluti af leið 4. „Álftamýri“ bætist við Við breytinguna bætast við stoppistöðvar sem kallast „Álftamýri“ beggja vegna við Kringlumýrarbraut við gatnamótin Kringlumýrarbraut-Háaleitisbraut sem kemur til móts við þær biðstöðvar sem detta út. Í greinargerðinni kemur fram að innstig/útstig eru um 230 á hverjum degi á stoppistöðvunum fimm sem munu detta út á leiðinni. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg.strætó Strætó Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21 Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Breytingar á leiðinni taka gildi í lok sumars þegar um 400 metra forgangsakrein fyrir strætisvagna verður komið fyrir á Kringlumýrarbraut, milli Háaleitisbrautar að Miklubrautar. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í greinargerð samgöngustjóra Reykjavíkurborgar segir að með breytingunni styttist akstursleiðin um 1,2 km og um þrjár til sjö mínútur. þannig sé áætlað að breytingin stytti aksturstíma um 150 til 350 klukkustundir á mánuði Þar að auki batnar aðgengi þeirra sem búa og starfa vestan Kringlumýrarbrautar, en að leið 11 mun áfram aka Háaleitisbraut og halda uppi þjónustu þar. Sjálfstæðismenn ekki ánægðir Sjálfstæðismenn í ráðinu greiddu atkvæði gegn tillögunni og sögðu hana munu hafa í för með sér verulega skerðingu á strætisvagnaþjónustu í Múlahverfi. „Við breytinguna mun leiðin hætta að þjóna tíu biðstöðvum í þessu fjölsótta hverfi. Í hverfinu eru margir fjölmennir vinnustaðir, vinsælar verslanir og Fjölbrautaskólinn við Ármúla svo eitthvað sé nefnt,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg. Strætó Tíu stöðvar hverfa af leiðinni Eins og staðan er í dag þá er leið 4 á þá leið, þegar keyrt er úr Kópavogi, að vagninn beygir frá Kringlumýrarbraut í austur á Miklubraut, þar sem stoppistöðin „Kringlan“ sé staðsett. Hún heldur svo áfram í norður eftir Háaleitisbraut þar sem stöðvarnar „Fellsmúli“, „Háaleitisbraut“, „Samgöngustofa“ og „Lágmúli“ eru staðsettar. Leiðin ekur sömu leið í hina áttina, það er beygir austur inn á Háaleitisbraut og síðan í vestur eftir Miklubraut. Breytingin felur því í sér að fimm biðstöðvar í hvora átt verða ekki lengur hluti af leið 4. „Álftamýri“ bætist við Við breytinguna bætast við stoppistöðvar sem kallast „Álftamýri“ beggja vegna við Kringlumýrarbraut við gatnamótin Kringlumýrarbraut-Háaleitisbraut sem kemur til móts við þær biðstöðvar sem detta út. Í greinargerðinni kemur fram að innstig/útstig eru um 230 á hverjum degi á stoppistöðvunum fimm sem munu detta út á leiðinni. Leið 4 ekur milli Skúlagötu og Breiðholts með viðkomu meðal annars í Mjódd og Hamraborg.strætó
Strætó Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21 Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. 22. maí 2025 10:21
Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um fimm hundruð metra kafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Umferð fjölskyldubílsins þarf ekki að víkja fyrir akreininni heldur verður miðeyja minnkuð. 23. janúar 2025 11:20